Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 50

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 50
49 lært að slíkir hlutir sem stundum virðast skaða okkur geta orðið okkur til góðs og heilla“.42 Best er þó líklega að greina forskriftarvirkni nóvellunnar, eins og hún varð í ensku samhengi, með því að skoða þau frumsömdu ensku nóvellu- söfn sem komu í kjölfarið. Sú blanda klassísks efnis og ítölsku nóvellunnar í frönskum skreytistíl sem einkennir meirihluta safns Painters hafði líklega margvísleg áhrif sem betur þyrfti að kanna en það er þó ákveðin vísbending að eitt helsta frumsamda nóvellusafnið frá þessum tíma, The Petite Palace of Pettie his Pleasure eftir George Pettie frá árinu 1576, er endurritun á klass- ískum sögum úr rómverskri og grískri hefð á hinu fransk/ítalska nóvellu- formi.43 Einnig má nefna hvernig George Whetstone notar frumsamdar og þýddar nóvellur í verki sínu An Heptameron of Civill Discourses (1582). En verk hans er samræða um hjónabandið sem er mjög augljóslega ætlað að vera siðferðilegt kennsluverk. Það undirstrikar tengsl ensku nóvellunnar við þá siðferðilegu dóma sem bætt var við franskar nóvellur og var einnig að finna í þýðingum Painters .44 Bygging og lestur The Palace of Pleasure The Palace of Pleasure hefur verið lýst sem óskipulegri blöndu ótengdra og tilviljanakenndra texta og gagnrýnt fyrir að hafa ekki samræmdan stíl eða þematíska byggingu. Lorna Hutson varpar fram þeirri áhugaverðu spurn- ingu af hverju nútímalesendum finnist nóvellusöfn eins og safn Painters svo óáhugaverð þegar þau höfðu greinilega mikil áhrif á samtímahöfunda sextándu aldar?45 Hún telur að svarið felist í því að lesendur og höfundar hafi öðlast eitthvað við lestur safnanna sem nútímalesendur þurfi ekki á að halda. Að við getum hvorki skilið það sem mótar byggingu þess né mark- mið einstakra sagna. Þó að ég telji að hún ýki óskiljanleika bæði verkanna 42 Giovanni Boccaccio, The decameron containing an hundred pleasant novels. Wittily discoursed, betweene seaven honourable ladies, and three noble gentlemen, þýð. John Florio (talið.), London: Isaac Jaggard, 1620, 31r. 43 George Pettie, A petite Pallace of Pettie his pleasure. Contaynyng many pretie Hystories by him set foorth in comely colours, and most delightfully discoursed, London: R. W[atk- ins], 1576. Fjallað er um þetta verk og það hvernig það er endurritun á nóvelluformi Painters í doktorsritgerð minni. 44 Diana Shklanka, „A Critical Edition of George Whetstone’s An Heptameron of Civill Discourses“ Doktorsritgerð, University of British Columbia, 1977. 45 Lorna Hutson, „Fortunate Travelers: Reading for the Plot in Sixteenth-Century England“, Representations 41, vetur/1993, bls. 83–103, hér bls. 83. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.