Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 50
49
lært að slíkir hlutir sem stundum virðast skaða okkur geta orðið okkur til
góðs og heilla“.42
Best er þó líklega að greina forskriftarvirkni nóvellunnar, eins og hún
varð í ensku samhengi, með því að skoða þau frumsömdu ensku nóvellu-
söfn sem komu í kjölfarið. Sú blanda klassísks efnis og ítölsku nóvellunnar
í frönskum skreytistíl sem einkennir meirihluta safns Painters hafði líklega
margvísleg áhrif sem betur þyrfti að kanna en það er þó ákveðin vísbending
að eitt helsta frumsamda nóvellusafnið frá þessum tíma, The Petite Palace of
Pettie his Pleasure eftir George Pettie frá árinu 1576, er endurritun á klass-
ískum sögum úr rómverskri og grískri hefð á hinu fransk/ítalska nóvellu-
formi.43 Einnig má nefna hvernig George Whetstone notar frumsamdar og
þýddar nóvellur í verki sínu An Heptameron of Civill Discourses (1582). En
verk hans er samræða um hjónabandið sem er mjög augljóslega ætlað að
vera siðferðilegt kennsluverk. Það undirstrikar tengsl ensku nóvellunnar
við þá siðferðilegu dóma sem bætt var við franskar nóvellur og var einnig
að finna í þýðingum Painters .44
Bygging og lestur The Palace of Pleasure
The Palace of Pleasure hefur verið lýst sem óskipulegri blöndu ótengdra og
tilviljanakenndra texta og gagnrýnt fyrir að hafa ekki samræmdan stíl eða
þematíska byggingu. Lorna Hutson varpar fram þeirri áhugaverðu spurn-
ingu af hverju nútímalesendum finnist nóvellusöfn eins og safn Painters
svo óáhugaverð þegar þau höfðu greinilega mikil áhrif á samtímahöfunda
sextándu aldar?45 Hún telur að svarið felist í því að lesendur og höfundar
hafi öðlast eitthvað við lestur safnanna sem nútímalesendur þurfi ekki á að
halda. Að við getum hvorki skilið það sem mótar byggingu þess né mark-
mið einstakra sagna. Þó að ég telji að hún ýki óskiljanleika bæði verkanna
42 Giovanni Boccaccio, The decameron containing an hundred pleasant novels. Wittily
discoursed, betweene seaven honourable ladies, and three noble gentlemen, þýð. John
Florio (talið.), London: Isaac Jaggard, 1620, 31r.
43 George Pettie, A petite Pallace of Pettie his pleasure. Contaynyng many pretie Hystories
by him set foorth in comely colours, and most delightfully discoursed, London: R. W[atk-
ins], 1576. Fjallað er um þetta verk og það hvernig það er endurritun á nóvelluformi
Painters í doktorsritgerð minni.
44 Diana Shklanka, „A Critical Edition of George Whetstone’s An Heptameron of Civill
Discourses“ Doktorsritgerð, University of British Columbia, 1977.
45 Lorna Hutson, „Fortunate Travelers: Reading for the Plot in Sixteenth-Century
England“, Representations 41, vetur/1993, bls. 83–103, hér bls. 83.
HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI