Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 135
134
að kynna Íslendingum erlendar kenningar og aðferðir sem oft rata í ein-
hverri mynd inn í ritdóma á blaðsíðum tímarita og dagblaða. Ritdómarar
nýttu sér einna helst ýmsar aðferðir nýrýni og strúktúralisma, sem áttu sér
þegar trygga hefð.67 Í ritdómum og umræðu um gagnrýni má þó einnig
greina að hin „nýju“ bókmenntafræði hafi þótt nokkuð tortryggileg; full
af útlendri „teoríu“ en skorta alþýðlegan og þjóðlegan grundvöll. Gunnar
Benediktsson gengur svo langt árið 1969 að tala um „bókmenntalega
afsiðun“ en hann telur að raunveruleg þýðing bókmenntanna glatist sé
reynt „að fá lesendur til að lesa bækur á allt annan veg en Íslendingar hafa
lesið bækur nú í 800 ár“.68
Íslendingar hafa lesið Njálu og Eglu í mörg hundruð ár, en ekki
fyrir forvitni sakir. Menn lásu þær til að lifa sig inn í stórbrotin
örlög, kynnast fjölbreytileika mannlegs lífs, mannlegra viðhorfa og
skapgerða. […] Það hefur ef til vill ekki mikið verið rætt um fegurð
málsins og sérkenni þess á einni sögunni og svo annarri, og það er
hreint ekki víst, að það hafi verið svo margir, sem hafi gert sér grein
fyrir lykilhlutverki máls og stíl að heimum [svo] nýrra hugmynda og
hughrifa. En málið læsti sig á tungu neytandans og setti sinn svip á
umræðu daglegs lífs og lyfti málfari soltins og klæðlítils öreigalýðs
til eðalhæða.69
Gunnar telur að „einn af aflagisháttum [svo] gagnrýninnar“ sé að nú megi
maður „ekki vænta þess að hafa gagn af góðri bók, fyrr en maður hefur
lesið hana oft og mörgum sinnum og hugleitt inntak hennar með vanga-
veltum á alla vegu“, „eftir feikna strit og stríð“.70 Hann stillir því meðvit-
uðum, vísindalegum lestri nútímans71 upp sem andstæðu náttúrulegs og
67 Hér má til dæmis nefna ritdóma Ólafs Jónssonar og Sveins Skorra Höskulds-
sonar.
68 Gunnar Benediktsson, „Þegar blindur leiðir…“, Tímarit Máls og menningar,
3–4/1969, bls. 383–391, hér bls. 383–384.
69 Sama rit, 384.
70 Sama rit, 384.
71 Árið 1981 skrifar Vésteinn Ólason um bókmenntahæfi, þ.e. áunninn hæfileika „til
að skilja – eða mynda – þann merkingarauka sem felst í skáldverki“ og hljóti „að
liggja til grundvallar skilningi okkar á merkingarauka skáldskaparins“. Hann
viðurkennir að slík bókmenntahæfi sé „jafnhæf hvort sem hún er meðvituð eða
ómeðvituð“ en bætir því við að „eitt af markmiðum bókmenntafræði og þá ekki síst
bókmenntakennslu [sé] að gera hana meðvitaða“. Vésteinn Ólason, „Bókmenntir
og bókmenntatúlkun“, Mál og túlkun. Safn ritgerða um mannleg fræði, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1981, bls. 91–123, hér bls. 109 og 116.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR