Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 48

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 48
47 nánast algjörlega.38 Nóvellan er heldur ekki rædd sem grein í umfjöllunum um ljóðlist og skáldskap á Englandi þannig að einu sjálflægu orðræðuna um efnið er að finna í hliðartextum hinna ýmsu nóvellusafna. Þar sem verk Painters var það fyrsta sem kom út af þessu tagi þá er umræða hans sjálfs í hliðartextum verksins mjög mikilvæg í að móta lýsandi þátt greinarinnar. Einnig skiptir máli að textarnir sem kynntir eru til sögunnar sem nóvellur í safni Painters eru um margt ólíkir þeim ítölsku. Ekki einung- is vegna þess að þeir eru ekki allir þýðingar á ítölskum nóvellum heldur vegna þess að jafnvel þær sem áttu uppruna sinn á Ítalíu höfðu gengið í gegnum ýmsar breytingar á leið sinni til enskra lesenda. Ítölsku nóvellurnar komu til Englands eftir að franskir þýðendur höfðu farið höndum um þær og í samfloti með frönskum nóvelluhöfund- um. Painter notaði franskar þýðingar sem grunn að flestum þýðingum sínum á Bandello og hafði að öllum líkindum franska útgáfu Le Maçon á Boccaccio til hliðsjónar þegar hann þýddi verk hans, þó að hann hafi líka haft aðgang að ítölsku útgáfunum.39 Frönsku þýðendurnir bættu töluvert við ítalska textann, eins og orð Belleforest sem vitnað var til hér að ofan bera með sér. Ekki síst bættu þeir við siðferðilegum túlkunum og umræðu, sérstaklega í upphafi og við lok þeirra texta sem þeir þýddu. Að sama skapi eru siðferðilegar spurningar miðlægari í nóvellum Marguerite de Navarre en í ítölskum fyrirrennurum þeirra, bæði í rammafrásögninni og í sög- unum sjálfum. Ítalskir nóvelluhöfundar unnu samkvæmt þeirri bókmenntalegu hug- mynd að stíll og tungumál ætti að hæfa efninu og þemanu. Þó að töluverð- ur munur hafi verið á milli höfunda hvað varðar stíl og efnistök, þá má segja að í aðalatriðum hafi þeir notað frekar einfalt mál og fá mælsku- brögð. Á ferð sinni til Englands varð nóvellan fyrir miklum breytingum að þessu leyti. Franskir þýðendur ítalskra nóvella voru einnig þeirrar skoð- unar að stíll og efni ætti að hæfa hvort öðru, en mögulega töldu þeir efnið vera upphafnara en þeir ítölsku eða voru undir áhrifum frá frönskum ridd- arasögum. Afleiðingin var sú að stíll og tungumál nóvellanna urðu mun 38 Carmen Rabell, Rewriting the Italian Novella in Counter-Reformation Spain, Tamesis Books, 2003, bls. 15. Rabell ræðir einn ítalskan og einn spænskan kenningarsmið sem gerðu tilraun til að lýsa útlínum greinarinnar. 39 Herbert G. Wright, „The Indebtedness of Painter’s Translations from Boccaccio in The Palace of Pleasure to the French Version of Le Maçon“, Modern Language Review 46, 3/4/1951, bls. 431–435, hér bls. 431. Painter segist sjálfur hafa notað þýðingar Boisteaus og Belleforests á Bandello, þó að hann hafi notað ítalska textann í þeim tilfellum þar sem þær höfðu ekki komið út á frönsku enn. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.