Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 24
23
ekki kynnt sér efnið nægilega vel.49 Kjarni sögunnar, og sá boðskapur sem
situr eftir í túlkun Ágústs, sé hinsvegar falinn í ákalli eftir „andlegum aðli“
og „menntuðu stórmenni“ sem geti lyft þjóðinni til vegs og virðingar og
horfið af braut skrílræðisins þar sem hinir fávísu ráða lögum og lofum í
krafti fjöldans.50
Skemmtun, fróðleikur og nytsemd
Í bréfasafni Jóns Trausta (sem réttu nafni hét Guðmundur Magnússon)
má finna bréf frá Ágústi sem varpa ljósi á ritstjórnarstörf hans og ritstjórn-
arstefnu Iðunnar. Þar greinir frá því að Ágúst hafi fengið bernskuminn-
ingar Guðmundar til yfirlestrar og mögulega til útgáfu í Iðunni. En Ágústi
líkaði ekki verkið þó honum þætti „söguefnið“ í sjálfu sér „gott“. Lýsing
Guðmundar á harðindum æskuáranna væri langdregin og „hnúturnar“ til
„mótstöðumannanna“ það auðsæjar að ekki væri von til að þeir sætu þegj-
andi undir þeim. Ágúst vildi því síður taka verk Guðmundar til birtingar,
en mælti með því að hann tæki sér hvíld frá ritstörfum um skamma hríð
en „skrifið svo, þegar skapið er rétt, vel liggur á yður og andinn kemur yfir
yður, glaða og létta sumarsögu, sem engin ónot eða útúrdúr eru í, og lofið
svo „Iðunni“ að verða hennar aðnjótandi“.51
Vissulega má líta svo á að Ágúst vilji fyrst og fremst tryggja gæði þess
efnis sem birtist á síðum Iðunnar, en augljóslega er honum umhugað um
að efnið sé ekki of umdeilt eða feli í sér óþægilega gagnrýni. Tímaritið
Iðunn er miklu frekar ætlað „léttum sumarsögum“ sem eiga að vera án allra
ónota. Þau verk sem birtust í tímaritinu bera þessari ritstjórnarstefnu vitni
og það sama má segja um bókmenntaumfjöllunina. Markmið útgáfunnar í
því tilliti er jafnt að fræða og skemmta. Sama gildir um umfjöllun Ágústs
um myndlistarmennina Einar Jónsson og Ríkharð Jónsson.52 Þó svo að
49 Ágúst H. Bjarnason „Jón Trausti. Bessi gamli. Gamansaga úr Reykjavík. Útg. Þorst.
Gíslason, Rvk. 1918“, Iðunn, 1–2/1918–19, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 152–4,
bls. 152.
50 Ágúst H. Bjarnason, „Jón Trausti. Bessi gamli“, bls. 154.
51 Lbs. 4428 4to, Bréfasafn Guðmundar Magnússonar, bréf frá ÁHB, 17. febrúar 1917.
Þess má geta að umfjöllun Ágústs um Samtíning (1920), sem kom út eftir fráfall
Guðmundar, var mjög jákvæð. Sjá: Ágúst H. Bjarnason, „Jón Trausti: Samtíningur.
Útg. Þorst. Gíslason, Rvk, 1920“, Iðunn, 4/1920–21, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls.
322.
52 Sjá: Ágúst H. Bjarnason, „Ríkharður Jónsson“, Iðunn, 3/1918–19, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 207–18, og Ágúst H. Bjarnason, „Einar Jónsson“, Iðunn, 3–4/1921–
22, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 214–34.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD