Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 59
58 sem hann þýðir, hver svo sem uppruni þeirra er, „Í þessum sögum [histor- ies] (sem ég kalla einnig Nóvellur)“.71 Það er því ljóst að í hans huga eru þau jafngild. Erfitt er að fullyrða að hvaða marki lesendur litu almennt á sagna- þætti úr smiðjum sagnaritara sem sannar sögur. Á þessum tíma var vax- andi andstaða við að blanda saman goðsögum og sagnaritun, eins og sjá má í afstöðu manna til frásagna um Artúr konung í enskri sögu undir lok sextándu aldar.72 Það skiptir þó ekki meginmáli hvort höfundar trúðu því í raun og veru að sögurnar væru sannleikanum samkvæmar; þeir fylgja í fótspor hefðarinnar og kynna þær svo, að þær séu byggðar á raunveruleg- um sögulegum atburðum. Þetta má sjá í orðum Painters: „Því í þessum nýlundum (e. newes) eða Nóvellum hér fram settar“ og í upphafi og við lok margra nóvella í safni hans.73 Til dæmis segir í inngangi að nóvellu, I. 46, „Countesse of Salesburie“: „[…] að höfundur hennar hafi kannski ekki réttlega gefið upp nöfn á þátttakendum í þessum atburðum“, og þannig er gefið í skyn að höfundurinn geri það í öðrum sögum.74 Painter gerir greinarmun á sönnum sögum og ósönnum og vísar til orða Síserós (oft nefndur Tullie á þessum tíma), um muninn: „á nytsemi sem finna má á milli ósannra frásagna (e. fables) & líflegra útlegginga sannra sagna (e. histories)“.75 Hann byggir þýðingu sína, val sitt á efni, byggingu og samsvörunum, á því grundvallarviðhorfi að sögur séu kennslutæki til upp- fræðslu um siðferðileg málefni, þ.e.a.s. að hin siðferðilegu vafamál og ris og fall sögulegra persóna séu gagnleg sem dæmisögur. Sagnaritarar forn- aldar lýstu löstum og dyggðum og í verkum þeirra voru söguleg vandamál, siðferðileg vandamál. Kennslufræði húmanista gekk út frá því að lestur slíks efnis gerði nemendur dygðuga.76 Erasmus staðhæfir í verki sínu The Education of a Christian Prince: 71 Painter, The Palace of Pleasure, *3v. 72 Helen Moore, „Romance“, A Companion to English Renaissance Literature and Cult- ure, ritstj. Michael Hattaway, Oxford: Blackwell, 2000, bls. 318–19. 73 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶2r. 74 Sama rit, fol. 260r; Ppp4r. Aðrir þýðendur gera svipaða hluti eða taka jafnvel enn sterkara til orða. Sjá t.d. Bandello og Fenton, Certaine tragicall discourses: *3r. og orð þýðandans R.S. í Bandello, Straunge, Lamentable, and Tragicall Hystories. Translated out of French into Englishe by R.S. 75 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶¶2r. 76 Um sagnaritara fornaldar sjá: Erich Auerbach, Mimesis: The Representation of Reality in Western Literature, þýð. Willard R. Trask, Princeton, New Jersey: Princeton University Press, 1974, bls. 38. Ásdís siGmundsdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.