Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 59
58
sem hann þýðir, hver svo sem uppruni þeirra er, „Í þessum sögum [histor-
ies] (sem ég kalla einnig Nóvellur)“.71 Það er því ljóst að í hans huga eru
þau jafngild.
Erfitt er að fullyrða að hvaða marki lesendur litu almennt á sagna-
þætti úr smiðjum sagnaritara sem sannar sögur. Á þessum tíma var vax-
andi andstaða við að blanda saman goðsögum og sagnaritun, eins og sjá
má í afstöðu manna til frásagna um Artúr konung í enskri sögu undir lok
sextándu aldar.72 Það skiptir þó ekki meginmáli hvort höfundar trúðu því
í raun og veru að sögurnar væru sannleikanum samkvæmar; þeir fylgja í
fótspor hefðarinnar og kynna þær svo, að þær séu byggðar á raunveruleg-
um sögulegum atburðum. Þetta má sjá í orðum Painters: „Því í þessum
nýlundum (e. newes) eða Nóvellum hér fram settar“ og í upphafi og við
lok margra nóvella í safni hans.73 Til dæmis segir í inngangi að nóvellu, I.
46, „Countesse of Salesburie“: „[…] að höfundur hennar hafi kannski ekki
réttlega gefið upp nöfn á þátttakendum í þessum atburðum“, og þannig er
gefið í skyn að höfundurinn geri það í öðrum sögum.74
Painter gerir greinarmun á sönnum sögum og ósönnum og vísar til orða
Síserós (oft nefndur Tullie á þessum tíma), um muninn: „á nytsemi sem
finna má á milli ósannra frásagna (e. fables) & líflegra útlegginga sannra
sagna (e. histories)“.75 Hann byggir þýðingu sína, val sitt á efni, byggingu og
samsvörunum, á því grundvallarviðhorfi að sögur séu kennslutæki til upp-
fræðslu um siðferðileg málefni, þ.e.a.s. að hin siðferðilegu vafamál og ris
og fall sögulegra persóna séu gagnleg sem dæmisögur. Sagnaritarar forn-
aldar lýstu löstum og dyggðum og í verkum þeirra voru söguleg vandamál,
siðferðileg vandamál. Kennslufræði húmanista gekk út frá því að lestur
slíks efnis gerði nemendur dygðuga.76 Erasmus staðhæfir í verki sínu The
Education of a Christian Prince:
71 Painter, The Palace of Pleasure, *3v.
72 Helen Moore, „Romance“, A Companion to English Renaissance Literature and Cult-
ure, ritstj. Michael Hattaway, Oxford: Blackwell, 2000, bls. 318–19.
73 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶2r.
74 Sama rit, fol. 260r; Ppp4r. Aðrir þýðendur gera svipaða hluti eða taka jafnvel enn
sterkara til orða. Sjá t.d. Bandello og Fenton, Certaine tragicall discourses: *3r. og orð
þýðandans R.S. í Bandello, Straunge, Lamentable, and Tragicall Hystories. Translated
out of French into Englishe by R.S.
75 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶¶2r.
76 Um sagnaritara fornaldar sjá: Erich Auerbach, Mimesis: The Representation of Reality
in Western Literature, þýð. Willard R. Trask, Princeton, New Jersey: Princeton
University Press, 1974, bls. 38.
Ásdís siGmundsdóttiR