Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 30
29
mynd var skynsemi mannsins þáttur í samfelldri náttúrulegri þróun, og
einungis stigsmunur en ekki eðlismunur milli hins ólífræna og lífræna og
þess meðvitaða og ómeðvitaða.68 Tilvera mannsins og veruleikinn í heild
sinni var heildstætt náttúrulegt ferli.
Sú nýja heimsmynd sem Ágúst kynnti fyrir lesendum Iðunnar hafði
einnig til að bera þekkingarfræðilega hlið sem ólíkt hinni eldri heimsmynd
lagði ekki áherslu á vissu sem náði út fyrir mörk hins náttúrulega heims.
Möguleikar mannsins á öruggri þekkingu voru bundnir við skynheim
hans.69 Og í því ljósi var trúin ekki forsenda eða nauðsynlegt skilyrði þekk-
ingar heldur lagði Ágúst þvert á móti áherslu á að „efagirnin og vísindaiðj-
an“ væru „blessunarríkari“ og færðu manninum „þúsundfaldan ávöxt“.70
Ágúst sækir því í niðurstöður vísindamanna á sviði eðlis-, efna- og líffræði
en treystir jafnframt á heimspekilegan grundvöll sem rekja má til þróun-
arhyggju Herberts Spencer og einhyggju Spinoza.71
Ágúst gerði grein fyrir uppbyggingu greinaraðarinnar strax í upphafi,
og þar kemur fram að hann ætlaði sér að skipta henni í þrjá meginhluta: 1)
um uppruna og þróun efnisins, 2) um uppruna og þróun lífsins og 3) um
uppruna og þróun meðvitundarinnar. Greinarnar sex sem birtust í Iðunni
spönnuðu hinsvegar einungis fyrstu tvo hlutana og tóku því ekki til með-
vitundarlífs mannsins. Ekki verður þó annað sagt en að Ágústi takist ætl-
unarverk sitt að öðru leyti. Greinarnar gera skilmerkilega grein fyrir upp-
runa og þróun sólkerfisins, með hvaða hætti ólík frumefni verða til, ólíku
eðli þeirra og mismunandi eiginleikum, til að mynda flóknari sameindum
sem að lokum taka á sig mynd lífrænna efnasambanda og mynda grundvöll
lifandi vera á forsendum þeirrar vísindalegu þekkingar sem þá var í góðu
gildi. Sem slíkar voru greinarnar fyrirtaks inngangur að undirstöðuatrið-
um nútíma stjörnu-, eðlis-, efna- og lífefnafræði. Ágúst lagði t.a.m. tölu-
vert upp úr myndrænni framsetningu og að gera efnið sem aðgengilegast.
Þrátt fyrir það voru greinarnar gagnrýndar fyrir að vera bæði of strembnar
og of vísindalegar fyrir hinn almenna lesenda.72
Í þessu ljósi vaknar sú spurning hvort túlka eigi þá staðreynd að Ágúst
lauk ekki við greinaflokkinn sem einhvers konar uppgjöf, að efnið hafi
68 Sama heimild, bls. 36.
69 Sama heimild, bls. 37.
70 Ágúst H. Bjarnason, „Heimsmyndin nýja“, Iðunn, 4/1916–17, ritstj. Einar H.
Kvaran og Ágúst H. Bjarnason, bls.312 –18, bls. 313–4.
71 Ágúst H. Bjarnason, „Heimsmyndin nýja“, Iðunn, 1/1915–16, bls. 37–8.
72 [St.], „Ritfregn“, bls. 1.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD