Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 161

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 161
160 Birtingur hefur algjöra sérstöðu meðal íslenzkra tímarita að því leyti, að hann hefur engan milljónung, engan ríkisstyrk, ekkert skipulagt lið, engan lófaloðinn sérhagsmunahóp á að treysta. Hann hefur jafnan staðið með íslenzku þjóðinni gegn óvinum hennar innan lands og utan með þeim afleiðingum, að sum vestræn málgögn hafa naumast árætt að segja frá útkomu hans og efni (í skrifuðum orðum er honum sendur hjálmtýskur tónn í Lesbók Morgunblaðsins), en stundum hafa dunið á honum uppsagnir úr austri af sömu sökum. Hann hefur aldrei hirt um að dekra við atómljóðafjendur, abstrakt- hatara né handhafa neins konar annarra átoríseraðra sjónarmiða. Við höfum aldrei haft fé til að auglýsa ritið, tíma né mannafla til að efla útbreiðslu þess. En það er Íslendingum til sóma, að þeir hafa skilið nauðsyn þess að til væri þó eitt frjálst tímarit á landi hér og tryggt útgáfu Birtings án eftirgangsmuna. (62) Birtingur er með öðrum orðum fjárhagslega veikur en sjálfstæður og óskuldbundinn „milljónungum“, ríki eða sérhagsmunahópum úti í bæ, hann er óháður pólitískum flokkum, fagurfræðilega framsækinn og stend- ur markaðslega á veikum grunni – en hann er „frjálst tímarit“ sem sækir styrk sinn til áskrifenda er hafa tryggt útgáfu hans „án eftirgangsmuna“. Með frelsi Birtings er átt við að hann sé opinn og óháður vettvangur fyrir skoðanaskipti, ólíkt hinum markaðsdrifnu fjölmiðlum þar sem skilaboðin séu ævinlega menguð pólitískum boðskap. Bætt er við að hingað til hafi „megingildi hans verið í því fólgið, að hann hefur haft áhrif á tiltölulega fámennan hóp, sem hefur áhrif á aðra“ (62). Þetta viðkvæði heyrðist einnig meðal erlendra ritstjóra lítilla tímarita.41 Hernaðarlegt líkingamálið um hjálmtýska tóninn í Lesbók Morgunblaðsins (hjálmtýska vísar til nafns ritstjóra blaðsins, Valtýs Stefánssonar) er for- vitnilegt. Það er dæmigert fyrir baráttu módernista gegn markaðsöfl- unum.42 Athugasemdin er að öllum líkindum hugsuð til þess að skerpa á vígstöðunni og til komin vegna þess að á sama tíma og þetta hefti Birtings 41 Sjá áðurnefnda grein Jane Dowson, „Interventions in the Public Sphere. Time and Tide (1920–30) and The Bermondsey Book (1923–30)“, The Oxford Critical and Cultural History of Modernist Magazines. Volume I, Britain and Ireland 1880–1955, bls. 532–533. 42 Hernaðarorðfærið sem iðulega er notað um módernismann og tímarit tengd honum má rekja til Ezras Pound sem sagði litlu tímaritin vera herlið á vígvelli. Sjá Suzanne W. Churchill og Adam McKible, „Introduction“, Little Magazines & Modernism. New Approaches, bls. 11–12. ÞRÖSTUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.