Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 143
142
er allar þessar konur með stæl og síðast en ekki síst bókmenntafræð-
ingur og gagnrýnandi á Aðalstöðinni.97
Krafan um „alþýðleika“ gagnrýnandans er gamalkunnug, en þó má sjá
breytingu í takt við ýmis sérkenni ljósvakamiðlanna, til dæmis meiri áherslu
á persónulega nánd og líflegt yfirbragð. Fram kemur í viðtalinu að Kolbrún
hafi orðið gagnrýnandi vegna þess að þáttastjórnanda á Aðalstöðinni,
Guðríði Haraldsdóttur, hafi vantað „gagnrýnanda í óformlega rabbþætti
um bókmenntir“, en eitt einkenni ljósvakamiðlanna er einmitt að þeir
skapa tilfinningu fyrir óformlegum, persónulegum samskiptum. Kolbrún
tekur fram að Guðríður sé „mjög ósnobbuð og lítið gefin fyrir titlatog og
þættirnir tak[i] mið af því“ og að viðbrögð við þáttunum hafi verið „alls
ólík þeim sem bókmenntaþættir fá venjulega“. Ólíklegasta fólk sjái sig
„knúið til að skrifa lesendabréf um bókmenntaþátt Aðalstöðvarinnar“ og
fólk stöðvi Kolbrúnu úti á götu til að ræða þættina. Áhersla er því lögð á
alþýðleika og óformlega umgjörð þessarar bókaumfjöllunar, sem stillt er
upp sem andstæðu hefðbundinnar bókmenntaumræðu, og Kolbrún byggir
upp einlæg tengsl við lesendur viðtalsins er hún viðurkennir að hún láti
sér það „ekki koma til hugar“ að hún sé „afburða gagnrýnandi“, hún eigi
„margt ólært“ og „geri vitanlega mistök“.98 Hún segir jafnframt að það
gefi sér „svo mikla lífsfyllingu að fjalla um bækur“ og sambandi sínu við
bókmenntirnar lýsir hún sem tilfinningaþrungnu:
Ég er ákaflega hrifnæm og ef bókmenntaverk snertir mig djúpt græt
ég. Ég veit ekki hvort þetta er kostur eða löstur á gagnrýnanda.99
Keith Miller hefur bent á að það sé einmitt hin mannlega hlið bæði gagn-
rýnandans og listamannsins sem opni gáttina að listaverki fyrir hinn venju-
lega lesanda. Þegar við höfum fundið fyrir slíkri tengingu við efnið verð-
um við opnari fyrir listaverki sem annars gæti virst erfitt að nálgast, þ.e. ef
tekið sé næsta skref þar sem gagnrýnandinn leiðir okkur frá persónuleika
listamannsins og að djúpri greiningu á verkinu. Vanti á hinn bóginn þessa
djúpu analýsu verði gagnrýni að „innantómum klappstýrufagnaðarlátum
sem geri lítið annað en skapa persónuleikakölt kringum listamann sem
skapar verk sem eru ef til vill „mikilvæg“ og á sama tíma torskiljanleg (að
97 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, „Ágætasta fólk gleymir skynseminni í bókmennta-
umræðunni“, viðtal við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, Pressan, 18. júlí 1991, bls. 21.
98 Sama rit, bls. 21.
99 Sama rit, bls. 21.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR