Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 90
89
„Konan sem skrifaði þessa bók veit meira um ástina en nokkur annar í
veröldinni“ segir þjónustukona við Jane Austen í samræðum um skáld-
sögu hennar Sense and Sensibility í bresku sjónvarpsmyndinni Miss Austen
Regrets.1 Þessi orð myndarinnar fanga ekki síst stöðu Jane Austen í nútím-
anum sem hjúskaparmiðlara en til hennar leitar fólk sem þarf að fá ráð-
leggingar í ástarmálum sínum. Bókum Jane Austen hefur þannig verið
breytt í sjálfshjálparbækur og er skáldkonan í senn ástargyðja, viskubrunn-
ur, kennslukona, eða lífstílsgúru sem leiðir lesendur á rétta braut í lífinu
líkt og sjá má á öllum þeim fjölda endurritana sem skrifaðar hafa verið upp
úr bókum hennar. Þar má m.a. finna stefnumótabækur, vegasögur, ýmsar
sjálfshjálparbækur, og sjálfsævisögur um líf í Austen, auk fjölda skáldsagna
þar sem skáldkonan birtist sem persóna sem leiðir aðalhetjuna út úr villu
síns vegar.
Að sama skapi virðist lesturinn á verkum Jane Austen félagsleg athöfn
eins og sést skýrt á því að iðulega birtast spurningalistar við lok þeirra bóka
sem snúast um Austen-tengda menningu. Spurningalistarnir eru samdir
fyrir þá leshringi sem hugsanlega hafa áhuga á að taka viðkomandi verk til
umræðu, en leshringurinn er gjarnan hugsaður sem sjálfsmótunartæki, þar
sem hópur einstaklinga kemur saman í þeim tilgangi að bæta líf sitt, þrosk-
ast og öðlast sjálfsskilning.
Í þessari grein er kenningum um leshringi kvenna beitt á sameiningar-
1 Miss Austen Regrets, leikstj.: Jeremy Lovering, handrit: Gwyneth Hughes, framl.:
David Thompson o.fl., aðalhl.: Olivia Williams, Imogen Poots, Greta Scacchi
og Hugh Bonneville, 2008: „The woman who wrote this book, she knows more
about love than anyone else in the world.“ Allar þýðingar eru mínar nema annars
sé getið.
alda björk Valdimarsdóttir
Viska Jane Austen og ferð lesandans
Leshringir og sjálfshjálparmenning
Ritið 2/2015, bls. 89–114