Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 43
42
sem litu samtímis aftur, til texta frá annarri menningu sem þegar hafði öðl-
ast sess, og áfram, til viðtakenda sem voru í óða önn við að skapa nútíma-
menningu á Englandi. Sú menning átti í sífelldum samræðum við hina
klassísku (erlendu) menningu fornaldar. Sá fjöldi breytinga, viðbóta og
umræðna sem finna má í þýðingu Painters, ber þessari stöðu þýðandans
sem milliliðs vitni.
Aðferðin sem fólst í því að láta hinn þýdda texta laga sig að aðstæðum
og viðhorfum samtímans hafði einnig áhrif á þýðendur klassískra verka
eins og sjá má af þessari lýsingu Thomas Drant frá 1566:
Fyrst hef ég gert eins og mönnum guðs var skipað að gera við þær
konur sem þeir fönguðu sem voru myndarlegar og fallegar: ég hef
rakað af honum [textanum] hárið, & snyrt á honum neglurnar (það
er að segja) ég hef þurrkað út oflæti hans og ýkjur. […] Ég hef bætt
við (til að forðast óræðni), og stundum til að bæta efnið, miklu frá
eigin brjósti. Ég hef bætt röksemdir hans, aukið og bætt líkingar
hans, mýkt hörku hans, lengt hirðlegar ræður hans, breytt og mikið
bætt orðfæri hans, en ekki merkingu: eða að minnsta kosti (þori ég
að fullyrða) ekki ætlun hans, í stuttu máli ef þið getið talið það mitt
verk: gerið það.25
Hann hefur fjarlægt oflæti textans og aukið við hann til að „bæta efnið.“
Færslan frá lærðum útlistunum miðalda til frjálsrar bókmenntalegr-
ar aðlögunar var jafnvel skýrari í franskri bókmenntasögu, en hún hafði
mikil áhrif á enskar þýðingaraðferðir líka.26 Þetta var jafnvel enn algeng-
ara í þýðingum á samtímatextum sem komu út á þessu tímabili, mögulega
vegna þess að þær höfðu ekki sömu virðingarstöðu og klassísku verkin.
Belleforest, sem var milliliður fyrir ensku þýðendurna, lýsir verkefni sínu
þannig:
það sem ég hef gert, ég hef ekki leyft mér að verða fyrir áhrifum frá
því hvernig tiltekinn höfundur talar: ég hef gert ríkulegri málsgrein-
ar hans með því að bæta við vísunum, dæmum, ræðum & bréfum,
eins og ég hef talið nauðsynlegt. Og einnig, til að skreyta betur sög-
una, sem lengi hefur verið tileinkuð þér, herra, hef ég dregið saman
25 Horace, A medicinable morall, that is, the two bookes of Horace his satyres. þýð. Thomas
Drant, London: In Fletestrete by Thomas Marche, 1566, a3v–a4r.
26 Inngangur James S. Holmes að verki Estienne Dolet La manière de bien traduire
d’une langues en aultre, sem birtist í: Daniel Weissbort og Ástradur Eysteinsson,
Translation: Theory and Practice, Oxford: Oxford University Press, 2006, bls. 74.
Ásdís siGmundsdóttiR