Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 67
66
átti ekki síst við um Grænland sem varð dönsk nýlenda á þriðja áratugi
18. aldar með komu trúboða og fulltrúa dansk-norska ríkisins til landsins.
Einu íbúarnir á þessum tíma voru Inúítar sem voru kristnaðir smám saman
á 18. og 19. öld. Afarlítið var vitað um landið á þessum tíma, til dæmis
ekki hvort það væri eyja eða ekki. Á ofanverðri 18. öld velti þýski trúboð-
inn, rithöfundurinn og Grænlandsfarinn, David Crantz, því fyrir sér hvort
Grænland væri eyja eða ekki enda væru nyrstu hlutar landsins ókannaðir;3
þeirri spurningu var ósvarað á því tímabili sem hér er til umfjöllunar og
það varð ekki að fullu ljóst fyrr en um aldamótin 1900 að Grænland væri
eyja.
Á Íslandi bjó hins vegar fólk sem lengi hafði haft tengsl við Evrópu,
bæði menningarleg og með verslun; frá öndverði 17. öld þó einkum við
Danmörku eftir að einokunarverslun var tekin upp árið 1702. Eigi að síður
hafði landinu og íbúum þess löngum verið lýst sem undarlegum og fram-
andi frá fyrstu erlendu lýsingum á 12. og 13. öld.4
Kenning mín er sú að á umfjöllunartímabilinu hafi ytri ímyndir þess-
ara tveggja landa um margt enn verið svipaðar, eins og lengi hafði verið,
þrátt fyrir að löndin, íbúarnir og menning þeirra hafi verið ólík. Í grein-
inni rökstyð ég þá tilgátu að margir hafi litið á þessi tvö lönd sem hluta
sama svæðis, utan siðmenningar og utan „Evrópu“, svipað og Benedikt
Gröndal lýsti hér að framan. Þau og lífshættir íbúanna þar hafi því fremur
verið talin líkjast aðstæðum utan Evrópu, í Ameríku og Afríku. Þessi kenn-
ing er í andstöðu við þær hugmyndir sem hafa verið ráðandi á Íslandi og í
Skandinavíu frá 19. öld að litið hafi verið á Ísland sem hluta Evrópu, jafn-
vel einstaklega mikilvægan hluta í menningarlegu tilliti.
Hér ber einnig að líta til þess að allt frá árdögum sjálfstæðisbaráttu
Íslendinga var lögð megináhersla á að aðgreina Ísland og Grænland og
berjast gegn þeim skoðunum að löndin tvö og mannlíf þar væru talin svip-
uð eins og þjóðskáldið Matthías Jochumsson lýsti í kvæði sínu „Ísland og
Grænland“ frá árinu 1884. Þar fjallaði hann annars vegar um Íslendinga og
hins vegar Grænlendinga:
3 David Crantz, The History of Greenland: Containing a Description of the Country, and
its Inhabitants: and Particularly, a Relation of the Mission, Carried on for Above These
Thirty Years by the Unitas Fratrum, at New Herrnhuth and Lichtenfels, in that Country,
London: The Brethren’s Society for the Furtherance of the Gospel among the
Heathen, 1767, I, bls. 1.
4 Sumarliði R. Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum, bls. 57–73. Nokkrir drættir í grein-
inni líkjast grein höfundar sem birtist í tímaritinu Sjuttonhundratal. Nordic Yearbook
for Eighteenth-Century Studies, 2015, bls. 55–72.
sumaRliði R. ísleifsson