Peningamál - 01.11.2000, Page 3
ingastefnu. Verri horfur um útflutningsframleiðslu,
hærra vaxtastig, lægra verð hlutabréfa, vaxandi
greiðslubyrði af skuldum, meiri skattbyrði og al-
mennt minni bjartsýni mun að líkindum stuðla að enn
meiri hjöðnun eftirspurnaraukningar á næsta ári. Því
er líklegt að hagvöxtur minnki umtalsvert frá því sem
er á þessu ári. Að þessu stuðlar einnig að aðhald í
ríkisfjármálum hefur aukist á síðustu tveim árum og
hefði innlend eftirspurnarþensla orðið mun meiri án
þess. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og við-
skiptahalla væri reyndar æskilegt að auka aðhaldið
frekar. Á næsta ári eykst aðhaldsstigið lítillega til
viðbótar því sem þegar er.
Útlánaþensla hefur enn ekkert hjaðnað. Reyndar
var tólf mánaða aukning útlána innlánsstofnana til
loka september meiri en hún var á fyrri hluta ársins.
Að einhverju leyti gæti það skýrst af áhrifum lægra
gengis á gengisbundin útlán bankanna og beinum út-
lánum innlendra lánastofnana til erlendra aðila. Mikil
útlánaaukning er áhyggjuefni ekki aðeins sakir þess
að hún kyndir undir ofþensluna innanlands heldur
ekki síður vegna þess að hún felur í sér aukna hættu
fyrir innlent fjármálakerfi ef hagvöxtur og aukning
kaupmáttar minnkar verulega eða snýst í hreinan
samdrátt. Áfram er erlend fjármögnun bankanna ein
helsta undirrót útlánaukningarinnar. Það felur í sér
viðbótaráhættu fyrir fjármálalegan stöðugleika,
sérstaklega ef hún byggist á mikilli skammtímafjár-
mögnun. Í þessu hefti Peningamála er í sérstakri
grein fjallað um þróunina á þessu ári varðandi þá
þætti sem mestu skipta varðandi fjármálastöðugleika.
Sem fyrr segir er stefnan í peningamálum um
þessar mundir aðhaldssamari hvað vextina varðar en
nokkru sinni síðan núverandi skipan fjármálakerfis
og peningastjórnunar komst á. Raunstýrivextir
Seðlabankans eru nú 5½% miðað við verðbólguálag
ríkisskuldabréfa og skammtímavaxtamunur gagnvart
útlöndum er tæp 6½%. Að auki hafa erlendir vextir
hækkað og vaxtaálög sem innlendir lántakendur sæta
ofan á þá. Einnig er mikilvægt að verðtryggðir lang-
tímavextir hafa hækkað umtalsvert að undanförnu og
óverðtryggðir vextir bankanna höfðu fyrir vaxta-
hækkun Seðlabankans hækkað nokkru meira en
Seðlabankavextir frá áramótum. Því er orðið erfiðara
að komast framhjá aðhaldi hærri Seðlabankavaxta í
gegnum erlendar lántökur eða með verðtryggðum
innlendum lánum. Áhrifa hærri stýrivaxta Seðla-
bankans gætir því nú með fullum þunga og stuðla að
því að draga úr eftirspurn og treysta forsendur verð-
stöðugleika á næstu misserum. Seðlabankinn mun
reka aðhaldssama peningastefnu þar til ótvíræð
merki sjást um að úr ofþenslunni dragi og að verð-
bólga stefni örugglega á það stig sem er í viðskipta-
löndum.
2 PENINGAMÁL 2000/4