Peningamál - 01.11.2000, Page 3

Peningamál - 01.11.2000, Page 3
ingastefnu. Verri horfur um útflutningsframleiðslu, hærra vaxtastig, lægra verð hlutabréfa, vaxandi greiðslubyrði af skuldum, meiri skattbyrði og al- mennt minni bjartsýni mun að líkindum stuðla að enn meiri hjöðnun eftirspurnaraukningar á næsta ári. Því er líklegt að hagvöxtur minnki umtalsvert frá því sem er á þessu ári. Að þessu stuðlar einnig að aðhald í ríkisfjármálum hefur aukist á síðustu tveim árum og hefði innlend eftirspurnarþensla orðið mun meiri án þess. Í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og við- skiptahalla væri reyndar æskilegt að auka aðhaldið frekar. Á næsta ári eykst aðhaldsstigið lítillega til viðbótar því sem þegar er. Útlánaþensla hefur enn ekkert hjaðnað. Reyndar var tólf mánaða aukning útlána innlánsstofnana til loka september meiri en hún var á fyrri hluta ársins. Að einhverju leyti gæti það skýrst af áhrifum lægra gengis á gengisbundin útlán bankanna og beinum út- lánum innlendra lánastofnana til erlendra aðila. Mikil útlánaaukning er áhyggjuefni ekki aðeins sakir þess að hún kyndir undir ofþensluna innanlands heldur ekki síður vegna þess að hún felur í sér aukna hættu fyrir innlent fjármálakerfi ef hagvöxtur og aukning kaupmáttar minnkar verulega eða snýst í hreinan samdrátt. Áfram er erlend fjármögnun bankanna ein helsta undirrót útlánaukningarinnar. Það felur í sér viðbótaráhættu fyrir fjármálalegan stöðugleika, sérstaklega ef hún byggist á mikilli skammtímafjár- mögnun. Í þessu hefti Peningamála er í sérstakri grein fjallað um þróunina á þessu ári varðandi þá þætti sem mestu skipta varðandi fjármálastöðugleika. Sem fyrr segir er stefnan í peningamálum um þessar mundir aðhaldssamari hvað vextina varðar en nokkru sinni síðan núverandi skipan fjármálakerfis og peningastjórnunar komst á. Raunstýrivextir Seðlabankans eru nú 5½% miðað við verðbólguálag ríkisskuldabréfa og skammtímavaxtamunur gagnvart útlöndum er tæp 6½%. Að auki hafa erlendir vextir hækkað og vaxtaálög sem innlendir lántakendur sæta ofan á þá. Einnig er mikilvægt að verðtryggðir lang- tímavextir hafa hækkað umtalsvert að undanförnu og óverðtryggðir vextir bankanna höfðu fyrir vaxta- hækkun Seðlabankans hækkað nokkru meira en Seðlabankavextir frá áramótum. Því er orðið erfiðara að komast framhjá aðhaldi hærri Seðlabankavaxta í gegnum erlendar lántökur eða með verðtryggðum innlendum lánum. Áhrifa hærri stýrivaxta Seðla- bankans gætir því nú með fullum þunga og stuðla að því að draga úr eftirspurn og treysta forsendur verð- stöðugleika á næstu misserum. Seðlabankinn mun reka aðhaldssama peningastefnu þar til ótvíræð merki sjást um að úr ofþenslunni dragi og að verð- bólga stefni örugglega á það stig sem er í viðskipta- löndum. 2 PENINGAMÁL 2000/4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.