Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 45
44 PENINGAMÁL 2000/4 að meðaltali á hverju binditímabili er að gera þeim kleift að nota innstæðu á bindireikningum sem högg- deyfi til að mæta sveiflum í lausafjárstöðu, sem ann- ars myndu valda vaxtasveiflum á millibankamark- aðnum. Hér á landi veldur fyrirkomulag innheimtu tekna ríkissjóðs, svo að dæmi sé tekið, verulegum sveiflum í lausafjárstöðu innlánsstofnana milli mán- aða. Ástæðan er sú að virðisaukaskattur er innheimt- ur á tveggja mánaða fresti (með gjalddaga 5. dag mán- aðar).15 Auk innheimtu ríkissjóðs geta fjölmargar aðrar ástæður legið að baki sveiflna í lausafjárstöðu. Bindihlutföllin eru tvö, annars vegar 1,5% fyrir ráðstöfunarfé þar sem upprunalegur binditími skuld- bindinganna er 1 ár eða lengri og hins 4% fyrir annað ráðstöfunarfé. Vextir bindiskyldu eru auglýstir og tilkynntir fyrirfram og liggja á milli vaxta viðskiptareikninga og daglána. Endurhverf viðskipti Eftir breytinguna 1998 fara endurhverf viðskipti Seðlabanka fram vikulega – á þriðjudögum – og eru í boði samningar til tveggja vikna. Í raun fer fram uppboð á endurhverfum samningum og tilkynnir Seðlabankinn fyrirfram hvort hann hyggst kaupa eða selja verðbréf á uppboðinu. Uppboðin geta auk þess verið breytileg eftir því hvort Seðlabankinn fastsetur þá ávöxtun sem um er að ræða eða fjárhæð útboðsins en þá ræðst ávöxtun viðskiptanna á uppboðinu. Í fyrra tilvikinu ræðst heildarfjárhæð samninganna af tilboðum lánastofnana. Sömu stofnanir hafa aðgang að uppboðum endurhverfra samninga og bindiskyld- an nær til og gildir reyndar sú regla um öll viðskipti lánastofnana við Seðlabankann. Fram til þessa hefur Seðlabankinn eingöngu notað þá aðferð að festa ávöxtun í uppboðunum. Kostur hennar er að bankinn sendir skýr skilaboð um vaxtastigið. Hin leiðin, þ.e. að takmarka fjárhæð samninga sem eru í boði, felur í sér að nokkur óvissa getur skapast um hver ávöxtun- in verður á uppboðinu og miklu skiptir að útboðsfjár- hæðin sé rétt áætluð til að vaxtaþróunin verði sú sem Seðlabankinn óskar. Í fljótu bragði kann að virðast nokkuð áhættusamt að láta heildarfjárhæð fyrir- greiðslu Seðlabankans ráðast af tilboðum lánastofn- ana en hafa ber í huga að bankinn reynir ekki að stýra peningamagni heldur skammtímavöxtum og mark- mið hans er að hafa áhrif á aðra vexti, gjaldeyris- hreyfingar, gengi og eftirspurn í hagkerfinu. Endan- legt markmið hans er síðan stöðugt verðlag. Fræði- lega skiptir ekki máli, sé spurn eftir fyrirgreiðslu skil- greint samband, hvort vextir eða fjárhæð samninga er fastsett. Það þýðir að spurn eftir grunnfé Seðlabank- ans ætti ekki að vera mismunandi eftir því hvort verðið eða magnið er ákveðið. Tilteknum vöxtum samsvarar ákveðin spurn og væri framboð samninga ákveðið ættu vextirnir að vera þeir sömu. Lokaorð Næsta verkefni á þessu sviði er að leysa Seðlabank- ann frá því að vera viðskiptavaki ríkisvíxla. Eins og þegar er nefnt eru nú í undirbúningi samningar á veg- um Lánasýslu ríkisins og markaðsaðila á Verðbréfa- þinginu um þátttöku þeirra í frumsölu ríkisvíxla og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Þá munu skapast skil- yrði til þess að Seðlabankinn dragi sig til hlés. Það fyrirgreiðslukerfi sem Seðlabankinn kom á fót árið 1998 hefur reynst vel. Það virðist skila stefnu bankans í vaxtamálum til markaðsaðila með skýrum hætti og undanfarin tvö ár hafa óverðtryggð vaxta- kjör lánastofnana og peningamarkaðsvextir í megin- atriðum fylgt stýrivöxtum Seðlabankans. Þá hafa gjaldeyrisstraumar og gengi yfirleitt hreyfst með til- ætluðum hætti þegar Seðlabankinn hefur breytt vöxt- um sínum. Áhrif stýrivaxta bankans á spurn eftir út- lánum virðast hins vegar óvissari og koma fram með lengri töf. Því veldur að líkindum mikið vægi verð- tryggingar á lánamarkaðnum þar sem raunávöxtun verðtryggðra liða fylgir ekki stýrivöxtum bankans. Tilvísanir Már Guðmundsson og Yngvi Örn Kristinsson (1997), „Peningastefna á Íslandi á 10. áratugnum“, Fjármálatíðindi, 44, bls. 103-128.. Þórarinn G. Pétursson (1996), „Tímaróf vaxta og skammtímavaxtaspár“, Fjármálatíðindi, 43, bls. 169-183. Palle S. Andersen og Már Guðmundsson (1998), „Inflation and Disinflation in Iceland“, Working Papers, 1, Seðlabanki Íslands. Bjarni Bragi Jónsson (1998), „Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi“, sérrit 3, Seðlabanki Íslands. Ársskýrsla Seðlabanka Íslands 1998, bls. 20. 15. Binditímabilið var valið með það fyrir augum að jafna á milli tveggja tímabila þegar virðisaukaskattur fellur í gjalddaga þannig að helmingur binditímabilsins liði fram að gjalddaga skattsins og helmingur þess á eftir gjalddaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.