Peningamál - 01.11.2000, Side 10

Peningamál - 01.11.2000, Side 10
PENINGAMÁL 2000/4 9 verðmæti innflutnings jókst mun meira en magn hans. Rösklega þriðjung vaxtar innflutningsverð- mætis janúar-september frá sama tímabili í fyrra má rekja til verðhækkunar eldsneytis. Töluverður inn- flutningur skipa og flugvéla og hráefna til stóriðju átti einnig nokkurn hlut að máli. Innflutningur neysluvöru í heild jókst hins vegar fremur lítið eða um rúmlega 1% að magni, þótt samsetningin hafi breyst nokkuð. Dregið hefur úr innflutningi bifreiða en innflutningur annarrar varanlegrar og hálfvaran- legrar neysluvöru vex áfram af krafti. Ólíkt vöruútflutningi hefur útflutningur þjónustu einkennst af örum vexti, sem virðist ná til allra helstu þátta þjónustuútflutnings, samgangna, ferðaþjónustu og annarrar þjónustu. Eigi að síður jókst hallinn, því að innflutningur þjónustu jókst enn meira. Útflutt þjónusta fyrri helming ársins jókst um tæpan fjórð- ung á föstu gengi, en innflutt þjónusta enn meira eða um tæpan þriðjung. Útlánavöxtur er enn óhóflegur Einhver skýrasta vísbendingin um ofþenslu í þjóðar- búskapnum á síðustu árum hefur verið fádæma ör vöxtur útlána. Vöxtur útlána á yfirstandandi ári hefur reyndar ekki verið eins ör og um miðbik síðasta árs, en er samt mun meiri en heilbrigt getur talist. Í lok september sl. höfðu útlán innlánsstofnana aukist um 27% (að FBA meðtöldum 1999) á 12 mánuðum. Að auki hafði vöxtur útlána heldur aukist á frá því sl. vor, eftir nokkra hjöðnun í lok sl. árs. Á tveggja ára tímabili hafa útlán vaxið um meira en 50% að raungildi. Óhóflega örum vexti útána fylgir margvís- leg áhætta, bæði fyrir lánakerfið og þjóðarbúskapinn í heild (sjá grein um fjármálastöðugleika á bls. 29). Gæðum útlána kann að hraka og til að fjármagna útlánin þurfa lánastofnanir að leita í æ ríkari mæli á erlendan markað, því að innlendur sparnaður dugir skammt. Erlend lántaka hefur í för með sér gjald- miðlaáhættu fyrir lánastofnanir og innlenda lánþega. Á tímabílinu júní-september stóð erlent lánsfé á bak við tæplega tvo þriðju hluta útlánanna eða álíka mikið og á sama tímabili árið 1999. Það er því ljóst að enn sem komið er hafa vísbendingar um vaxandi gjaldmiðlaáhættu ekki fælt frá lántöku erlendis. Meðan fjármálastofnanir og fyrirtæki sem þau þjóna leita jafngreiðlega á erlenda lánamarkaði og verið hefur skilar aðhald peningastefnunnar sér ekki að fullu, enda hefur fyrirgreiðsla Seðlabankans, þar sem hærri vaxta er krafist, ekki átt þátt í því að fjármagna útlánavöxtinn. Þróunin hvað þetta varðar síðustu mánuðina er sýnd í töflu 4 en hún sýnir stutt tímabil Útflutningur þjónustu 1995-2000 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 1995 1996 1997 1998 1999 2000 5 10 15 20 25 Ma.kr. Mynd 5 Reiknað á föstu gengi 2. ársfj. 2000 Heimild: Hagstofa Íslands. Vöruskiptajöfnuður sem hlutfall af vöruútflutningi jan. 1997- sept. 2000 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S 1997 1998 1999 2000 0 5 -5 -10 -15 -20 -25 % Alls Án skipa og flugvéla Mynd 4 Hreyfanlegt 12 mánaða hlutfall Tafla 4 Vöxtur útlána innlánsstofnana og fjármögnun þeirra Aukning í ma.kr. Hlutfallsleg skipting í júní-september aukningarinnar (%) 1999 2000 1999 2000 Útlán ........................... 17,2 29,3 100,0 100,0 Innstæður .................... 6,1 5,0 35,5 17,1 Verðbréf, nettó ............ 5,6 16,5 32,6 56,3 Erlent lánsfé, nettó...... 11,5 18,8 66,9 64,2 Seðlabanki, nettó ........ -0,9 -1,0 -5,2 -3,4 Annað, nettó................ -5,1 -10,0 -29,7 -34,1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.