Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 28
Minni velta á krónumarkaði eftir því sem á árið hefur liðið Í upphafi árs leit út fyrir að velta á krónumarkaði slægi öll fyrri met. Eftir því sem liðið hefur á árið hefur þó dregið úr veltu jafnt og þétt og var velta síðustu fimm mánaða minni en velta sömu mánuði ársins 1999. Helstu skýringar á minni veltu eru aukn- ing daglánaviðskipta við Seðlabanka Íslands og hugsanlega aukin endurhverf viðskipti. Það að dag- lánaviðskipti aukast á sama tíma og viðskipti á milli- bankamarkaði með krónur dragast saman getur gefið vísbendingar um að einhver hluti markaðsaðila eigi í lausafjárerfiðleikum vegna fullnýttra lánalína á krónumarkaði. Mest hefur dregið úr veltu einnar nætur lána ef borið er saman tímabilið júlí til október á síðasta ári og sama tímabil á þessu ári. Sam- drátturinn nemur 41 ma.kr. en aukning daglána Seðlabankans á sama tíma nam 36 ma.kr. Staða endurhverfra samninga jókst um 7 ma.kr. á þessu síðara tímabili. Mynd 4 sýnir þróun viðskipta á krónumarkaði. Lítil viðskipti með lengri tíma samninga Viðskipti með lánasamninga sem eru til lengri tíma en eins mánaðar eru vart mælanleg sem hlutfall af heildarveltu á krónumarkaði. Því er ljóst að aðilar krónumarkaðarins nýta sér hann fyrst og fremst til að uppfylla lausafjárþörf sína. Ástæður þess að viðskipti með lengri samninga eru ekki meiri en raun ber vitni eru ekki einhlítar. Þó má gera ráð fyrir því að aðilar markaðarins telji of áhættusamt að binda fé í lengri samningum, þ.e. eins til tólf mánaða samningum, og um leið að það dragi úr möguleikum til að bregðast við vaxtabreytingum sem kynnu að verða í nánustu framtíð. Með því að eiga viðskipti með lengri lána- samninga væru aðilar að nota lánalínur sínar og skertu þar með möguleika sína til að nýta krónu- markaðinn til að uppfylla lausafjárþarfir sínar. Meira jafnvægi á skuldabréfamarkaði Eftir uppnámið á skuldabréfamarkaðnum í maí sl., þegar ávöxtunarkrafa hækkaði umtalsvert, hefur krafan lækkað nokkuð og virðist hafa náð nokkru jafnvægi. Meginskýringin á betra jafnvægi er væntanlega sú breyting sem gerð var á viðskiptavakt með húsbréf og húsnæðisbréf en þann 11. september fjölgaði viðskiptavökum úr tveimur í fimm. Ávöxt- unarkrafa húsbréfa lækkaði nokkuð í ágúst en hækk- aði aðeins aftur í september. Eftir birtingu fjárlaga- frumvarps í byrjun október hækkaði krafan aftur en sú hækkun gekk að hluta til baka. Þann 10. október var síðan birt verðbólgumæling mánaðarins sem sýndi 1% hækkun á milli mánaða, nokkuð umfram væntingar markaðsaðila. Í kjölfarið hækkaði krafa ríkisbréfa skarpt en krafa verðtryggðra bréfa lækkaði aðeins. Þegar verðbólga er mikil ætti verð verð- tryggðra skuldabréfa að hækka og þar með ávöxtun að lækka. Síðustu mánuði hefur verðbólga verið til- tölulega mikil, þótt hún hafi lækkað frá því í vor. Þrátt fyrir þessi skilyrði hafa verðtryggð skuldabréf lækkað í verði, ávöxtunarkrafa þ.a.l. hækkað. Ástæð- an er eflaust minnkandi fjárfesting stórra fjárfesta í skuldabréfunum. Þróun ávöxtunarkröfu í algengum flokkum spariskírteina og húsbréfa er sýnd á mynd 5. PENINGAMÁL 2000/4 27 1999 20001998 Viðskipti á krónumarkaði J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Ma.kr. til eins dags viku annarra tímalengda Mynd 4 Ávöxtun spariskírteina og húsbréfa á árinu 2000 Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. 4,6 4,8 5,0 5,2 5,4 5,6 5,8 6,0 6,2 6,4 6,6 6,8 7,0 % BH21-0115/H RS05-0410/K Mynd 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.