Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 12
með sér að hlutfall fjármunamyndunar af landsfram- leiðslu mælist nú nokkuð hærra en áður og munar þar tæpum 3% síðustu tvö árin. Þetta breytir þó tæpast heildarmyndinni í samanburði við aðrar þjóðir þar sem sambærilegar breytingar hafa verið gerðar. Þjóð- hagslegur sparnaður telst enn með lægsta móti, eða tæp 16% af landsframleiðslu, enda hefur breytingin ekki áhrif á mat á viðskiptajöfnuði. Vegna þess hve ákvarðanir sem hvíla á forsend- um spárinnar eru afdrifaríkar fyrir þjóðarbúskapinn er þjóðhagsáætlun einhver mikilvægasta hagspá hvers árs. Því er ástæða til að meta á gagnrýninn hátt áreiðanleika þeirra. Meðfylgjandi tafla gefur yfirlit um spár Þjóðhagsstofnunar fyrir árin 1998-1999. Af henni má ráða að umtalsverðar breytingar verða jafn- an frá fyrstu spám og þar til haggögn um viðkomandi ár liggja í meginatriðum fyrir. Að mikil óvissa sé í spám um innlenda hagþróun þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart í ljósi þess hve hagkerfið er opið og næmt fyrir sveiflum í ytri skil- yrðum. Það vekur þó athygli þegar spár síðustu ára eru skoðaðar að rætur óvissunnar virðast einkum liggja á eftirspurnarhlið. Reyndar hefur verið þrálát tilhneiging til þess að vanmeta styrk innlendrar eftir- spurnar á undanförnum árum. Árin 1998-2000 voru þjóðarútgjöld, sérstaklega fjármunamyndun en einn- ig einkaneysla, stórlega vanmetin í upphafi. Þannig jókst fjármunamyndun árið 1998 u.þ.b. fjórðung um- fram fyrstu spár og 9% árið 1999. Í þjóðhagsáætlun fyrir 2001 er spáð 11,1% vexti fjármunamyndunar á yfirstandandi ári, samanborið við 8,4% í marsspánni PENINGAMÁL 2000/4 11 Við endurbætur íslenskra þjóðhagsreikninga hefur verið tekið mið af þeim staðli sem gildir á Evrópska efnahags- svæðinu, ESA 95, og nýjum staðli Sameinuðu þjóðanna, SNA 93. Í megindráttum fylgja þessir staðlar hvor öðrum en ESA 95 staðallinn er nokkru ítarlegri. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland skuldbundið sig til að fylgja staðli Evrópusambandsins. Breytingarnar fela í sér nokkra tilfærslu á milli flokka ráðstöfunaruppgjörs, það er einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndunar, auk þess sem breyting hefir orðið á meðferð færslna lífeyris- skuldbindinga ríkis vegna opinberra starfsmanna. Hins vegar verða ekki miklar breytingar á landsframleiðslu. Hún mælist nokkru meiri fyrri hluta 10. áratugarins, eða um 0,2% til 1,2%, en 0,5 til 2% minni eftir það. Mestu munar árið 1999, en þar er að hluta um leiðréttingu bráða- birgðatalna að ræða. Einstaka liðir landsframleiðslunnar breytast öllu meira, einkum vegna þess að mörkin milli einkaneyslu og fjármunamyndunar eru dregin með öðrum hætti. Einka- neysla minnkar um 2% til 5% fyrri hluta tímabilsins en um 6% til 8% síðari hluta þess. Við þetta minnkar hlutur einkaneyslu úr tæpum 63% af landsframleiðslu í tæp 59%, en hlutur fjármunamyndunar eykst um 1,5% til 2,5%. Það sem einkum verður til þess að draga úr hlutdeild einkaneyslu er að nú telst stærri hluti rekstrarkostnaðar bifreiðar til fjármunamyndunar. Breytt meðferð húsaleigu og útgjalda á veitinga- og gistihúsum veldur einnig lækkun. Á móti vegur breytt meðferð á starfsemi samtaka. Fjármunamyndun verður 9% til 14% meiri skv. hinni nýju uppgjörsaðferð. Auk breytinga sem áður er getið og varða skiptinguna milli einkaneyslu og fjármunamyndun- ar má nefna að hugbúnaðargerð, sem áður flokkaðist með aðföngum og hingað til hefur verið bókfærð sem kostn- aður viðkomandi árs, er nú stofnfærð sem fjárfesting. Ýmis áhöld og skrifstofubúnaður eru að auki færð sem fjárfesting en voru áður bókfærð sem aðföng. Söluþóknun vegna eignaskipta flokkast nú til fjármunamyndunar. Um- fangsmiklar endurbætur íbúðarhúsnæðis eru nú flokkaðar sem fjármunamyndun. Endurskoðun uppgjörsaðferða leiðir til hækkunar samneyslu um 4% til 5% og hlutdeild hennar í landsfram- leiðslu eykst um ½% til 1%. Afskrift samgöngumann- virkja er nú talin til samneyslu. Endurgreiddur virðisauka- skattur til opinberra aðila vegna kaupa sérfræðiþjónustu er nú færður sem kaup þjónustu. Tæki og tól opinberra aðila verða nú eignfærð við kaup og síðan afskrifuð. Við það eykst fjármunamyndun en afskrift þeirra telst til sam- neyslu. Framlög til ýmissar menningarstarfsemi sem áður voru færð sem styrkir eru nú talin samneysla. Færsla líf- eyrisskuldbindinga ríkis sem áður var færð sem sam- neysla er nú að hluta vaxtagreiðslur en að öðru leyti tekju- tilfærsla. Rammi 1 Endurbætur þjóðhagsreikninga 5. Nánar er gerð grein fyrir þessum breytingum í frétt Þjóðhagsstofnunar nr. 4/2000 frá 24. ágúst og í Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.