Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 36
76,5% hjá Búnaðarbankanum og 74,3% hjá stærstu sparisjóðunum. Ólíklegt er annað en að þeir bankar og sparisjóðir sem lakar standa í þessum kostnaðar- samanburði muni reyna að taka sig á til að auka hag- ræði í rekstri og bæta samkeppnisstöðu sína. Eiginfjárhlutföll Rýrnandi eiginfjárstaða er sá liður í efnahag sem sér- staklega er ástæða til að vekja athygli á fyrir banka og sparisjóði í heild. Eiginfjárstaðan hefur stöðugt verið að veikjast á síðustu árum og tímabært er að snúa þeirri þróun við með aukningu eigin fjár og aðhaldi í stækkun efnahagsreikninga. Fyrir 5 árum var eiginfjárhlutfallið í heild eins og það er skilgreint í lögum rétt tæp 12% en í lok júní 2000 var hlutfallið komið í 9,4% (mynd 28). Spari- sjóðirnir voru með mun sterkari eiginfjárstöðu en bankarnir en verulega hefur dregið saman með þeim. Í lok júní var eiginfjárhlutfall Landsbankans 8,7%, Íslandsbanka-FBA 9,4%, Búnaðarbankans 9,8% og stærstu sparisjóðanna 10,5%. Þó að lágmark laganna sé 8% hafa viðskiptabankarnir miðað við að halda eiginfjárhlutföllum sínum um og yfir 10% og eðlilegt væri að smærri fjármálastofnanir settu sér hærri markmið. Allir viðskiptabankarnir tóku víkjandi lán á fyrri hluta þessa árs og var heildarupphæð víkjandi lána lánastofnana orðin um 17,2 ma.kr. í lok júní sl. eins og sjá má í töflu 6. Um helmings víkjandi lána Ís- landsbanka-FBA og Landsbankans hefur verið aflað erlendis en að öðru leyti eru lánin innlend. Lækkun eiginfjárhlutfalla án víkjandi lána gefur enn ríkari ástæðu til viðsnúnings á þeirri þróun sem verið hefur (mynd 5). Eiginfjárhlutfallið þannig skil- greint hefur fallið úr 11,1% í lok júní 1996 í 6,6% fyrir viðskiptabanka og stærstu sparisjóði í lok júní sl. Í lok júní 1999 var hlutfallið 8,0% og hefur því lækkað um 1,4 prósentustig á einu ári. Hlutfallið fyrir Landsbankann var 5,7%, Íslandsbanka-FBA 7,2%, Búnaðarbankann 6,5% og stærstu sparisjóðina 7,1%. Það er fyrst og fremst hröð stækkun efnahags- reikninga banka og sparisjóða sem hefur valdið þess- um lækkunum eiginfjárhlutfalls og arðsemin nær ekki að fylgja á eftir. Á fyrri hluta ársins hélt hröð útlánaaukning áfram eins og fram hefur komið. Aðgengi fjármálastofnana að eigin fé og lánsfé skiptir að sjálfsögðu miklu máli við mat á stöðu þess- ara fyrirtækja. Í því sambandi er gjarnan litið til þeirra áhættuálaga sem fjármálastofnanir þurfa að greiða fjárfestum umfram kjör traustustu lántaka. Víkjandi lán hafa þá sérstöðu að meiri áhætta er bundin þeim þar sem þau víkja fyrir öðrum skuldum lántakans ef að gjaldþroti kemur. Af þeirri ástæðu eru kjör víkjandi lána afar mikilvæg vísbending um mat markaðarins á fjármálastofnunum. Fjármálaeftirlitið hefur í hyggju að afla upplýsinga um kjör þessara lána með reglubundnum hætti. Seðlabankinn mun nýta upplýsingarnar í greiningum sínum. PENINGAMÁL 2000/4 35 Tafla 6 Víkjandi lán banka og sparisjóða 1998- 2000 M.kr. 31/12'98 31/12'99 30/6 ’00 Landsbanki ............................. 2.567 4.661 5.077 Íslandsbanki-FBA .................. 1.959 2.586 4.780 Búnaðarbanki ......................... 767 2.119 3.155 Kaupþing ................................ 607 642 1.257 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis ........................... 462 834 843 Sparisjóður Hafnarfjarðar ...... 308 640 749 Sparisjóður vélstjóra .............. 0 200 400 Sparisjóður Keflavíkur .......... 278 298 311 Sparisjóður Kópavogs ............ 153 206 217 Sparisjóður Norðlendinga ...... 0 102 196 Sparisjóður Ólafsfjarðar ........ 50 53 53 Sparisjóður Ólafsvíkur ........... 0 46 46 Eyrarsparisjóður ..................... 0 38 43 Sparisjóður Hornafjarðar ....... 19 30 30 Sparisjóður S-Þingeyinga ...... 25 26 26 Sparisjóður Súðavíkur ........... 0 11 11 Alls ......................................... 7.195 12.492 17.194 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Des. Júní Des. Júní Des. Júní Des. Júní Des. Júní 6 8 10 12 14 16 % Viðskiptabankar Stærstu sparisjóðir Eiginfjárhlutföll án víkjandi lána, 1995-2000 Mynd 5 Heimild: Fjármálaeftirlitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.