Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 64

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 64
PENINGAMÁL 2000/4 63 munu leiða til stofnunar ábyrgðarsjóðs vegna uppgjörs ætti þetta ákvæði kjarnareglnanna að vera uppfyllt. Í reglunum er einnig kveðið á um sameiginlega ábyrgð á uppgjöri og skiptingu taps ef einn eða fleiri aðilar verða ófærir um greiðslu við lok uppgjörs og ætti það ákvæði að uppfylla kröfur þessarar greinar. Regla 6: Kröfur á seðlabanka Uppgjör greiðslukerfa hérlendis fer fram í Seðlabanka Íslands með „seðlabankafé“, þannig að ljóst er að þetta skilyrði er uppfyllt. Regla 7: Öryggi Reiknistofa bankanna hefur komið sér upp „seli“ sem er varasetur með fullkomnum búnaði til að taka við vinnslu ef aðalsetur bregst. Þetta ásamt miklum kröfum um gæði, öryggi og frágang gera það að verkum að sennilegt er að greiðslukerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. uppfylli þær kröfur sem settar eru fram í þessari reglu. Regla 8: Hagnýtt og hagkvæmt Þótt erfitt geti verið að meta það hversu hagnýtt og hagkvæmt greiðslukerfi er má ætla að kerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. uppfylli þetta skilyrði. Gerður hefur verið samanburður á kostnaði banka á þjónustu greiðslukerfa og kemur kerfið nokkuð vel út úr þeim samanburði. Það getur einnig verið mælikvarði á hagkvæmni kerfisins að þeir þátt- takendur sem hér eru á markaði hafa ekki séð ástæðu til að taka í notkun tilbúin erlend kerfi sem til boða standa. Nákvæmra athugana er þó þörf áður en óhætt er að fullyrða mikið um þetta mál. Regla 9: Jafnræði Með stofnun Fjölgreiðslumiðlunar hf. var opnað fyrir aðgang annarra innlánsstofnana að greiðslu- kerfinu, hvort sem er þjónustu þess eða beinni aðild að félaginu. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur að undanförnu erlendis og við þær kröfur sem Seðlabankinn mun gera í reglum sínum. Regla 10: Eðlilegir stjórnunarhættir Vegna þess hve hagsmunir aðila eru tengdir greiðslukerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. er líklegt að þeir kappkosti að stjórnunarhættir séu eðlilegir og viðeigandi. Hugsanlegt er þó að gera þurfi formlegar kröfur um slíkt, t.d. opinbera birtingu ársreikninga, birtingu á helstu ákvörðunum og umfjöllun um álitaefni sem kunna að snúa að öryggi greiðslukerfisins eða hagsmunum almenn- ings. Ábyrgðarsvið Seðlabankans Seðlabanki Íslands mun þurfa að gera formlega úttekt á kerfislega mikilvægum greiðslukerfum og því hvort þau uppfylla kröfur kjarnareglnanna. Á þessari stundu er óljóst hversu viðamikil slík úttekt kann að verða en ekki er ósennilegt að leitað verði fyrirmynda erlendis þegar að þessu verki kemur. Þegar slíkri úttekt er lokið þarf hugsanlega að endurskoða reglur og veita aðlög- unartíma að þeim. Seðlabankinn þarf einnig að móta formlega stefnu sína í málum er varða greiðslukerfi og setja sér markmið þar að lútandi. Væntanlega mun einnig verða leitað fyrirmynda erlendis í þessu efni og hugsanlegt er að breyta þurfi lögum til að Seðlabankinn geti sinnt því hlutverki sem fellur undir ábyrgðarsvið hans. Lokaorð Kjarnareglurnar, eins og þær líta nú út, eru jákvæðar og munu vafalítið styðja vel að þeirri vinnu sem fram mun fara á næstu árum á sviði greiðslukerfa. Lagðar eru grundvallarreglur sem taka tillit til stærðar og hagkvæmni án þess þó að gert sé upp á milli þeirra kosta sem bjóðast í mismunandi útfærslum á greiðslukerfum. Heimildir Core Principles for Systemically Important Payment Systems, part I & II. BIS, 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.