Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 21
því við að koma böndum á innlenda eftirspurn og auka þjóðhagslegan sparnað, sem helst verður gert með því að auka enn frekar afgang í rekstri hins opin- bera, þrátt fyrir að hann sé nú töluverður, eða með því að finna leiðir til að örva sparnað einkageirans og draga úr ofurbjartsýnum væntingum. Til þess að fá vísbendingu um hve alvarlegur vandi viðskiptahallinn er kann að vera áhugavert að skoða tímabil mikils viðskiptahalla í öðrum löndum, athuga orsakir hallans og afleiðingar og reyna að draga lærdóm af reynslu þessara landa. Í meðfylgj- andi rammagrein er fjallað um nokkur hallaskeið í öðrum OECD-löndum auk Tælands.11 Reynt er að svara þeirri spurningu hvort eitthvert sambærilegt land hafi búið jafnlengi við jafnmikinn viðskiptahalla og Ísland nú án þess að lenda í gjaldeyriskreppu eða a.m.k. alvarlegum efnahagsþrengingum síðar. Þessi athugun undirstrikar séreinkenni núverandi halla- skeiðs, að hvorki er hægt að rekja það til ytri áfalla né agaleysis í stjórn ríkisfjármála. Reyndar hefur svo mikill halli á viðskiptajöfnuði aldrei fyrr farið saman við verulegan afgang í rekstri hins opinbera. Að því marki sem viðskiptahalli hér á landi er til kominn vegna fjárfestingar í útflutningsatvinnuveg- um kann hann að vera góðkynja, svipað og viðskipta- halli Noregs á áttunda áratugnum. Einhvern hluta hallans má e.t.v. rekja til fjárfestingar í hátæknigeir- anum t.d. í líftækni og hugbúnaðargerð.12 Þau gögn sem liggja fyrir um þessa starfsemi eru hins vegar ófullnægjandi. Viðskiptahallinn á síðustu árum virð- ist þó eiga meira skylt við viðskiptahalla í þeim lönd- um þar sem hallinn myndast í kjölfar afnáms hafta á fjármagnshreyfingar með tilheyrandi fjármagnsinn- streymi, og miklum væntingum einkageirans um hagvöxt.13 Sá munur er þó á að erlent lánsfé fremur en verðbréfafjárfesting hefur einkennt fjármagns- innstreymi hér á undanförnum árum. Reynsla ann- arra landa er okkur áminning um að viðskiptahallinn er ekki endilega minna áhyggjuefni þótt hann sé til kominn vegna mikilla útgjalda einkageirans fremur en hins opinbera, eins og áður hefur verið rökstutt í Peningamálum. Á heildina litið má segja að reynsla annarra þjóða bendi til þess að töluvert sársaukafullr- ar aðlögunar sé þörf, jafnvel þótt komist verði hjá alvarlegri kreppu. Framvindan á næstu árum er afar óviss, því að ljóst er að aðlögunar af einhverju tagi er þörf, en skil í hagþróun er ávallt erfitt að tímasetja. Meðal þess sem skiptir sköpum er samspil gengis- og vaxtaþró- unar, sparnaðarhneigðar heimilanna og útflutn- ingsvaxtar. Hæpið er að þjóðhagslegur sparnaður haldi áfram að minnka í sama mæli og gert er ráð fyrir í framreikningi Þjóðhagsstofnunar. Því er vel hugsanlegt að vöxtur eftirspurnar og viðskiptahallinn verði minni þegar líða tekur á tímabilið 2001-2003. Gerist það hins vegar ekki þyrfti útflutningur að aukast mun meira en nú er gert ráð fyrir eigi skulda- staða þjóðarbúsins að komast í jafnvægi (nettóskuld- ir að hætta að aukast) áður en efnahagslegum stöðug- leika er telft í enn meiri tvísýnu. Ríkisfjármál: horfur á mun meiri afgangi árið 2000 en í fjárlögum Samkvæmt áætlunum fjármálaráðuneytisins stefnir nú í að tekjur á árinu 2000 fari ríflega 7% (15,4 ma.kr.) fram úr fjárlögum og gjöld tæplega 3% (5,4 ma.kr.). Mjög miklar viðbótartekjur eru af tekjuskatti fyrirtækja, sem hækkar um 47% frá ríkisreikningi 1999 og fer 3 ma.kr. fram úr fjárlögum. Þennan tekjuauka má rekja til góðrar afkomu atvinnulífsins árið 1999. Tekjuskattur einstaklinga hækkar um 8% milli ára, í stað 3% sem reiknað var með í fjárlögum, og skilar inn 3 ma.kr. viðbótartekjum. Launahækk- anir eru eigi að síður nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Miklar tekjur umfram áætlanir benda til þess að áhrif skattleysismarka, sem hafa hækkað hægar en laun, hafi verið vanmetin. Virðisaukaskattur stefnir í að afla 6 ma.kr. um- fram það sem reiknað var með á fjárlögum, en tekjur árið 1999 voru mjög vanmetnar þegar fjárlög voru samþykkt. Sama á við um vaxtatekjur sem gefa 2 ma.kr. viðbótartekjur. Ekki er hins vegar víst að 4,6 ma.kr. einkavæðingartekjur náist. Helstu ástæður þess að gjöld fara 5,4 ma.kr. fram úr áætlun fjárlaga eru að rekstrargjöld stefna í að fara 20 PENINGAMÁL 2000/4 11. Mexíkó og Tékkland eru nú komin í hóp OECD-landa. 12. Þegar fyrirtæki fjárfesta í hátæknigreinum þar sem rannsóknir og þróun eru stór hluti starfseminnar er aðallega verið að borga starfsmönnum laun til þess að búa til verðmæta þekkingu. Tekjurnar af slíkri fjár- festingu byrja ekki að streyma inn fyrr en löngu eftir að fjárfestingin á sér stað. Á meðan gæti virst sem þjóðin eyði um efni fram þótt í raun sé um fjárfestingu að ræða. 13. Þetta á t.d. við um viðskiptahallann í Mexíkó, Tælandi og Tékklandi fyrr á þessum áratug. Aðstæður hér líkjast að því leyti einnig ofþenslu- skeiðinu á Norðurlöndum í kjölfar afnáms hafta þar. Hallinn er þó mun meiri en á Norðurlöndunum að undanskildu Finnlandi. Þar urðu ytri áföll til þess að magna hallann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.