Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 71
70 PENINGAMÁL 2000/4 Í síðustu viku september var haldinn ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Prag í Tékklandi. Á ársfundinum liggur jafnan fyrir mat á stöðu og horfum í heimsbúskapnum. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn eru systurstofn- anir sem settar voru á fót við lok seinni heimsstyrj- aldar. Í upphafi voru aðildarþjóðir 45 en þeim fjölg- aði með tímanum. Með hruni Sovétríkjanna og stofn- un 15 nýrra lýðvelda sem öll hlutu aðild að báðum stofnunum má segja að þær hafi orðið sannkallaðar alheimsstofnanir. Aðildarþjóðir eru nú 182. Á árs- fundunum koma jafnan saman fjármálaráðherrar, þróunarmálaráðherrar og seðlabankastjórar aðilda- ríkjanna. Í tengslum við fundina eru einnig haldnir fundir í áhrifamestu nefndum stofnananna, Inter- national Monetary and Financial Committee og Development Committee, auk fjölda annarra funda ýmissa landahópa og fulltrúa fjármálastofnana. Hinn formlegi ársfundur stendur ekki nema í 2-2½ dag en fundarhaldið allt í vikutíma eða lengur. Ísland hefur átt aðild að báðum stofnunum frá upphafi. Að afloknum ársfundi sjóðsins og bankans fyrir tveimur árum flutti ég erindi um sama efni og nú. Þá voru aðstæður frábrugðnar því sem nú er. Skammt var liðið frá því að kreppan reið yfir í Suðaustur- og Austur-Asíu en áhrifa hennar gætti mjög í Rússlandi og ýmsum ríkjum Rómönsku-Ameríku. Skömmu fyrir fundinn 1998 vitnaðist um erfiðleika fjárfesting- arsjóðsins Long Term Capital Management. Þeir ollu nokkrum stærstu viðskiptabönkum heimsins miklu tapi. Í kjölfarið fylgdi lausafjárkreppa og mikil óvissa á ýmsum mörkuðum, m.a. í Bandaríkjunum, sviptingar urðu á gjaldeyrismörkuðum, svo sem fall Bandaríkjadals um meira en 15% gagnvart japönsku jeni á tveimur til þremur dögum í október 1998, og miklar umræður á alþjóðavettvangi um hvernig komast mætti hjá ástandi eins og upp kom í Asíu á sínum tíma og Mexikó og fleiri löndum nokkrum árum fyrr. Þessar umræður fóru einkum fram á vett- vangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en aðrar alþjóða- stofnanir komu einnig við sögu. Athyglin beindist bæði að forvarnaraðgerðum og leiðum til þess að koma með skömmum fyrirvara til hjálpar ríkjum sem verða fyrir alvarlegum áhrifum af völdum fjármálakreppu í öðrum löndum, fjárflótta og þrýstingi á gengi gjaldmiðilsins eða jafnvel falli hans. Asíukreppan leiddi m.a. í ljós mikla bresti í eftirliti með starfi fjármálastofnana í þeim löndum sem lentu í mestum erfiðleikum. Auk þess skorti töluvert á að hægt væri að treysta tölfræðilegum INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON1 Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans og heimsbúskapurinn2 1. Höfundur er aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands. 2. Að mestu leyti samhljóða erindi sem flutt var á stjórnarfundi Verslunar- ráðs Íslands 2. október 2000. Í þessu erindi er einkum fjallað um mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þróun heimsbúskaparins sem kynnt var í tengslum við ársfund sjóðsins og Alþjóðabankans í lok september sl. Í því kom m.a. fram að hagvöxtur í heiminum verður meiri í ár en hann hefur verið um langt árabil en jafnframt að ýmiss konar ójafnvægi skapi ákveðna óvissu um framvinduna á komandi misserum. Að óbreyttu séu þó horfur á góðum vexti heimsframleiðslunnar á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.