Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2000/4 1
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,8 pró-
sentustig þann 1. nóvember síðastliðinn. Við það
hækkaði ávöxtun í endurhverfum viðskiptum bank-
ans við lánastofnanir í 11,4%. Þetta eru hærri stýri-
vextir en þekkst hafa hér á landi eftir að verðbólga
hjaðnaði í byrjun tíunda áratugarins. Þetta eru einnig
hærri vextir að tiltölu við verðbólguvæntingar og
erlenda skammtímavexti en lengi hafa þekkst hér. Á
móti kemur að gengi krónunnar lækkaði umtalsvert á
haustmánuðum. Sú lækkun stafaði þó ekki af slökun
í peningamálum heldur af lækkun jafnvægisgengis
krónunnar í framhaldi af minni aflaheimildum og
verri efnahagshorfum. Aðhaldsstig peningastefnunn-
ar er líklega meira um þessar mundir en nokkru sinni
síðan núverandi skipan fjármagnsmarkaðar og
peningastjórnunar komst á um miðjan tíunda áratug-
inn.
Ákvörðun Seðlabankans var tekin í ljósi þess að
horfur um verðbólgu á næsta ári höfðu versnað vegna
lækkunar á gengi krónunnar og áframhaldandi mik-
illar spennu á vöru- og vinnumarkaði. Lækkun geng-
isins stafaði auk þess sem áður er nefnt af því að
skammtímavaxtamunur gagnvart viðskiptalöndum
hafði rýrnað um rúmt hálft prósentustig frá miðju
sumri vegna vaxtahækkana í viðskiptalöndum, eða úr
tæpum 6½% eftir vaxtahækkun bankans í júní í tæp
6% þann 31. október. Gengi krónunnar var í lok
október 7,3% lægra en í byrjun ársins. Áhrifa vaxta-
hækkunarinnar gætti strax í gengi krónunnar sem
hækkaði um 0,6% þann 1. nóvember.
Verðbólga varð mun minni á þriðja ársfjórðungi
en spáð var. Mæld sem tólf mánaða hækkun verðlags
hjaðnaði verðbólga því verulega frá því í vor. Einnig
er nú minni munur á verðbólgu hér á landi og í við-
skiptalöndum heldur en var í vor þar sem verðbólga
hefur ágerst erlendis m.a. vegna hækkunar olíuverðs.
Verðlagshorfur hér á landi á næsta ári hafa hins vegar
versnað, þar sem gengi krónunnar er lægra nú en
síðla sumars. Seðlabankinn spáir nú að verðbólga
verði rúm 5% á milli áranna 2000 og 2001 en 4,6%
yfir árið 2001. Miðað við óbreytt gengi eru hins
vegar horfur á að verðbólga hjaðni í 3% á árinu 2002.
Áhrif síðustu vaxtahækkunar Seðlabankans eru hins
vegar ekki komin fram nema að hluta og því hugsan-
legt að þau nægi til að koma verðbólgu á árinu 2002
niður á svipað stig og í viðskiptalöndum, eins og
stefnt er að.
Mikil og vaxandi spenna er á vinnumarkaði. Hún
birtist í fleiri lausum störfum en áður hefur mælst og
sögulega mjög litlu mældu atvinnuleysi. Hættan er sú
að þessi spenna brjótist út í vaxandi launaskriði.
Mikill innflutningur erlends vinnuafls hefur hins
vegar átt þátt í að koma í veg fyrir þá þróun hingað
til. Hugsanlegt er að verri afkoma í atvinnurekstri og
hærri vextir muni halda aftur af launaskriði á næst-
unni. Spennan á vinnumarkaði er hins vegar mikil-
vægur áhættuþáttur varðandi verðlagshorfur. Sama
má segja um áframhaldandi mikinn viðskiptahalla
sem ásamt miklu gjaldeyrisútstreymi vegna fjárfest-
ingar lífeyrissjóða og annarra aðila hefur tilhneigingu
til að grafa undan genginu. Þá er það áhyggjuefni að
vísbendingar eru um að verulega hafi hægt á fram-
leiðniaukningu. Verði framhald á því er hætt við að
launahækkanir valdi fremur verðbólgu.
Velta hefur aukist minna en á síðasta ári og tölu-
vert hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði.
Hvað fasteignamarkaðinn varðar koma hér að hluta
til áhrif hærri vaxta m.a. vegna aðhaldssamrar pen-
Inngangur
Vaxtahækkun miðar að minni verðbólgu