Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 15

Peningamál - 01.11.2000, Qupperneq 15
14 PENINGAMÁL 2000/4 Framleiðslugeta hagkerfisins er skilgreind sem það fram- leiðslustig sem samræmist fullri nýtingu allra framleiðslu- þátta. Framleiðslugetan er því ákvörðuð á framboðshlið hagkerfisins, þ.e. af fjármagnsstofni hagkerfisins, vinnu- aflsnotkun og fyrirliggjandi tækniþekkingu. Framleiðslu- geta hagkerfisins ræðst því af því hvernig hagkerfinu tekst að nýta þessa framleiðsluþætti. Til skamms tíma getur heildareftirspurn hagkerfisins valdið því að hagkerfið starfi á framleiðslustigi sem er frá- brugðið framleiðslugetu. Sé framleiðslustig hagkerfisins umfram framleiðslugetu myndast ofspenna í hagkerfinu sem endurspeglast í umframeftirspurn á vöru- og vinnu- mörkuðum. Slík ofspenna mun á endanum leiða til þrýst- ings á laun og verðlag og þannig orsaka aukna verðbólgu. Sé hagkerfið hins vegar starfandi undir framleiðslugetu myndast slaki í hagkerfinu sem dregur úr verðbólgu- þrýstingi að öðru óbreyttu. Mat á framleiðslugetu hagkerfisins skipar veiga- mikinn sess þegar ástand og horfur í efnahagsmálum eru metnar og við stjórn efnahagsmála, þ.m.t. peningamála. Stafi hagvöxtur af vaxandi framleiðslugetu hagkerfisins, t.d. vegna þess að framleiðni eykst vegna nýrrar tækni- þekkingar, þarf ekki að myndast þrýstingur á verðlag. Sé hagvöxtur hins vegar til kominn vegna aukinnar eftir- spurnar, þannig að framleiðsluspenna myndast, er hætta á því að verðbólga aukist. Vöxtur eftirspurnar umfram lang- tímahagvaxtargetu þarf þó ekki að leiða til aukinnar verð- bólgu ef slaki er fyrir í hagkerfinu, þ.e.a.s. ef til eru van- nýttir framleiðsluþættir sem auðvelda fyrirtækjum að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. Mat á framleiðslugetu hagkerfisins og stöðu hagkerfisins í hag- sveiflunni er því ein af lykilforsendum mats á verðlags- horfum næstu misseri. Vandamálið er hins vegar að framleiðslugeta hag- kerfisins er ekki mælanleg út frá fyrirliggjandi gögnum. Því er nauðsynlegt að meta framleiðslugetu, og þar með framleiðsluspennu, óbeint með tölfræðilegum aðferðum. Mat á framleiðsluspennu er því háð mikilli óvissu. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar og eru niðurstöður nokkurra þeirra birtar hér. Í öllum tilvikum er ráð fyrir því að fram- leiðslustigi hagkerfisins megi skipta í leitni- og sveiflu- þátt. Áður fyrr var leitniþátturinn einfaldlega meðhöndl- aður sem föst tímaleitni. Vandamálið við þá aðferð er að hún gerir ráð fyrir að framleiðslugeta hagkerfisins vaxi á hverju ári um fast hlutfall og geti því ekki minnkað. Hún gerir einnig ráð fyrir að öll áföll og búbætur sem hag- kerfið verður fyrir séu einungis tímabundin, þrátt fyrir að flestir hagfræðingar séu í dag sammála um að hagkerfi verði oft fyrir áföllum og búbótum sem hafa langvarandi áhrif. Þetta er því aðferð sem ekki er mikið notuð lengur. Reynt er að ráða bót á ofangreindum galla með notkun svokallaðrar Hodrick-Prescott (HP)-síu. Notkun hennar er að auki mjög einföld í framkvæmd. Ekki þarf lengur að gera ráð fyrir föstum vexti framleiðslugetu, heldur getur hún vaxið og dregist saman milli tímabila. Allar slíkar breytingar gerast hins vegar hægt þannig að leitniferillinn verður „seigfljótandi“. Megingalli þessarar aðferðar er að við mat á leitniferlinum þarf að notast við framtíðargögn auk sögulegra gagna. Hún hentar því ekki mjög vel við að spá framleiðslugetu hagkerfisins, auk þess sem endamælingar framleiðslugetu verða mjög við- kvæmar fyrir áætlunum um framtíðargildi mældu stærð- anna. Önnur aðferð byggist á mati á framleiðslufalli hag- kerfisins.1 Yfirleitt er gert ráð fyrir svokölluðu Cobb- Douglas framleiðslufalli sem er gefið sem a 1-a (1) Yt = At Nt Kt þar sem Yt er framleiðslustig hagkerfisins á föstu verði, At er heildarþáttaframleiðni hagkerfisins, þ.e. samvegin framleiðni vinnuafls, fjármagns og annarra framleiðslu- þátta, Nt er vinnuaflsnotkun og Kt fjármagnsstofn, a er hlutdeild launa í heildarvirðisauka hagkerfisins sem gert er ráð fyrir að breytist ekki yfir tíma (notast er við gildið 65% sem er nokkurn veginn meðallaunahlutdeildin á tímabilinu). Við mat á framleiðslugetu hagkerfisins er heildar- þáttaframleiðnin metin sem frávik landsframleiðslu frá framleiðslufallinu í jöfnu (1). Síðan er HP-sían notuð á At til að fá leitniferil heildarþáttaframleiðni. Yfirleitt er notast við mældan fjármagnsstofn, enda gefur HP-sían nánast sams konar feril þar sem fjármagnsstofninn er Rammi 2 Mismunandi mat á framleiðslugetu hagkerfisins 1. Fleiri aðferðir er einnig hægt að nota við mat á framleiðsluspenn- unni. Þar má t.d. nefna margvíða tímaraðagreiningu (sjá t.d. ramma 1 í Peningamálum 2000/2) og stöðurúmsmat (sjá t.d. grein Lúðvíks Elíassonar (1998), „Mæling á íslenskri hagsveiflu á ársfjórðungs- grunni“, hagfræðisvið Seðlabanka Íslands, óbirt handrit). Þessar ásamt fleiri aðferðum eru í þróun innan hagfræðisviðs þannig að hægt verði að birta reglulega mismunandi mat á framleiðsluspennu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.