Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 25
24 PENINGAMÁL 2000/4 Gengi krónunnar náði tímabundnu jafnvægi en veikt- ist í september… Eftir nokkra ólgu á gjaldeyrismarkaði í júní og júlí hægðist heldur um í ágúst. Í byrjun ágúst fór gengis- vísitalan í 112 stig. Gengið hafði þá styrkst um 3,4% frá því sem það varð lægst 14. júlí og virtist sem að- gerðir Seðlabankans í júlí ásamt þeirri skoðun mark- aðsaðila að vísitölustig um 116 væri yfir þeim mörkum sem búast mætti við til lengdar leiddu til þess að gengi krónunnar styrktist nokkuð fyrstu dagana í ágúst. Gengisvísitalan var nálægt gildinu 113 allan ágúst en í september veiktist krónan nokkuð og var vísitalan við gildið 116 í byrjun október. Þessi þróun var fremur hægfara og ekki voru verulegar breytingar á milli daga. Fram eftir október hélst þessi þróun en dagana 23. til 27. október var mikil eftirspurn eftir gjaldeyri og veiktist gengi krón- unnar töluvert alla dagana. Hæst fór gengisvísitalan í 119 stig innan dags 27. október en styrktist síðan aftur þegar á daginn leið. Alls nam hækkun gengis- vísitölunnar frá 23. október til 27. október 1,7%. Í lok dags 27. október virtist sem jafnvægi væri komið á framboð og eftirspurn eftir gjaldeyri. Dagana 30. og 31. október styrktist krónan nokkuð og við skrán- ingu 31. október var gildi vísitölunnar 118,1. Seðla- bankinn fylgdist eðlilega grannt með þróuninni á gjaldeyrismarkaði en taldi ekki ástæðu til beinna inn- gripa. Síðasta dag október tilkynnti Seðlabankinn hins vegar hækkun vaxta sinna um 0,8%. Helsta ástæðan fyrir þessari aðgerð var sú að veiking krón- unnar hefði fyrirsjáanlega haft neikvæð áhrif á verð- bólgu og ógnað þeim markmiðum að verðbólga hér- lendis næði svipuðu stigi og í helstu viðskiptalöndum á næstu tveimur árum. Að auki hafði lítið dregið úr eftirspurn eftir lánsfé. Fyrstu viðbrögð á gjaldeyris- Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Gengissig á haustmánuðum en vaxtahækkun eykur aðhald 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 1. nóvember 2000. Þróun á gjaldeyrismarkaði frá miðjum júlí hefur einkennst af lækkandi gengi krónunnar og vaxta- hækkunum erlendis. Gengi krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, veiktist um 4,2% frá 26. júlí til loka október og vaxtamunur við útlönd minnkaði einnig. Aukin óvissa um þróun gengis krónunnar leiddi ennfremur til þess að stöðutaka í krónuskuldbindingum til að nýta jákvæðan vaxtamun minnkaði, sem olli meiri þrýstingi á gengið en ella. Í lok október tilkynnti Seðlabankinn hækkun stýrivaxta sinna um 0,8% og komu áhrifin fram strax daginn eftir í styrkingu krónunnar. Með vaxtahækkuninni brást Seðlabankinn við lakari verðbólguhorfum og áframhaldandi mikilli lánsfjáreftirspurn. Hræringarnar á gjaldeyrismarkaðnum í júlí í sumar leiddu til þess að væntingar sköpuðust um hækkun stýrivaxta Seðlabankans á meðal aðila á millibankamarkaði með krónur og hækkuðu vextir á skuldbindingum til lengri tíma en eins mánaðar nokkuð. Þegar leið á ágúst dró úr þessum væntingum og gengu þá vextir á þessum skuldbindingum til baka enda var ávöxtun þriggja mánaða lána orðin hærri en ávöxtun endurhverfra viðskipta við Seðlabankann. Skuldabréfamarkaðurinn virðist vera í nokkru jafnvægi. Fjölgun viðskiptavaka með húsbréf og húsnæðisbréf í september hafði jákvæð áhrif á markaðinn. Hlutabréfavísitölur hafa lækkað á síðustu vikum og viðskipti hafa dregist saman eftir að fréttir tóku að berast af heldur slakari hálfsársuppgjörum en spár höfðu sagt fyrir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.