Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 72

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 72
PENINGAMÁL 2000/4 71 upplýsingum sem reglulega voru birtar um mikil- vægar stærðir, svo sem gjaldeyrisforða og gjaldeyris- stöðu seðlabanka. Þá hefur athyglin einnig beinst að gengisstefnu almennt og óhætt er að fullyrða að fast- gengisstefna sé ekki lengur í tísku nema því aðeins að hún byggist á svokölluðu myntráði og gengið sé fest í lögum gagnvart öðrum gjaldmiðli. Meðal forvarnaraðgerða má nefna að mjög mikil áhersla hefur verið lögð á að þjóðir bæti kynningu á ýmsu sem varðar mótun efnahagsstefnu og fram- vindu mikilvægra efnahagsstærða. Fyrir nokkrum árum kom Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til dæmis á svokölluðum birtingarstaðli efnahagsstærða.3 Að- ildarþjóðir geta valið að fylgja honum og þá skuld- binda þær sig til þess að birta upplýsingar um mikil- væga þætti efnahagsmála í tilteknu formi og á fyrir- fram ákveðnum og auglýstum dögum. Ísland tók staðalinn upp fyrir nokkrum árum og hér eru birtar tölulegar upplýsingar á grundvelli hans. Fyrir Seðla- bankann felur þetta t.d. í sér að á heimasíðu sinni hefur bankinn tilkynnt hvenær ákveðnar upplýsingar eru birtar. Um 50 aðildarríki Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hafa skuldbundið sig til þess að fylgja staðlinum. Fjárfestar sem nýta sér upplýsingar sem falla undir staðalinn eiga að geta treyst því að þær séu réttar og settar fram samkvæmt ákvæðum hans. Fyrir nokkrum árum setti Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn reglur um gagnsæi ríkisfjármála og haustið 1999 um gagnsæi peningamála.4 Í hvorugu tilviki er um að ræða reglur sem aðildarþjóðirnar eru skyldug- ar til þess að fara eftir. Þær eru hins vegar eindregið hvattar til þess að tileinka sér reglurnar og sjóðurinn fylgist raunar með því í reglubundnu eftirliti sínu með efnahagsmálum aðildarþjóðanna að hve miklu leyti starfað er í anda reglnanna. Til viðbótar þessu má nefna að sjóðurinn hefur opnað leið til nær fyrirvaralausrar lánafyrirgreiðslu til ríkja sem verða fyrir skaðlegum efnahagsáhrifum frá öðrum löndum án þess að eigin aðstæður gefi til- efni til slíks, þ.e. ef efnahagsmál og efnahagsstefnan eru í aðalatriðum í góðu lagi. Sjóðurinn hefur einnig beint athygli sinni í mjög auknum mæli að fjármálakerfum aðildarlandanna, styrk fjármálastofnana og uppbyggingu eftirlits með starfsemi þeirra. Þetta gerir hann með yfirgripsmikl- um úttektum á fjármálakerfum og með mati á styrk og getu til þess að mæta ytri áföllum. Mikil áhersla hefur verið lögð á að efla eftirlit með starfsemi fjár- málastofnana. Óvissan sem einkenndi alþjóðleg efnahagsmál og fjármálamarkaði haustið 1998 hvarf á tiltölulega skömmum tíma. Síðan hefur annað verið meira áber- andi í alþjóðlegri umfjöllun um efnahagsmál. Þróun efnahagsmála hefur í heildina verið hagstæð síðan þá og ýmsir halda því fram að alvarlegs andvaraleysis sé aftur tekið að gæta vegna þess hve góð framvindan hefur verið. Hættum sem kunni að grafa um sig sé ekki gefinn nægur gaumur. Meðal þess sem hæst hefur borið síðustu tvö árin í alþjóðlegri efnahagsframvindu er formleg stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, áframhaldandi mikill hagvöxtur í Bandaríkjunum, nánast samfelld lækkun evrunnar frá stofnun hennar, gífurlegar hækkanir á olíuverði á undanförnu einu og hálfu ári og endurreisn efnahagslífs í Asíu. Sem fyrr segir beinast sjónir að stöðu og horfum í heimsbúskapnum á ársfundum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans. Nú vöktu að sjálfsögðu sérstaka athygli hækkanir olíuverðs og gengisþróun evrunnar en mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í efnahagsmálum um þessar mundir er í stuttu máli eins og hér verður rakið. Hagvöxtur í heiminum hefur haldið áfram að efl- ast í ár og gert er ráð fyrir að heimsframleiðslan vaxi um 4,7% en það er meira en verið hefur um langt ára- 3. Sjá bls. 38-39 í ársskýrslu Seðlabanka Íslands 1999 og vefsíðuna dsbb.imf.org. 4. Sjá grein um reglur um gagnsæi peningamála í ágústhefti Peningamála 2000. 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0 2 4 6 8 -2 -4 % Bandaríkin Japan Evrusvæði Ísland Heimsbúið Bretland Hagvöxtur Mynd 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.