Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 42
PENINGAMÁL 2000/4 41 Annars vegar hefur vaxtabreytingin áhrif á fjár- strauma inn og út úr landinu ef fjármagnsviðskipti við útlönd eru frjáls. Þessi áhrif geta verið skjót, en virknin er mjög háð væntingum um gengi gjaldmið- ilsins. Alla jafna stuðlar vaxtahækkun Seðlabanka að styrkingu á gengi sem hefur áhrif til aukins aðhalds í efnahagsmálum. Hins vegar hefur vaxtabreytingin áhrif á neyslu og fjárfestingu en reynslan sýnir að þau áhrif gerast aðeins með nokkuð langri tímatöf. Það tvöfalda vaxtaróf sem er hér á landi og felst í útbreiddri notkun verðtryggingar í skuldabréfa- og innlánaviðskiptum gerir það að verkum að Seðla- bankavextir hér á landi hafa ekki eins ótvíræð áhrif á vaxtastigið í landinu og í sumum öðrum löndum. Þá dregur opnun fjármagnsmarkaða við útlönd einnig úr virkni Seðlabankavaxta12 þar sem staðkvæmd er milli innlendrar og erlendrar fjármálaþjónustu. Stjórntæki Seðlabankans eftir endurskoðun 1998 13 Við endurskoðun stjórntækja Seðlabankans árið 1998 voru í meginatriðum lögð þrjú sjónarmið til grundvallar. Í fyrsta lagi var það kappsmál bankans að regluleg bein viðskipti hans á eftirmarkaði fyrir ríkisverðbréf hyrfu úr sögunni og að þessir markaðir gætu starfað án daglegra afskipta Seðlabankans. Seðlabankinn kæmi fyrst og fremst inn á þessa mark- aði óreglulega og þá einkum ríkisvíxlamarkaðinn vegna mikilvægis ríkisvíxla í lausafjárstöðu innláns- stofnana. Mörkuð var sú stefna að hætta viðskipta- vakt með ríkisvíxla svo fljótt sem auðið væri. Í þessu fólst að endurhverf viðskipti yrðu meginfarvegur lausafjárviðskipta Seðlabankans við lánastofnanir í stað beinna viðskipta með ríkisverðbréf. Í öðru lagi hafði bankinn áhuga á að framkvæmd peninga- stefnunnar byggðist fyrst og fremst á því að senda skýr skilaboð til fjármálamarkaðarins um stýrivexti Seðlabankans. Þessu fylgdi að nauðsynlegt var að skapa fyrirgreiðslukerfi fyrir lánastofnanir í Seðla- bankanum sem drægi úr sveiflum í vöxtum á pen- ingamarkaði vegna sveiflna í lausafjárstöðu þeirra sem orsakast meðal annars af innheimtu tekna ríkis- sjóðs. Mikið flökt vaxta á peningamarkaði gæti valdið því að óvissa skapaðist um það vaxtastig sem Seðlabankinn stefndi að. Í þriðja lagi vildi bankinn skjóta fótum undir myndun millibankamarkaðar í krónum, en opinn daglegur aðgangur lánastofnana að endurhverfum verðbréfaviðskiptum í Seðlabank- anum girti fyrir millibankaviðskipti með krónur. Í fjórða lagi vildi Seðlabankinn samræma aðgang mis- munandi lánastofnana að viðskiptum við bankann en fram til þessa tíma höfðu viðskipti við Seðlabankann verið bundin að mestu við innlánsstofnanir.14 Að lok- um vildi Seðlabankinn eins og áður var sagt sam- ræma eftir því sem kostur væri fyrirgreiðslukerfi sitt því sem fyrirhugað var að yrði á evrusvæðinu. Mikilvæg breyting hafði verið gerð á skipulagi gjaldeyrismarkaðarins vorið 1997 þegar markaðsaði- lar aðrir en Seðlabankinn gerðust viðskiptavakar. Við þá breytingu dró verulega úr viðskiptum Seðlabank- ans á gjaldeyrismarkaðnum en bankinn hafði í raun verið eini viðskiptavakinn frá því að honum var komið á fót vorið 1993, þótt óformlega væri. Breyt- ingin leiddi til þess að viðskipti á millibankamark- aðnum jukust að miklum mun og sveiflur innan dags og milli daga jukust. Að mati Seðlabankans var slíkt jákvætt og hreyfingar gengisins endurspegluðu með virkari hætti en áður aðstæður á gjaldeyrismarkaðn- um. Hið nýja skipulag leiddi til þess að viðskipti Seðlabankans á gjaldeyrismarkaðnum voru alfarið bundin við tvennt, annars vegar inngrip til að hafa áhrif á gengi krónunnar og hins vegar viðskipti vegna þarfa ríkissjóðs fyrir gjaldeyri. 12. Við fullkomnar aðstæður, þ.e. upplýsta markaði án viðskiptakostnaðar og frjálsar fjármagnshreyfingar hefur einstakur seðlabanki ekki svig- rúm til sjálfstæðrar peningastefnu ef fylgt er fastgengisstefnu. 13. Ársskýrsla Seðlabanka Íslands 1998, bls. 20. 14. Fyrirgreiðsla við viðskiptavaka ríkistryggðra skuldabréfa var einnig opin fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu. J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 % Endurhverf verðbréfakaup Seðlabanka Ávöxtun víxillána bankastofnana Skammtímaávöxtun 1993-2000 Mynd 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.