Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 33
fyrirtækja og 6,4% raunhækkun á útlánum til ein-
staklinga. Að hluta til má skýra meiri útlánaaukningu
innlánsstofnana með áhrifum lægra gengis á stofn er-
lendra endurlána. Einnig hafa lánastofnanir í ein-
hverjum mæli lánað beint til erlendra aðila en slíkar
lánveitingar eru ekki þensluvaldur hér innanlands og
geta jafnvel stuðlað að betri áhættudreifingu hjá inn-
lendum bönkum. Samkvæmt heimildum í bankakerf-
inu og hjá greiðslukortafyrirtækjum ber ekki á aukn-
um vanskilum.
V. Eignaverð
Eignaverðbólga undanfarinna missera virðist hafa
snúist við eða vera í rénun. Hlutabréfaverð á mæli-
kvarða heildarvísitölu aðallista Verðbréfaþings
Íslands náði hámarki á fyrsta þriðjungi ársins, og
hefur nú fallið um rúm 20% síðan. Það telst í sjálfu
sér ekki alvarleg þróun, enda er hlutabréfaverð á
þennan mælikvarða enn um 15% yfir meðalverði
1999.
Verð á íbúðarhúsnæði tók að hækka að marki á
árinu 1998 eftir langt stöðnunarskeið. Það hefur
haldið áfram að hækka fram undir það síðasta.
Hækkanir voru örastar á miðju ári 1999, og hækkun
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá janúar 1999 til
jafnlengdar 2000 var 22,5% samkvæmt viðmiðunar-
vísitölu Fasteignamatsins. Undanfarna mánuði hefur
hækkunartakturinn svarað til um 10% á ári. Vissar
vísbendingar eru um að enn frekar sé að slakna á,
enda hafa tekjur einstaklinga engan veginn haldið í
við hækkun íbúðaverðs og vaxtakostnaðar. Miðað
við hækkun launavísitölu, íbúðaverðs og húsbréfa-
vaxta – en án tillits til vaxtabóta – hefur greiðslu-
byrði íbúðakaupenda af venjulegri íbúð á höfuðborg-
arsvæðinu hækkað um meira en 40% umfram laun
frá janúar 1999 til september 2000.
Hækkandi vextir hafa haft enn meiri áhrif á mark-
að fyrir atvinnuhúsnæði. Verð á atvinnuhúsnæði
virðist hafa haldið áfram að hækka, um 10-15% á
fyrsta fjórðungi þessa árs eftir allt að þriðjungshækk-
un á árinu 1999. Í framhaldi af vaxtahækkunum
Seðlabankans í byrjun ársins virðist sem mjög hafi
slegið á verðhækkanir og viðskipti með atvinnuhús-
næði.
Verð á varanlegum þorskkvóta náði hámarki um
síðustu áramót í um 950 krónum á kíló, lækkaði
snögglega og hækkaði síðan nokkuð aftur eftir því
hvernig kvótamál gengu fyrir dómstólum og útdeil-
ing gekk fyrir sig á byggðakvóta gegn mótframlagi
útgerðar. Undir það síðasta er verð á þorskkvóta talið
hafa lækkað um 5-10% og vera nú á bilinu 850-900
krónur á kíló varanlegra aflaheimilda með ónýttan
veiðirétt innan ársins. Þá verður að hafa í huga að
vegna samdráttar leyfilegs þorskafla á yfirstandandi
fiskveiðiári úr 250 í 220 þúsund tonn er lækkunin í
raun 15-20% á tiltekinni hlutdeild í aflaheimildum
þorsks.
VI. Efnahagur fyrirtækja og heimila
Milliuppgjör fyrirtækja á Verðbréfaþingi sýna heldur
verri afkomu en á sama tíma fyrra árs. Fjallað er sér-
staklega um afkomu fjármálafyrirtækja síðar í þess-
um kafla. Hjá öðrum fyrirtækjum lækkaði hlutfall
hagnaðar eftir skatta á móti veltu úr 2,8% á fyrri
hluta 1999 í 1,3% á fyrri hluta 2000. Arðsemi eigin-
fjár lækkaði af þessum sökum mjög verulega, úr
8,2% á fyrri hluta 1999 í 3,2% nú. Rekstrarafkoma,
þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, var
enn allgóð þótt hún lækkaði milli ára úr 7,4% í 6,8%
af veltu. Þyngra vógu samt vaxandi afskriftir og
vaxtakostnaður í kjölfar lánsfjármagnaðar fjárfest-
ingar, gengistap vegna lækkunar á gengi krónunnar
og auknar skattgreiðslur vegna góðrar afkomu 1999.
Hlutfall eiginfjár af heildareignum hefur lækkað úr
33% um mitt ár 1999 í 30% um mitt ár 2000. Lang-
tímaskuldir hækkuðu um 18% meðan eignir á móti
hækkuðu um 15%. Einhver áhrif eru af samruna og
yfirtökum í þessum tölum, en þó er ljóst að frá síð-
ustu áramótum hefur áframhaldandi lánsfjármögnuð
32 PENINGAMÁL 2000/4
J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S
1997 1998 1999 2000
0
6
12
18
24
12-m. %-br.
95
100
105
110
115
120
125
130
135
Vísitala
%-breyting nafnverðs (v. ás)
Raunverð (h. ás, jan.'96=100)
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæði
Mynd 3
Fermetraverð íbúðarhúsnæðis, 3 mán. meðaltöl