Peningamál - 01.11.2000, Side 33

Peningamál - 01.11.2000, Side 33
fyrirtækja og 6,4% raunhækkun á útlánum til ein- staklinga. Að hluta til má skýra meiri útlánaaukningu innlánsstofnana með áhrifum lægra gengis á stofn er- lendra endurlána. Einnig hafa lánastofnanir í ein- hverjum mæli lánað beint til erlendra aðila en slíkar lánveitingar eru ekki þensluvaldur hér innanlands og geta jafnvel stuðlað að betri áhættudreifingu hjá inn- lendum bönkum. Samkvæmt heimildum í bankakerf- inu og hjá greiðslukortafyrirtækjum ber ekki á aukn- um vanskilum. V. Eignaverð Eignaverðbólga undanfarinna missera virðist hafa snúist við eða vera í rénun. Hlutabréfaverð á mæli- kvarða heildarvísitölu aðallista Verðbréfaþings Íslands náði hámarki á fyrsta þriðjungi ársins, og hefur nú fallið um rúm 20% síðan. Það telst í sjálfu sér ekki alvarleg þróun, enda er hlutabréfaverð á þennan mælikvarða enn um 15% yfir meðalverði 1999. Verð á íbúðarhúsnæði tók að hækka að marki á árinu 1998 eftir langt stöðnunarskeið. Það hefur haldið áfram að hækka fram undir það síðasta. Hækkanir voru örastar á miðju ári 1999, og hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá janúar 1999 til jafnlengdar 2000 var 22,5% samkvæmt viðmiðunar- vísitölu Fasteignamatsins. Undanfarna mánuði hefur hækkunartakturinn svarað til um 10% á ári. Vissar vísbendingar eru um að enn frekar sé að slakna á, enda hafa tekjur einstaklinga engan veginn haldið í við hækkun íbúðaverðs og vaxtakostnaðar. Miðað við hækkun launavísitölu, íbúðaverðs og húsbréfa- vaxta – en án tillits til vaxtabóta – hefur greiðslu- byrði íbúðakaupenda af venjulegri íbúð á höfuðborg- arsvæðinu hækkað um meira en 40% umfram laun frá janúar 1999 til september 2000. Hækkandi vextir hafa haft enn meiri áhrif á mark- að fyrir atvinnuhúsnæði. Verð á atvinnuhúsnæði virðist hafa haldið áfram að hækka, um 10-15% á fyrsta fjórðungi þessa árs eftir allt að þriðjungshækk- un á árinu 1999. Í framhaldi af vaxtahækkunum Seðlabankans í byrjun ársins virðist sem mjög hafi slegið á verðhækkanir og viðskipti með atvinnuhús- næði. Verð á varanlegum þorskkvóta náði hámarki um síðustu áramót í um 950 krónum á kíló, lækkaði snögglega og hækkaði síðan nokkuð aftur eftir því hvernig kvótamál gengu fyrir dómstólum og útdeil- ing gekk fyrir sig á byggðakvóta gegn mótframlagi útgerðar. Undir það síðasta er verð á þorskkvóta talið hafa lækkað um 5-10% og vera nú á bilinu 850-900 krónur á kíló varanlegra aflaheimilda með ónýttan veiðirétt innan ársins. Þá verður að hafa í huga að vegna samdráttar leyfilegs þorskafla á yfirstandandi fiskveiðiári úr 250 í 220 þúsund tonn er lækkunin í raun 15-20% á tiltekinni hlutdeild í aflaheimildum þorsks. VI. Efnahagur fyrirtækja og heimila Milliuppgjör fyrirtækja á Verðbréfaþingi sýna heldur verri afkomu en á sama tíma fyrra árs. Fjallað er sér- staklega um afkomu fjármálafyrirtækja síðar í þess- um kafla. Hjá öðrum fyrirtækjum lækkaði hlutfall hagnaðar eftir skatta á móti veltu úr 2,8% á fyrri hluta 1999 í 1,3% á fyrri hluta 2000. Arðsemi eigin- fjár lækkaði af þessum sökum mjög verulega, úr 8,2% á fyrri hluta 1999 í 3,2% nú. Rekstrarafkoma, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, var enn allgóð þótt hún lækkaði milli ára úr 7,4% í 6,8% af veltu. Þyngra vógu samt vaxandi afskriftir og vaxtakostnaður í kjölfar lánsfjármagnaðar fjárfest- ingar, gengistap vegna lækkunar á gengi krónunnar og auknar skattgreiðslur vegna góðrar afkomu 1999. Hlutfall eiginfjár af heildareignum hefur lækkað úr 33% um mitt ár 1999 í 30% um mitt ár 2000. Lang- tímaskuldir hækkuðu um 18% meðan eignir á móti hækkuðu um 15%. Einhver áhrif eru af samruna og yfirtökum í þessum tölum, en þó er ljóst að frá síð- ustu áramótum hefur áframhaldandi lánsfjármögnuð 32 PENINGAMÁL 2000/4 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S 1997 1998 1999 2000 0 6 12 18 24 12-m. %-br. 95 100 105 110 115 120 125 130 135 Vísitala %-breyting nafnverðs (v. ás) Raunverð (h. ás, jan.'96=100) Fasteignaverð á höfuðborgarsvæði Mynd 3 Fermetraverð íbúðarhúsnæðis, 3 mán. meðaltöl
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.