Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 52
stöðugleika fjármálakerfisins. Af þeim 94 ríkjum
sem könnunin nær til fylla 78 þennan flokk. Seðla-
banki Íslands er í dag í hópi með 16 ríkjum sem hafa
annars konar lögbundið markmið. Seðlabanki Íslands
mælist því í 25.-27. sæti meðal iðnríkja og í 79.-90.
sæti meðal þeirra 94 ríkja sem könnunin nær til.
Í samanburði við önnur lönd virðast því lög
Seðlabanka Íslands ekki kveða nógu skýrt á um hvert
meginmarkmið peningastefnunnar eigi að vera og
þar sem lögin kveða á um önnur, og mögulega ósam-
rýmanleg, markmið virðist vanta að markmiðunum
sé forgangsraðað. Lögin kveða svo á að hlutverk
Seðlabankans sé að tryggja verðstöðugleika, sem
fyllsta og hagkvæmasta nýtingu á framleiðslugetu
atvinnuveganna, að varðveita gjaldeyrisforða sem
nægi til að tryggja frjáls viðskipti við útlönd o.fl. Hér
er því um að ræða markmið sem geta stangast á í
grundvallaratriðum og eru jafnvel utan áhrifasviðs
Seðlabankans.
Ef breyta á þessu ákvæði í átt til fyrirkomulags
annarra iðnríkja virðast tvær leiðir helst færar. Í
fyrsta lagi sama leið og var farin t.d. í Svíþjóð,
Kanada og Nýja Sjálandi en í lögum þessara landa er
eingöngu kveðið á um verðstöðugleika sem markmið
peningastefnunnar. Annar möguleiki væri hins vegar
að fara sömu leið og t.d. í Bretlandi og ECB en í
þeirra lögum segir að meginmarkmið peningastefn-
unnar sé verðstöðugleiki en að seðlabankinn skuli
einnig styðja almenna efnahagsþróun í landinu, telji
bankinn það ekki stefna verðstöðugleikanum í hættu.
Vert er að leggja áherslu á að í reynd er lítill mun-
ur á þessum tveimur leiðum. Þannig leggja t.d. seðla-
bankar Svíþjóðar, Kanada og Nýja Sjálands ekki
minna upp úr þróun raunstærða og stöðugleika fjár-
málakerfisins en seðlabankar annarra landa (sjá t.d.
umfjöllun í grein höfundar í Peningamálum, 2000/1).
Markmiðssjálfstæði
Mjög misjafnt er milli landa hvort seðlabankar komi
að ákvörðun um endanlegt markmið peningastefn-
unnar. Í ECB, Bandaríkjunum og Japan er t.d.
ákvörðunin í höndum seðlabankans (þótt hún sé
síðan bundin í lög, sett af þingi) en í Bretlandi og
Noregi eingöngu í höndum ríkisstjórnar. Mörg ríki,
PENINGAMÁL 2000/4 51
Tafla 1 Sjálfstæði seðlabanka víða um heim 19981
Áhersla Mark- Tækja- Fjár- Ráðningar- Heildar-
á verð- miðs- sjálf- mögnun á tími banka- sjálf-
stöðugleika sjálfstæði stæði ríkissjóði stjóra stæði
Bandaríkin ................................................... 7,5 10,0 10,0 10,0 4,3 9,2
Bretland ....................................................... 7,5 0,0 10,0 10,0 5,7 7,7
ECB ............................................................. 7,5 10,0 10,0 10,0 5,7 9,3
Japan ............................................................ 7,5 10,0 10,0 10,0 5,7 9,3
Iðnríki .......................................................... 7,3 7,1 9,5 9,6 5,7 8,6
Umskiptaríki ................................................ 8,5 5,9 9,1 7,8 7,0 8,0
Þróunarríki ................................................... 7,1 5,8 7,1 6,1 5,1 6,5
Danmörk ...................................................... 7,5 5,0 10,0 10,0 10,0 8,8
Finnland ....................................................... 7,5 10,0 10,0 10,0 5,7 9,3
Noregur ........................................................ 0,0 0,0 6,7 10,0 7,1 5,7
Svíþjóð ......................................................... 10,0 10,0 10,0 10,0 5,7 9,7
Ísland ........................................................... 5,0 5,0 3,3 10,0 5,7 6,1
Sæti Íslands meðal iðnríkja ......................... 25.-27. 16.-25. 28. 1.-26. 7.-23. 27.
Sæti Íslands meðal allra ríkja ...................... 79.-90. 36.-81. 79.-89. 1.-45. 30.-74. 74.
1. Matið miðast við stöðuna síðla árs 1998. Hins vegar hafa þær breytingar verið gerðar á tölum Frys og félaga að staða aðildarríkja EMU er uppfærð til
samræmis við stöðu evrópska seðlabankans. Hæsta einkunn er 10. Iðnríkin eru 28 talsins en heildarfjöldi ríkja 94.
Heimildir: Fry og félagar (2000) og heimasíður ýmissa seðlabanka.