Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 52
stöðugleika fjármálakerfisins. Af þeim 94 ríkjum sem könnunin nær til fylla 78 þennan flokk. Seðla- banki Íslands er í dag í hópi með 16 ríkjum sem hafa annars konar lögbundið markmið. Seðlabanki Íslands mælist því í 25.-27. sæti meðal iðnríkja og í 79.-90. sæti meðal þeirra 94 ríkja sem könnunin nær til. Í samanburði við önnur lönd virðast því lög Seðlabanka Íslands ekki kveða nógu skýrt á um hvert meginmarkmið peningastefnunnar eigi að vera og þar sem lögin kveða á um önnur, og mögulega ósam- rýmanleg, markmið virðist vanta að markmiðunum sé forgangsraðað. Lögin kveða svo á að hlutverk Seðlabankans sé að tryggja verðstöðugleika, sem fyllsta og hagkvæmasta nýtingu á framleiðslugetu atvinnuveganna, að varðveita gjaldeyrisforða sem nægi til að tryggja frjáls viðskipti við útlönd o.fl. Hér er því um að ræða markmið sem geta stangast á í grundvallaratriðum og eru jafnvel utan áhrifasviðs Seðlabankans. Ef breyta á þessu ákvæði í átt til fyrirkomulags annarra iðnríkja virðast tvær leiðir helst færar. Í fyrsta lagi sama leið og var farin t.d. í Svíþjóð, Kanada og Nýja Sjálandi en í lögum þessara landa er eingöngu kveðið á um verðstöðugleika sem markmið peningastefnunnar. Annar möguleiki væri hins vegar að fara sömu leið og t.d. í Bretlandi og ECB en í þeirra lögum segir að meginmarkmið peningastefn- unnar sé verðstöðugleiki en að seðlabankinn skuli einnig styðja almenna efnahagsþróun í landinu, telji bankinn það ekki stefna verðstöðugleikanum í hættu. Vert er að leggja áherslu á að í reynd er lítill mun- ur á þessum tveimur leiðum. Þannig leggja t.d. seðla- bankar Svíþjóðar, Kanada og Nýja Sjálands ekki minna upp úr þróun raunstærða og stöðugleika fjár- málakerfisins en seðlabankar annarra landa (sjá t.d. umfjöllun í grein höfundar í Peningamálum, 2000/1). Markmiðssjálfstæði Mjög misjafnt er milli landa hvort seðlabankar komi að ákvörðun um endanlegt markmið peningastefn- unnar. Í ECB, Bandaríkjunum og Japan er t.d. ákvörðunin í höndum seðlabankans (þótt hún sé síðan bundin í lög, sett af þingi) en í Bretlandi og Noregi eingöngu í höndum ríkisstjórnar. Mörg ríki, PENINGAMÁL 2000/4 51 Tafla 1 Sjálfstæði seðlabanka víða um heim 19981 Áhersla Mark- Tækja- Fjár- Ráðningar- Heildar- á verð- miðs- sjálf- mögnun á tími banka- sjálf- stöðugleika sjálfstæði stæði ríkissjóði stjóra stæði Bandaríkin ................................................... 7,5 10,0 10,0 10,0 4,3 9,2 Bretland ....................................................... 7,5 0,0 10,0 10,0 5,7 7,7 ECB ............................................................. 7,5 10,0 10,0 10,0 5,7 9,3 Japan ............................................................ 7,5 10,0 10,0 10,0 5,7 9,3 Iðnríki .......................................................... 7,3 7,1 9,5 9,6 5,7 8,6 Umskiptaríki ................................................ 8,5 5,9 9,1 7,8 7,0 8,0 Þróunarríki ................................................... 7,1 5,8 7,1 6,1 5,1 6,5 Danmörk ...................................................... 7,5 5,0 10,0 10,0 10,0 8,8 Finnland ....................................................... 7,5 10,0 10,0 10,0 5,7 9,3 Noregur ........................................................ 0,0 0,0 6,7 10,0 7,1 5,7 Svíþjóð ......................................................... 10,0 10,0 10,0 10,0 5,7 9,7 Ísland ........................................................... 5,0 5,0 3,3 10,0 5,7 6,1 Sæti Íslands meðal iðnríkja ......................... 25.-27. 16.-25. 28. 1.-26. 7.-23. 27. Sæti Íslands meðal allra ríkja ...................... 79.-90. 36.-81. 79.-89. 1.-45. 30.-74. 74. 1. Matið miðast við stöðuna síðla árs 1998. Hins vegar hafa þær breytingar verið gerðar á tölum Frys og félaga að staða aðildarríkja EMU er uppfærð til samræmis við stöðu evrópska seðlabankans. Hæsta einkunn er 10. Iðnríkin eru 28 talsins en heildarfjöldi ríkja 94. Heimildir: Fry og félagar (2000) og heimasíður ýmissa seðlabanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.