Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 75

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 75
gengi dalsins. Í Japan er lagt til að peningamálastefn- an verði látin hvetja mjög til eftirspurnar þar til ljóst verður að hagvöxtur hefur tekið nægilega vel við sér. Sama gildir um stefnuna í ríkisfjármálum. Margvís- legar frekari umbætur séu einnig nauðsynlegar í efnahagslífinu. Ástæða er til þess að víkja sérstaklega að evrunni. Hún hefur lækkað mjög mikið frá stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, alls um tæplega 30% gagnvart Bandaríkjadal þegar hún var lægst. Í árs- byrjun 1999 kostaði ein evra um 81 krónu en nú 73 krónur.5 Flestir telja að gengi evrunnar sé lægra en efnahagsskilyrði gefa tilefni til. Erfitt er að finna við- hlítandi skýringar á lækkun evrunnar. Þó blasir við að andhverfan er sterkur dalur og framvinda efna- hagsmála í Bandaríkjunum hefur haldið áfram að koma á óvart. Hagvöxtur hefur verið meiri en nokk- urn óraði fyrir. Þá hefur vaxtamunur á milli Banda- ríkjanna og Evrópu einnig verið Bandaríkjadal í hag. Um þessar mundir eru skammtímavextir í Bandaríkj- unum u.þ.b. 2 prósentustigum hærri en í Myntbanda- laginu. Seðlabanki Evrópu er enn að fóta sig og ávinna sér trú og má telja víst að það eigi nokkurn þátt í lágu gengi evrunnar auk þess sem yfirlýsingar stjórnmálaleiðtoga hafa ekki allar hjálpað til. Ýmsum þykir sem ekki gæti nægilegs samræmis í yfirlýsing- um leiðtoga Myntbandalagsríkjanna. Aukinn kraftur hefur færst í evrópskt efnahagslíf undanfarin misseri og hagvaxtarmunur á milli Myntbandalagsins og Bandaríkjanna hefur minnkað, að vísu hægar en búist var við vegna áframhaldandi mikils hagvaxtar í Bandaríkjunum. Auk þess er við ýmsan skipulags- vanda að kljást í Evrópu. Íhlutun stærstu seðlabanka heims í seinni hluta september til stuðnings evrunni var almennt fagnað meðal fundarmanna í Prag. Sú skoðun var útbreidd að gengi hennar væri orðið of lágt og það þjónaði hagsmunum stærstu iðnríkjanna að gengi hennar hækkaði. Íhlutun ein og sér breytir ekki miklu um framvinduna - sérstaklega ef henni er ekki fylgt eftir með aðgerðum í peningamálum - nema um leið takist að breyta væntingum fjárfesta. Ekki liggur fyrir hvort aðgerðir seðlabankanna hafi skilað þeim árangri að fjárfestar endurmeti væntingar sínar um gengi evrunnar. Aðrar stuðningsaðgerðir hafa einskorðast við hækkun vaxta Seðlabanka Evrópu 5. október sl. en hún leiddi ekki til hækkunar á gengi evrunnar (raunar lækkaði gengi hennar eftir því sem leið á október). Þess má geta að fulltrúar ýmissa minni ríkja fögnuðu einnig íhlutun seðla- bankanna, einkum á þeirri forsendu að ójafnvægi í gengi mikilvægra gjaldmiðla, að ekki væri talað um sveiflur og óvissu sem af því leiðir, ylli marghátt- uðum vandræðum fyrir minni ríki, efnuð sem miður efnuð. Rétt er að halda því til haga að lágt gengi evrunn- ar hefur átt sinn þátt í örvun hagvaxtar í Myntbanda- laginu og að þrátt fyrir lækkun hennar hefur tekist að halda verðbólgu í skefjum, þ.e. að tryggja innri stöð- ugleika evrunnar. Samkvæmt spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður hagvöxtur meiri í Myntbandalaginu á næsta ári en í Bandaríkjunum. Ég hef áður nefnt að sjóð- urinn varar við því að hugsanlegar séu skyndibreyt- ingar á væntingum fjárfesta á Bandaríkjamarkaði og 74 PENINGAMÁL 2000/4 daglegt gengi frá 1. janúar 1999 - 28. september 2000 Mynd 4 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O 0,7 0,8 0,9 1 1,1 1,2 1,3 1,4 $/evra Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal 1999 2000 3 mánaða LIBOR- og EURIBOR-vextir Mynd 5 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O 2 3 4 5 6 7 % Bandaríkin Evrusvæði Millibankavextir í Bandaríkjunum og á evrusvæði 1999 2000 5. 2. október 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.