Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 38
PENINGAMÁL 2000/4 37 Sögulegt yfirlit Allt frá því að Seðlabanki Íslands var stofnaður á árinu 1961 hefur meginstjórntæki hans verið vextir, lengst af bæði vextir bankans sjálfs og vextir annarra lánastofnana. Fram til 1986 voru í gildi lagaákvæði sem heimiluðu Seðlabankanum að ákveða lágmarks- vexti af innlánum og hámarksvexti af útlánum auk þess að ákveða vexti í eigin viðskiptum. Þessum heimildum var beitt án undantekninga fram til 1984 þegar vextir í millibankaviðskiptum voru gefnir frjálsir. Með endurskoðun Seðlabankalaganna 1986, afnámi okurlaga 1987 samhliða setningu vaxtalaga 1987 féllu heimildir Seðlabankans til ákvörðunar lágmarks- og hámarksvaxta lánastofnana úr gildi. Við þá breytingu varð meginbreyting á framkvæmd stefnunnar í peningamálum, þar sem Seðlabankinn varð að treysta á áhrif eigin vaxta á vexti lánastofn- ana til þess að hafa þau áhrif sem hann óskaði á vaxtastig í landinu. Annað meginstjórntækið í peningamálum á þessu tímabili og reyndar allt fram til 1993–1995 voru tak- markanir á gjaldeyrisviðskiptum. Í upphafi við- reisnartímabilsins voru gjaldeyrisviðskipti vegna vöru og þjónustu gefin frjáls en önnur gjaldeyrisvið- skipti, þ.e. fjármagnshreyfingar, voru áfram háðar takmörkun og leyfum stjórnvalda. Takmarkanir á fjármagnshreyfingum studdu stefnu stjórnvalda í gengismálum, þó svo að ójafnvægi í viðskiptum með vöru og þjónustu við útlönd hlyti að lokum að hafa áhrif á gengi krónunnar. Seðlabanki Íslands hefur aldrei reynt að stýra peningamagni eða peningaframboði eins og margir seðlabankar hafa reynt, sérstaklega í þróunarríkjum. Nokkrum sinnum reyndi Seðlabankinn að beita útlán innlánsstofnana takmörkunum. Reynslan af þeim var ekki góð fremur en erlendis. Almenna reynslan er sú að útlánatakmarkanir skila fyrst og fremst árangri í stuttan tíma og að í opnu fjármálaumhverfi eru þær tilgangslausar og veikja einungis innlent fjármála- kerfi gagnvart erlendri samkeppni. Markmið peningastefnunnar á tímabilinu 1961 til 1986 voru ekki alltaf skýr. Stjórnmálalegar takmark- anir á sveigjanleika í vaxtamálum, eftirgefanleg gengisstefna og aðhaldsleysi í ríkisfjármálum ollu því að verðbólga var mikil bæði á áttunda og níunda áratugnum. Gengi krónunnar lét undan og var ýmist fellt eða látið síga. Þannig skiptust á tímabil gengis- YNGVI ÖRN KRISTINSSON1 Framkvæmd peningastefnunnar og stjórntæki Seðlabanka Íslands 1. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðla- banka Íslands. Stjórntæki Seðlabanka Íslands í peningamálum voru endurskoðuð á fyrri hluta ársins 1998. Þau hafa verið óbreytt frá þeim tíma. Endurskoðunin 1998 var í raun lokaáfangi í þróun sem hófst 1984 þegar smám saman var hafið að draga úr höftum á fjármálamörkuðum. Breytingar stjórntækja bankans hafa haldist í hendur við uppbyggingu og þróun fjármálamarkaða á þessu tímabili auk þess sem breytt mark- mið peningastefnunnar hafa einnig haft afgerandi áhrif á þróun þeirra. Auk þessa var við endurskoðun- ina 1998 höfð hliðsjón af fyrirhuguðum stjórntækjum Seðlabanka Evrópu vegna samstarfsins á Evrópska Efnahagssvæðinu og svo þess að líta mátti svo á að stjórntæki hans yrðu nokkurs konar viðmið fyrir aðra seðlabanka og endurspegluðu „state of the art” í seðlabankafræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.