Peningamál - 01.11.2000, Page 38
PENINGAMÁL 2000/4 37
Sögulegt yfirlit
Allt frá því að Seðlabanki Íslands var stofnaður á
árinu 1961 hefur meginstjórntæki hans verið vextir,
lengst af bæði vextir bankans sjálfs og vextir annarra
lánastofnana. Fram til 1986 voru í gildi lagaákvæði
sem heimiluðu Seðlabankanum að ákveða lágmarks-
vexti af innlánum og hámarksvexti af útlánum auk
þess að ákveða vexti í eigin viðskiptum. Þessum
heimildum var beitt án undantekninga fram til 1984
þegar vextir í millibankaviðskiptum voru gefnir
frjálsir. Með endurskoðun Seðlabankalaganna 1986,
afnámi okurlaga 1987 samhliða setningu vaxtalaga
1987 féllu heimildir Seðlabankans til ákvörðunar
lágmarks- og hámarksvaxta lánastofnana úr gildi.
Við þá breytingu varð meginbreyting á framkvæmd
stefnunnar í peningamálum, þar sem Seðlabankinn
varð að treysta á áhrif eigin vaxta á vexti lánastofn-
ana til þess að hafa þau áhrif sem hann óskaði á
vaxtastig í landinu.
Annað meginstjórntækið í peningamálum á þessu
tímabili og reyndar allt fram til 1993–1995 voru tak-
markanir á gjaldeyrisviðskiptum. Í upphafi við-
reisnartímabilsins voru gjaldeyrisviðskipti vegna
vöru og þjónustu gefin frjáls en önnur gjaldeyrisvið-
skipti, þ.e. fjármagnshreyfingar, voru áfram háðar
takmörkun og leyfum stjórnvalda. Takmarkanir á
fjármagnshreyfingum studdu stefnu stjórnvalda í
gengismálum, þó svo að ójafnvægi í viðskiptum með
vöru og þjónustu við útlönd hlyti að lokum að hafa
áhrif á gengi krónunnar.
Seðlabanki Íslands hefur aldrei reynt að stýra
peningamagni eða peningaframboði eins og margir
seðlabankar hafa reynt, sérstaklega í þróunarríkjum.
Nokkrum sinnum reyndi Seðlabankinn að beita útlán
innlánsstofnana takmörkunum. Reynslan af þeim var
ekki góð fremur en erlendis. Almenna reynslan er sú
að útlánatakmarkanir skila fyrst og fremst árangri í
stuttan tíma og að í opnu fjármálaumhverfi eru þær
tilgangslausar og veikja einungis innlent fjármála-
kerfi gagnvart erlendri samkeppni.
Markmið peningastefnunnar á tímabilinu 1961 til
1986 voru ekki alltaf skýr. Stjórnmálalegar takmark-
anir á sveigjanleika í vaxtamálum, eftirgefanleg
gengisstefna og aðhaldsleysi í ríkisfjármálum ollu
því að verðbólga var mikil bæði á áttunda og níunda
áratugnum. Gengi krónunnar lét undan og var ýmist
fellt eða látið síga. Þannig skiptust á tímabil gengis-
YNGVI ÖRN KRISTINSSON1
Framkvæmd peningastefnunnar og stjórntæki
Seðlabanka Íslands
1. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðla-
banka Íslands.
Stjórntæki Seðlabanka Íslands í peningamálum voru endurskoðuð á fyrri hluta ársins 1998. Þau hafa
verið óbreytt frá þeim tíma. Endurskoðunin 1998 var í raun lokaáfangi í þróun sem hófst 1984 þegar
smám saman var hafið að draga úr höftum á fjármálamörkuðum. Breytingar stjórntækja bankans hafa
haldist í hendur við uppbyggingu og þróun fjármálamarkaða á þessu tímabili auk þess sem breytt mark-
mið peningastefnunnar hafa einnig haft afgerandi áhrif á þróun þeirra. Auk þessa var við endurskoðun-
ina 1998 höfð hliðsjón af fyrirhuguðum stjórntækjum Seðlabanka Evrópu vegna samstarfsins á
Evrópska Efnahagssvæðinu og svo þess að líta mátti svo á að stjórntæki hans yrðu nokkurs konar viðmið
fyrir aðra seðlabanka og endurspegluðu „state of the art” í seðlabankafræðum.