Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 26
PENINGAMÁL 2000/4 25 markaði voru styrking krónunnar og fór gengisvísita- lan í 117,1 í lok dags 1. nóvember en það er 1,85% undir miðgengi (þ.e. í veikari hluta vikmarkanna). Þróun gengisvísitölu frá júlíbyrjun má sjá á mynd 1 hér á síðunni. Þann 20. október tóku gildi nýjar reglur um gjald- eyrismarkað og er sagt frá helstu breytingum í rammagrein hér á síðunni. …vegna breyttra forsendna og væntinga Nokkrar breytingar á efnahagsumhverfinu að undan- förnu hafa leitt til veikingar krónunnar. Aflaheimildir voru skertar á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september sl., verðbólga er enn meiri hér á landi en í helstu við- skiptalöndum, viðskiptahalli er verulegur og við blasa erfiðir kjarasamningar, bæði við opinbera starfsmenn og sjómenn. Jafnvægisgengi krónunnar lækkaði því í upphafi sumars og mat markaðsaðila á efnahagsumhverfinu varð svartsýnna. Þetta skapaði síðan þrýsting á markaðsgengið. Fram undir mitt ár nýttu fjárfestar sér mikinn vaxtamun á milli Íslands og annarra landa og stöðugleika krónunnar til að hagnast. Þegar krónan tók að veikjast ásamt því að viðskiptahalli hélt áfram að vaxa, streymdi fjármagn til kaupa á erlendum verðbréfum áfram úr landi. Verðbólgan reyndist einnig þrálátari en búist hafði verið við og dró því úr áhuga fjárfesta á að nýta sér vaxtamuninn. Þar að auki hefur heldur dregið saman með vöxtum hér og erlendis undanfarna mánuði vegna hækkunar vaxta erlendis. Mikið útstreymi fjár- magns og minna innstreymi hafa því lagst á eitt við að veikja krónuna. Vísitala gengisskráningar frá byrjun júlí 2000 Júlí Ágúst September Október 111 112 113 114 115 116 117 118 119 31.12.1991=100 Vísitala Miðgengi Mynd 1 Í kjölfar skarpar lækkunar á gengi krónunnar snemma morguns 13. júlí 2000 gripu viðskiptavakar á gjaldeyris- markaði til þess ráðs að loka fyrir viðskipti á gjaldeyris- markaði í samræmi við 10. gr. reglna markaðarins. Sam- kvæmt greininni gat meirihluti viðskiptavaka tekið ákvörðun um tímabundna stöðvun viðskipta án samráðs við Seðlabankann. Þessi aðgerð vakti nokkrar deilur og var talin ástæða til að endurskoða reglur markaðarins. Endurskoðun reglnanna hefur nú farið fram og gaf Seðlabankinn út nýjar reglur um gjaldeyrismarkaðinn og tóku þær gildi 20. október sl. Nýju reglurnar leysa af hólmi reglur sem settar voru 8. desember 1999. Í nýju reglunum felast tvær meginbreytingar: 1. Fellt er niður ákvæði sem heimilaði aðilum á gjald- eyrismarkaði að koma sér saman um tímabundna stöðvun viðskipta við sérstakar aðstæður. 2. Lágmarksfjárhæð, sem viðskiptavakar þurfa að gefa bindandi tilboð í, er hækkuð úr 1 milljón í 1½ milljón Bandaríkjadala. Markmiðið með þessari breytingu er að auka virkni og dýpt markaðarins. Samhliða breytingu á reglunum gerðu viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði með sér samkomulag um gengisbil, sbr. 9. gr. reglnanna. Samkomulagið kveður svo á, að heimilt sé að auka gengisbil tilboða við tiltekin skilyrði. 1. Hámarksgengisbil í tilboðum skal vera 7 aurar. Við- skiptavakar skulu eigi að síður miða við að gengisbil verði að jafnaði 5 aurar nema aðstæður á markaðnum séu óvenjulegar. 2. Breytist gengisvísitala íslensku krónunnar meira en 1,25% frá opnunargildi dagsins, skal hámarksgengis- bil hækkað í 10 aura til loka dags. 3. Verði meiri breyting á gengisvísitölu íslensku krón- unnar en sem nemur 2% frá opnunargildi dagsins, skal hámarksgengisbil hækka í 20 aura til loka dags. 4. Fyrsta grein samkomulags þessa skal endurskoðuð að mánuði liðnum frá undirskrift samkomulags þessa. Reynist gengisbil í tilboðum viðskiptavaka almennt hafa hækkað í hámark það sem tilgreint er í 1. lið skal hámarksgengisbilið lækkað í 6 aura og gildir það uns annað verður ákveðið af viðskiptavökum. Breyttar reglur um gjaldeyrismarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.