Peningamál - 01.11.2000, Side 5

Peningamál - 01.11.2000, Side 5
4 PENINGAMÁL 2000/4 um var verðbólga að meðaltali 2,5%. Það hefur því töluvert dregið saman með Íslandi og viðskiptalönd- unum á síðustu mánuðum eins og sjá má á mynd 1. Meginástæða þess að nokkuð hefur dregið úr verðbólgu að undanförnu er að verð þeirra liða sem undanfarin 2 ár hafa haft mest áhrif, húsnæðis og bensíns, hefur hækkað heldur minna að undanförnu en á fyrri hluta ársins og í fyrra. Verðhækkun hús- næðis og bensíns á þó enn stóran þátt í verðbólgunni sé litið til síðustu 12 mánaða. Þótt dregið hafi úr verðhækkun húsnæðis hækkar það enn nokkuð ört. Á árskvarða nam verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu yfir tímabilið frá maí til ágúst 8½% samanborið við 17½% á sama tíma í fyrra og 15% hækkun yfir 12 mánuði til loka ágúst. Einnig hefur komist meira jafnvægi á bensínverð. Reyndar lækkaði bensínverð á heildina litið frá júlí til október, þrátt fyrir hækkun í október, og sé litið til 12 mánaða skýrir verðhækkun bensíns nú innan við ½% af hækkun neysluverðlags, samanborið við 1% fyrir ári. Bensínverð hækkaði síðast í byrjun nóvem- ber og er nú nálægt fyrra hámarki. Síðustu hækkun er erfitt að skýra útfrá hækkun á innkaupsverði bensíns, heldur virðist fremur vera um viðbrögð við inn- lendum kostnaðarbreytingum eða aukna álagningu að ræða. Þótt verð á bensíni muni án efa sveiflast bendir fátt til jafnmikillar sveiflu næstu misseri og undangengið 1½ ár. Á sama tíma og dregur úr áhrifum verðhækkunar húsnæðis og bensíns á vísitölu neysluverðs hefur verðhækkun innlendrar þjónustu vaxandi áhrif. Verð hennar, að opinberri þjónustu undanskilinni, hefur hækkað um 6,6% undanfarið ár og skýrir nú næstum því jafnmikinn hluta verðbólgunnar og húsnæðisverð eða 1,3% af hækkun vísitölu neysluverðs undanfarna 12 mánuði. Þessi þróun þarf ekki að koma á óvart, þar sem þjónusta er oft vinnuaflsfrek, auk þess sem hún verður fyrir takmarkaðri erlendri verðsamkeppni og er því sérstaklega næm fyrir innlendum kostnað- arbreytingum. Í ljósi þeirrar sveiflu sem einkennt hefur gengi krónunnar og innbyrðis gengi erlendra gjaldmiðla á árinu er áhugavert að skoða verðþróun innfluttrar vöru. Í september var gengi krónunnar að meðaltali u.þ.b. 4% lægra en í desember 1999 og 5½% lægra en í apríl, þegar krónan var sterkust. Í október lækk- aði gengi krónunnar enn frekar. Ekki verður séð að gengishækkunin fram á þetta ár hafi sett verulegt mark á verðlagsþróun á árinu, og í sumum tilfellum var þróun verðlags á skjön við gengisþróun. Hafi markaðsaðilar litið á hækkun gengis krónunnar fram á vormánuði sem tímabundna kann það að hafa dregið úr verðlagsáhrifum hennar, enda fylgir því nokkur kostnaður að breyta verðum. Gengislækkunin í sumar kann með sömu rökum að hafa haft minni áhrif en ella að því marki sem gengishækkun sem ekki hafði verið tekið tillit til við verðlagningu til neytenda gekk til baka. Þess ber einnig að gæta að gengisbreyting gagnvart evru hefur verið tiltölulega lítil og hefur að sama skapi lítil áhrif á verðlag vöru sem flutt er inn frá evrusvæðinu. Mikil lækkun krónu gagnvart Bandaríkjadal hefur hins vegar haft bein áhrif á bensínverð, enda er bensín á alþjóðlegum markaði verðlagt í Bandaríkjadölum og samkeppni frá evrusvæðinu veitir ekki aðhald á bensínmarkaði eins og í ýmsum öðrum viðskiptum. Eins og fram hefur komið í fyrri heftum Peninga- mála var verðþróun innfluttra matvæla á síðari hluta ársins 1999 mjög á skjön við gengishreyfingar og erlenda verðlagsþróun. Hækkun á verði innfluttra matvæla sem þá varð, þrátt fyrir hækkun gengis, hefur nú að nokkru leyti gengið til baka. Verðlag inn- fluttra matvæla var í október álíka hátt og fyrir ári, en þess ber að geta að fyrir rúmu ári varð veruleg verð- hækkun sem ekki gætir í 12 mánaða breytingu vísi- tölunnar. Verð innfluttra bíla og verðlag annarrar inn- fluttrar vöru að bensíni undanskildu er einnig svipað og fyrir ári. Síðastliðið sumar mátti reyndar greina tímabundna lækkun á verði innfluttra bifreiða, en lækkun á innflutningsgjöldum stærri bifreiða gæti einnig hafa átt hlut að máli. Breytingar á árstíðar- J M M J S N J M M J S N J M M J S 1998 1999 2000 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 % Ísland Viðskiptalöndin (vegin með gengisvog) Verðbólga á Íslandi og í viðskiptalöndunum 1998-2000 Mynd 1 12 mán. %-breyting samræmdrar neysluverðsvísitölu Heimild: Hagstofa Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.