Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 29
28 PENINGAMÁL 2000/4
Áhugi fjárfesta á skuldabréfamarkaðnum
Það hefur verið talsvert til umræðu að stórir fjárfest-
ar, einkum lífeyrissjóðir, hafi dregið úr umsvifum
sínum á skuldabréfamarkaði og snúið sér að erlend-
um hlutabréfum. Nýir fjárfestar hafa þó komið inn á
markaðinn. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki fyllt
í skarð lífeyrissjóðanna. Skuldabréfamarkaðurinn er
enn í skugganum af hlutabréfamarkaðnum og svo
virðist sem fjárfestar meti það enn sem svo að meiri
hagnaðarvon sé í hlutabréfum. Þetta gerist þó á sama
tíma og tiltölulega slæm milliuppgjör hafa birst bæði
hérlendis og erlendis en það sem af er ári hafa bæði
Nasdaq- og Dow-Jones-vísitölurnar í Bandaríkjunum
lækkað nokkuð. Hlutabréfaverð hér á landi hefur
einnig lækkað um u.þ.b. 12% frá áramótum. Þessi
þróun gæti leitt til þess að íslenskir lífeyrissjóðir
leituðu aftur inn á innlendan skuldabréfamarkað.
Hins ber þó að geta að ein af ástæðum þess að aukin
fjárfesting átti sér stað í erlendum verðbréfum var
hugsanlega sú að skuldabréf hafi vegið þyngra í
eignasafni lífeyrissjóðanna en eðlilegt gat talist.
Viðskipti með skuldabréf hafa aukist
Viðskipti á skuldabréfamarkaði það sem af er ári hafa
verið mikil. Á mynd 6 sést að viðskipti með spariskír-
teini, ríkisbréf og húsnæðisbréf eru þegar orðin meiri í ár
en þau voru á sama tímabili á síðasta ári. Heildarviðskipti
með skuldabréf árið 1998 voru 145 ma.kr., árið 1999
voru þau 114 ma.kr. og það sem af er þessu ári hafa
viðskipti numið 103 ma.kr. Það sem af er ári hafa mestu
viðskiptin verið með húsbréf (48%), húsnæðisbréf
(20%), spariskírteini (20%) og síðan ríkisbréf (12%).
Örva efnahagshorfur áhuga á skuldabréfamarkaði?
Ástandið í efnahagslífinu gæti ýtt undir áhuga á
skuldabréfamarkaðnum að nýju. Margt bendir til
þess að toppnum í hagsveiflunni hafi verið náð og
sagan sýnir að þá eykst eftirspurn eftir skuldabréfum.
Í nýútkominni þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 1,6%
hagvexti á næsta ári sem er umtalsvert minna en
undanfarin ár. Í niðursveiflu hafa hlutabréf tilhneig-
ingu til að lækka og þar af leiðandi ættu skuldabréf
að verða hagstæðari fjárfestingarkostur. Í fjárlaga-
frumvarpinu er gert ráð fyrir miklum rekstrarafgangi
á ríkissjóði og ætti það að leiða til vaxtalækkunar á
skuldabréfum, sér í lagi ef spár um hagvöxt á næsta
ári ganga eftir. Ekki hefur enn örlað á þessu og helsta
ástæðan sú að Íbúðalánasjóður áætlar að auka útgáfu
hús- og húsnæðisbréfa á næsta ári.
Fjárfesting erlendra aðila
Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif NOREX-samstarf-
ið hefur á verðbréfamarkað hérlendis en það hófst
30. október sl. Sennilegt er að töluverð breyting eigi
sér stað ekki síst vegna nýs sameiginlegs viðskipta-
kerfis, Saxess. Í þessu nýja kerfi er breyting á fram-
setningu tilboða sem sennilegt er að styrki verð-
myndun á markaðnum og dýpki hann. Búast má við
áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfum
vegna hárrar ávöxtunar og rafrænnar skráningar.
Gengisáhætta vegur þó á móti þessum áhuga.
Hlutabréfamarkaður á undanhaldi
Vísitölur hlutabréfamarkaðarins hér á landi hafa sig-
ið á undanförnum vikum. Nokkurt jafnvægi var í
verði á hlutabréfamarkaði hérlendis frá apríl og fram
í ágúst en eftir að hálfsársuppgjör hlutafélaganna
tóku að birtast fór verð lækkandi og hefur lækkað
jafnt og þétt síðan. Lækkun hlutabréfavísitölunnar
(ICEX-15) frá ágústlokum til októberloka nam um
8%. Hálfsársuppgjör hlutafélaga sem skráð eru á
Verðbréfaþingi Íslands sýndu í flestum tilvikum
heldur verri útkomu en spár markaðsaðila höfðu gert
ráð fyrir. Viðskipti hafa einnig dregist saman um
20% ef mánuðirnir ágúst til október í ár eru bornir
saman við sömu mánuði í fyrra.
Viðskipti með skuldabréf árin 1998,
1999 og það sem af er 2000
Spariskírteini Ríkisbréf Húsbréf Húsnæðisbréf
0
10
20
30
40
50
60
70
80
1998
1999
1.jan. - 27.okt. árið 2000
Mynd 6