Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 74

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 74
á mikilvægi þess að olíuútflytjendur og olíuinnflytj- endur efndu til viðræðna og kæmu sér saman um verð sem báðir gætu sætt sig við til lengdar. Það verð yrði áreiðanlega verulega hærra en það var á fyrri hluta síðasta árs. Í þriðja lagi er óvíst hve mikið kann að verða nauðsynlegt að herða að í peningamálum í Banda- ríkjunum - og jafnvel víðar - til þess að halda verð- bólgutilhneigingum í skefjum. Í fjórða lagi geta þeir þættir sem þegar hafa verið raktir valdið óvissu og óróa á fjármálamörkuðum. Slíkt gæti leitt til skyndilegra breytinga á flæði fjár- magns, m.a. til nýiðnaðarríkja sem treysta á inn- streymi fjármagns, bæði til beinna og óbeinna fjár- festinga. Dæmi síðustu ára sem sýna hve skyndilegar breytingar geta orðið eru þörf áminning í þessum efnum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að lítillega dragi úr hagvexti í heiminum á næsta ári, úr 4,7% í ár í 4,2%. Meðal forsendna þeirrar spár er að olíuverð verði að meðaltali 25 dalir fatið sem er töluvert lægra en nú. Hærra olíuverð leiðir til minni hagvaxtar og lakari útkomu á viðskiptajöfnuði olíuinnflutnings- ríkja. Spáin byggist einnig á því að skipulega og án mikilla sviptinga dragi úr ríkjandi ójafnvægi, þ.e. að hagvöxtur í Bandaríkjunum minnki með áfalla- lausum hætti (mjúk lending) í það sem betur sam- rýmist langtímahagvaxtargetu þjóðarbúsins um leið og hagvöxtur í Japan og Evrópu eflist. Einnig er gert ráð fyrir því að gengi mikilvægra gjaldmiðla leiðrétt- ist á hnökralausan hátt og að ekki verði snarpar breytingar á mikilvægum hlutabréfamörkuðum. Ef væntingar fjárfesta um hagvaxtarhorfur í Bandaríkj- unum og um afkomu fyrirtækja þar í landi breytast skyndilega gætu orðið óvæntar og miklar breytingar á hlutabréfamörkuðum. Það myndi gera Bandaríkin síður áhugaverð í augum fjárfesta en nú. Viðskipta- halli Bandaríkjanna er afar mikill og krefst mikils innstreymis fjár. Í ár er gert ráð fyrir að hann verði 420 milljarðar dala sem svarar til rúmlega 4% af landsframleiðslu. Þetta þýðir að Bandaríkjamenn þurfa að reiða sig á mjög mikinn innflutning fjár til þess að fjármagna hallann. Verulegur hluti hallans er fjármagnaður með óbeinum fjárfestingum, þ.e. kaup- um útlendinga á bandarískum verðbréfum. Breytist viðhorf þeirra til ávöxtunarmöguleika í Bandaríkjun- um geta afleiðingarnar orðið skyndilegar og gengi dals lækkað snöggt gagnvart evru og öðrum gjald- miðlum. Slíkt gæti síðan leitt til mikils samdráttar í eftirspurn og hagvexti í Bandaríkjunum með áþekk- um hliðaráhrifum í öðrum heimshlutum. Meginhættan sem steðjar að fjármagnsmörkuðum er því sögð sú að skyndileg og óskipuleg aðlögun verði á ójöfnuðum sem ég hef þegar lýst, sérstaklega ef fjárfestar endurmeta horfur í Bandaríkjunum. Ýmislegt gæti valdið aðlögun af þessu tagi – svo sem óvænt vaxtahækkun í Bandaríkjunum ef illa horfði um verðbólgu - og afleiðingarnar gætu orðið ýmsar. Nefna má verulegar breytingar á bandarískum verð- bréfamarkaði, miklar sveiflur í flæði fjármagns á milli landa, breyttar væntingar og aðgerðir á afleiðu- mörkuðum og miklar sveiflur á gjaldeyrismörkuðum, ekki síst á mörkuðum þar sem tiltölulega lítil við- skipti geta haft mikil áhrif. Við ríkjandi skilyrði og horfur er ráðgjöf Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sú að Bandaríkin, Japan og Evrópusambandið verði að fylgja ólíkri efnahags- stefnu. Í Bandaríkjunum kunni sem fyrr segir að þurfa að herða enn frekar að í peningamálum til þess að halda aftur af innlendri eftirspurn og verðbólgu- þrýstingi og gæta þess að slaka ekki á í ríkisfjármál- um. Á evrusvæðinu þurfi að nýta færin sem núver- andi uppsveifla gefur til þess að hraða nauðsynlegum umbótum sem leiða munu til meiri hagvaxtargetu til lengri tíma. Peningamálastefnan verði að vera sveigj- anleg og peningamálayfirvöld að vera viðbúin því að bregðast við verðbólguþrýstingi og lágu gengi evr- unnar annars vegar og hins vegar skyndilegri hækkun á gengi evrunnar sem gæti leitt af endurmati fjárfesta á horfunum í Bandaríkjunum og þar með lækkun á PENINGAMÁL 2000/4 73 % af VLF Mynd 3 Bandaríkin Japan EMU Ísland 0 2 4 -2 -4 -6 -8 -10 % Viðskiptajöfnuður 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.