Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 78

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 78
PENINGAMÁL 2000/4 77 verðlag á fyrsta ársfjórðungi myndi hækka um 0,9% eða 3,7% á ársgrundvelli. Febrúar 2000 Hinn 1. febrúar tóku gildi nýjar reglur á millibanka- markaði með krónur. Helstu breytingar eru þær að framvegis skuldbinda markaðsaðilar sig til þess að gera tilboð í tilteknum fjárhæðum með lánstíma til 9 og 12 mánaða. Seðlabanki Íslands mun reikna út og birta REIBOR og REIBID til 9 og 12 mánaða. Hinn 1. febrúar tóku gildi nýjar reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við bindiskyldar lánastofnanir. Meginbreytingar voru að gildandi ákvæði um leið- réttingar á færslumistökum voru felld inn í reglurnar og að tilkynningar um uppboð endurhverfra við- skipta verða birtar vikulega á mánudagsmorgni í stað föstudagskvölds. Þá bættist við nýr skuldabréfa- flokkur SLST023/2 sem er hæfur í viðskiptum við Seðlabankann. Hinn 3. febrúar veitti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch IBCA íslenska ríkinu lánshæfismatið AA- fyrir lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt, fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt F1+ og fyrir skuldbindingar í innlendri mynt fékk ríkið AAA sem eru hæstu einkunnir sem fyrirtækið gefur. Hinn 11. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands hækk- un vaxta sinna um 0,3 prósentustig og um víkkun vikmarka gengisstefnunnar úr ±6% í ±9%. Mars 2000 Hinn 21. mars tóku gildi nýjar reglur um viðskipti á millibankamarkaði í íslenskum krónum. Meginbreyt- ingin á reglunum er sú að sett hefur verið hámarks vaxtabil milli inn- og útlána í tilboðum þátttakenda til eins mánaðar og lengri tíma. Hámarkið er 25 punktar. Ekkert hámarksvaxtabil er skilgreint fyrir viðskipti til skemmri tíma. Hinn 30. mars veitti viðskiptaráðherra FBA starfs- leyfi sem viðskiptabanka skv. 4. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði. Apríl 2000 Hinn 10. apríl var undirrituð samrunaáætlun Íslands- banka hf. og FBA hf. sem leiddi til stofnunar nýs fé- lags undir nafninu Íslandsbanki-FBA hf. Maí 2000 Seðlabanki Íslands birti verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 5,5% milli ár- anna 1999 og 2000, en hækkun frá upphafi til loka árs 2000 yrði 5,0%. Spáð var að verðlag á öðrum árs- fjórðungi myndi hækka um 1,4% eða 5,7% á árs- grundvelli. Um miðjan maí tilkynntu tveir af yfirlýstum við- skiptavökum ríkisskuldabréfa Verðbréfaþingi Íslands með eins mánaðar fyrirvara að þeir hygðust hætta viðskiptavakt. Júní 2000 Hinn 2. júní tók Íslandsbanki-FBA hf. formlega til starfa. Bandaríska matsfyrirtækið Moody´s Investors Service gaf Íslandsbanka-FBA hf. einkunnina A2 fyrir langtímaskuldbindingar, Prime-1 fyrir skamm- tímaskuldbindingar og C fyrir fjárhagslegan styrk. Hinn 7. júní undirritaði Lánasýsla ríkisins samning, að undangengnu útboði, um samningsbundna við- skiptavakt ríkisverðbréfa við Kaupþing hf., Búnaðar- banka Íslands hf., Íslandsbanka-FBA hf. og Spari- sjóðabanka Íslands hf. Frá undirritun samningsins hafa áður nefndir aðilar heimild til að kalla sig viður- kennda viðskiptavaka ríkisverðbréfa. Í samningnum eru skilgreindar skyldur viðskiptavaka varðandi framsetningu tilboða á VÞÍ og hámarksbil milli kaup- og söluávöxtunar. Þá mun Lánasýslan greiða viðskiptavökum veltuþóknun fyrir viðskiptavaktina. Í samningnum eru skilgreindir 4 markflokkar ríkis- skuldabréfa, þrír verðtryggðir og einn óverðtryggður. Lánasýslan skuldbatt sig jafnframt til þess að bæta upplýsingagjöf. Hinn 19. júní hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína um 0,5 prósentustig. Íbúðalánasjóður gerði samning við Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. um við- skiptavakt með húsbréf. Frá undirritun samningsins hafa áður nefndir aðilar heimild til að kalla sig viður- kennda viðskiptavaka með húsbréf og húsnæðisbréf. Íbúðalánasjóður stóð með sama hætti að vali viðskiptavaka og Lánasýsla ríkisins, og er samningur sjóðsins að öllu leyti hliðstæður samningi Lánasýsl- unnar. Þá tilkynnti Íbúðalánasjóður að hann myndi framvegis leitast við að miðla með reglubundnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.