Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 55

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 55
Eins og sést á mynd 2 eru aðeins níu dæmi þess að ákvarðanir í peningamálum séu teknar af einum manni (Fry og félagar, 2000). Í flestum tilvikum er ákvörðunin tekin af fjölskipaðri bankastjórn (eins og hér á landi, í Sviss og Danmörku) eða af peninga- málaráði sem yfirleitt samanstendur af seðlabanka- stjóra (sem jafnframt er formaður ráðsins), aðstoðar- seðlabankastjórum og öðrum háttsettum seðlabanka- mönnum, eins og aðalhagfræðingi og yfirmanni markaðsaðgerða. Í nokkrum tilvikum er einnig leitað eftir utanaðkomandi þekkingu, t.d. meðal virtra hagfræðiprófessora, t.d. í Ástralíu og Bretlandi (sjá nánar í ramma 3). Á myndinni kemur einnig fram að yfirleitt eru á milli fimm og tíu meðlimir í slíku ráði. Í þeim tilvikum sem um er að ræða færri er yfirleitt um að ræða lönd með fleiri en einn seðlabankastjóra, þar sem bankastjórnin, og hún eingöngu, tekur ákvarðanir í peningamálum (t.d. hér á landi, í Sviss og í Danmörku). Einnig eru nokkur tilvik þar sem meðlimir eru fleiri en tíu en yfirleitt eru það stór ríki eða ríkjasambönd (t.d. í Bandaríkjunum og ECB). 54 PENINGAMÁL 2000/4 Verðbólgumarkmið Englandsbanka er gert að halda verðbólgu í 2½% sem ákveðið er af ríkisstjórninni. Bankinn hefur ±1% vik- mörk sem m.a. eiga að endurspegla ófullkomna stjórn bankans á verðbólgu (sjá nánar í grein höfundar í Peningamálum, 2000/1). Peningamálanefnd Ríkisstjórnin hefur skipað níu manna nefnd sem tekur ákvarðanir um aðgerðir í peningamálum sem eiga að stuðla að því að verðbólgumarkmiðinu sé náð. Nefndin samanstendur af seðlabankastjóra, tveimur aðstoðar- bankastjórum, aðalhagfræðingi bankans og yfirmanni markaðsaðgerða, ásamt fjórum meðlimum útnefndum af ríkisstjórn. Val á þeim fjórum síðastnefndu fer eingöngu eftir fræðilegri hæfni í peningahagfræði og öðrum þáttum sem skipta máli fyrir starfsemi seðlabanka. Reyndin hefur verið sú að flestir þeirra eru þekktir prófessorar við breska háskóla. Hver þeirra er ráðinn til þriggja ára í senn. Fulltrúi fjármálaráðuneytis situr fundi nefndarinnar en hefur ekki atkvæðisrétt. Fundargerð peningamálanefndar Peningamálanefndin heldur fundi mánaðarlega eftir fyrirfram auglýstri áætlun. Ákvarðanir eru teknar út frá meirihlutavilja nefndarinnar. Niðurstöður fundanna eru kynntar strax að þeim loknum og fundargerð nefndarinn- ar og niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar opinberlega tveimur vikum eftir hvern fund. Verðbólguspáin og reikningsskil gagnvart almenningi Allar ákvarðanir peningamálanefndar eru byggðar á ítar- legri verðbólguspá seðlabankans. Þessi spá ásamt mati á óvissu í spánni og spám um aðrar lykilstærðir sem taldar eru hafa áhrif á verðbólguspána eru birtar ásamt ítarlegri umfjöllun í verðbólguskýrslu bankans sem kemur út árs- fjórðungslega. Með birtingu fundargerðar og niðurstaðna atkvæðagreiðslu peningamálanefndar, auk reglulegrar útgáfu verðbólguskýrslu er ætlunin að stefna bankans sé sem gagnsæjust og þannig standi bankinn reikningsskil gagnvart almenningi. Opið bréf til ríkisstjórnar Í hvert skipti sem verðbólga fer meira en 1% frá verð- bólgumarkmiðinu ber seðlabankastjóra að rita opið bréf til ríkisstjórnar þar sem fram kemur hver ástæðan er fyrir því að verðbólgumarkmiðinu var ekki náð, til hvaða ráða seðlabankinn ætli að grípa til að ná verðbólgumark- miðinu, hversu langan tíma það muni taka og hvernig það samræmist lögboðnu markmiði bankans. Seðlabanka- stjóranum ber síðan að rita annað bréf eftir þrjá mánuði hafi bankanum enn ekki tekist að ná verðbólgu inn fyrir mörkin. Hvernig ríkisstjórnin bregst við slíku bréfi ræðst síð- an af efnahagsástandi hvers tíma. Taka þarf tillit til þess að margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að verð- bólgumarkmiðinu sé ekki náð öllum stundum og að óheppilegt getur verið að reyna það, t.d. verði hagkerfið fyrir alvarlegum framboðsáföllum. Reikningsskil gagnvart þingi Meðlimum peningamálanefndar er gert að mæta fyrir fjárlaganefnd þingsins fjórum sinnum á ári og svara spurningum um stefnu bankans í peningamálum og skýra aðgerðir hans. Þar að auki eru árlegar umræður á þingi um ársskýrslu bankans. Bankanum ber einnig að standa reikningsskil gagn- vart bankaráði sem samanstendur af bankastjóranum og tveimur aðstoðarbankastjórum, auk 16 meðlima sem eiga að endurspegla mismunandi sjónarmið bresks efnahags- lífs. Rammi 3 Gagnsæi og reikningsskil Englandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.