Peningamál - 01.11.2000, Síða 20

Peningamál - 01.11.2000, Síða 20
vísbending um að samkeppnisstaða þeirra sé viðun- andi. Því eru minni líkur á að slök samkeppnisstaða grafi undan trausti markaðsaðila á stöðugleika gengisins með tilheyrandi hættu á gjaldeyriskreppu. Veikleiki hennar felst hins vegar í því að engin auð- veld lausn er á því ójafnvægi sem skapast hefur í ytri jöfnuði þjóðarbúskaparins. Lækkun á gengi krónunn- ar er við núverandi aðstæður líkleg til að leiða fyrst og fremst til aukinnar verðbólgu, en að hafa minni áhrif á raungengi og útflutning. Úrræðin takmarkast PENINGAMÁL 2000/4 19 Í meginatriðum hafa mikill og viðvarandi viðskiptahalli átt sér þrenns konar uppruna: Í fyrsta lagi óstjórn í fjár- málum hins opinbera, í öðru lagi ytri áföll og í þriðja lagi hefur mátt rekja hallamyndun til ofþenslu í einkageir- anum í kjölfar afnáms hafta í fjármálageiranum og á fjár- magnshreyfingar milli landa. Ein algengasta orsök mikils viðskiptahalla í OECD- ríkjum sl. áratugi hefur verið halli á rekstri hins opinbera. Halli á ríkissjóði var til dæmis helsta orsök mikils við- skiptahalla í Grikklandi árin 1979-86, á Írlandi árin 1976- 85 og í Portúgal á árunum 1980-83. Dæmigerð framvinda var með þeim hætti að ríkisútgjöld aukast hratt á góðæris- skeiði, en stjórnvöldum tekst ekki að draga úr útgjöldum að sama skapi þegar slær í bakseglin. Afleiðingin er að halli hins opinbera eykst og ýtir undir viðskiptahalla. Þegar komið er í óefni er nauðsynlegt að grípa til harka- legra aðhaldsaðgerða sem leiða til samdráttar. Þannig var í meginatriðum atburðarásin í ofangreindum tilvikum. Önnur algeng orsök mikils viðskiptahalla í OECD- ríkjum á liðnum áratugum voru ytri áföll. Ytri áföll voru til dæmis helsta orsök mikils viðskiptahalla í Nýja-Sjá- landi á árunum 1974-78, en þá versnuðu viðskiptakjör landsins um rúmlega 40% á tveimur árum. Hrun útflutn- ingsmarkaða í Sovétríkjunum og óhagstæð þróun við- skiptakjara áttu stóran þátt í miklum viðskiptahalla Finn- lands á árunum 1989-92, þótt fyrra tímabil ofþenslu ætti einnig hlut að máli. Bæði löndin gengu í gegnum djúpa kreppu í kjölfarið. Ytri áföll voru samtímis orsök við- skiptahalla og samdráttar í efnahagslífinu, en í Finnlandi varð kreppan dýpri en ella vegna þess að verulegt ójafn- vægi hafði myndast áður en þau skullu á. Nýleg tímabil mikils viðskiptahalla er erfiðara að greina þar sem þau áttu upptök sín aðeins að litlu leyti í óstjórn hins opinbera og ytri áföllum. Þannig virðast tíma- bil mikils viðskiptahalla í Mexíkó á árunum 1991-94, í Tælandi á árunum 1990-97 og Tékklandi á árunum 1996- 97 hafa stafað að verulegu leyti af innlendri þenslu, sem átti sér rætur í mikilli fjárfestingu og fjármagnsinn- streymi, enda trúðu erlendir fjárfestar á efnahag þessara landa. Í öllum þremur tilvikum misstu fjárfestar skyndi- lega trú á efnahag landanna og hófu að draga fé sitt til baka. Segja má að ytri aðstæður hafi skipt sköpum að því leyti að lágir vextir í helstu iðnríkjum stuðluðu fyrst að miklu gjaldeyrisinnstreymi sem snerust í andhverfu sína þegar vextir hækkuðu á ný og ástand í löndunum varð tvísýnna. Þótt benda megi á brotalamir í hagstjórn land- anna á þessum tímum virðast afleiðingar þeirra hafa verið í litlu samræmi við alvarleika þeirra. Einnig er rétt að benda á að í tilfelli Mexíkó og Tælands hafði raungengi gjaldmiðilsins skekkst verulega áður en gjaldmiðla- kreppan skall á. Gengi tælenska bahtsins var til dæmis fest við Bandaríkjadal þótt mestur hluti utanríkisverslun- ar landsins væri við Asíuríki. Á átján mánuðum áður en gjaldmiðlakreppan skall á í Tælandi hafði gengi dollars styrkst um 50% gagnvart jeni og hafði það slæm áhrif á samkeppnishæfni tælenskra fyrirtækja. Hallatímabilinu í þessum löndum lauk með gjaldeyris- og bankakreppum sem höfðu mikinn samdrátt í för með sér. Í þeim tilvikum sem rakin voru hér að framan lauk tímabilum mikils viðskiptahalla með alvarlegri kreppu eða a.m.k. samdrætti.1 Það er þó ekki einhlítt. Sem dæmi um góðkynja viðskiptahalla má nefna viðskiptahalla Noregs á árunum 1975-1978. Hann var þá meiri en 7% af landsframleiðslu og varð mestur 12% árið 1978. Hallann mátti rekja til mikillar fjármunamyndunar í olíuiðnaði. Þegar uppbyggingu olíuiðnaðarins lauk minnkaði við- skiptahallinn hratt og hefur Noregur síðan að meðaltali verið með afgang af viðskiptajöfnuði, enda skilaði fjár- festingin verulegum útflutningstekjum. Rammi 4 Viðskiptahallinn í alþjóðlegum samanburði 1. Til marks um þá erfiðleika sem löndin gengu í gegnum má nefna að í Grikklandi lækkaði kaupmáttur um 20%, á Írlandi jókst atvinnu- leysi um 10 prósentustig frá 1980 til 1987, í Tékklandi úr tæpum 5% í tæp 9% á árunum 1997-1999 og í Finnlandi úr 3,5% í 18% á fáeinum árum. Þar varð kreppan mest og dróst landsframleiðsla saman um 15%. Í Mexíkó nam samdrátturinn tæpum 7% árið 1995.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.