Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 76

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 76
PENINGAMÁL 2000/4 75 gætu þær leitt til verulegrar lækkunar á gengi dalsins og þar með hækkunar á gengi evrunnar. Þessu er út af fyrir sig ekki spáð, heldur aðeins vakin athygli á að þetta geti gerst. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að oft verða skyndilegar breytingar og miklar sviptingar á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, breytingar sem enginn getur séð fyrir. Ég hef einkum fjallað um aðstæður í alþjóðlegum efnahagsmálum en fleira var að sjálfsögðu til um- ræðu í Prag. Ekki gefst tóm til þess að gera grein fyrir því öllu hér. Alheimsvæðingin var í sviðsljósinu, bæði á fundunum og á götum Prag og sýndist sitt hverjum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans lýstu því yfir að mikilvægt mark- mið stofnananna yrði að tryggja að allir nytu góðs af alheimsvæðingunni, íbúar fátækra ríkja jafnt sem hinna efnaðri. Mikið var fjallað um skuldabyrði fá- tækra ríkja og viðleitni til þess að létta henni af hin- um fátækustu. Þetta viðfangsefni verður á dagskrá stofnananna beggja á komandi árum enda mikil áhersla á það lögð af hálfu þeirra. Auk þess er mikill þrýstingur á þær af hálfu frjálsra félagasamtaka að taka rösklega til hendi á þessu sviði. Framkvæmda- stjóraskipti urðu í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr á þessu ári og nýi framkvæmdastjórinn segir sjóðinn hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í fátækustu aðildarríkjunum. Þau verða því áfram áberandi í starfi sjóðsins auk hinna hefðbundnu verkefna er varða eftirlit með efnahagsframvindu – eða yfirsýn yfir hana – í einstökum aðildarríkjum og heiminum öllum, ástand fjármagnsmarkaða og aðra þætti sem tengjast stöðugu efnahagslífi. Meginheimild: International Monetary Fund: World Economic Outlook, September 2000. Sjá einnig grein eftir Arnór Sighvatsson um alþjóðleg efnahagsmál í ágústhefti Peninga- mála 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.