Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 24
hvort gengi krónunnar helst tiltölulega stöðugt þann-
ig að lækkun þess eyði ekki ávinningnum af lægri
erlendum vöxtum. Því getur farið svo að mikið traust
á stöðugleika gjaldmiðilsins verði til þess að draga úr
aðhaldsáhrifum hærri vaxta. Því má líta á auknar
sveiflur og lækkun gengis krónunnar með tvennum
hætti. Annars vegar fela meiri sveiflur í sér að gengi
krónunnar kann að vera ótraustara en margir töldu
áður og erlendar lántökur því ekki jafnhagstæðar.
Meiri sveiflur eru mögulegar eftir að vikmörk
gengisstefnunnar voru víkkuð í ±9% í febrúar. Hins
vegar léttir gengislækkunin nokkuð á aðhaldi að
fyrirtækjum sem stunda útflutning eða eru í sam-
keppni við innflutning. Skammtímavaxtamunur við
útlönd hefur verð mjög mikill eða nálægt 6% allt
þetta ár. Síðustu mánuði, áður en Seðlabankinn
hækkaði vexti um 0,8% í byrjun nóvember, minnkaði
munurinn vegna hækkunar erlendra vaxta en er eftir
vaxtahækkunina meiri en áður á þessu ári. Til viðbót-
ar háum vaxtamun kemur svo að vextir hafa hækkað
erlendis og vísbendingar eru um að álög sem inn-
lendir lánþegar sæta á erlendum endurlánum hafi
hækkað að undanförnu. Aðhaldið hefur því aukist
verulega á þennan mælikvarða.
Aðhald peningastefnunnar skilar sér ekki að fullu
til fyrirtækja og heimilanna nema hærri skammtíma-
vextir stuðli að hækkun vaxta sem heimili og fyrir-
tæki þurfa að greiða af fjárfestingar- og neyslulánum.
Að stórum hluta er um verðtryggð langtímalán að
ræða. Ráðandi staða verðtryggðra langtímalána á
íslenskum lánamarkaði dregur að öllum líkindum
verulega úr virkni peningastefnunnar, eins og glögg-
lega hefur komið í ljós á liðnum árum. Allt til ársloka
1998 fóru vextir verðtryggðra langtímaskuldabréfa
lækkandi, þótt skammtímavextir hækkuðu. Vextir
verðtryggðra útlána bankanna lækkuðu einnig, en
minna, og urðu lægstir í mars á sl. ári. Það er því ljóst
að lækkun verðtryggðra vaxta vann gegn auknu að-
haldi á skammtímamarkaði lengi vel. Á þessu ári
hafa verðtryggðir langtímavextir hins vegar hækkað
ört og t.d. hafa húsbréfavextir frá því í vor verið
u.þ.b. 1½% hærri en þeir voru um áramótin
1998/1999. Hækkun langtímavaxta styður því við
aðhaldssama peningastefnu, en vegna þess hve
hækkunin kom seint er líklegt að áhrifa eigi eftir að
gæta enn meira á næstunni. Áhrifin eru hins vegar að
hluta komin fram á húsnæðismarkaði, eins og greint
hefur verið frá.
Á heildina litið virðist óhætt að fullyrða að þrátt
fyrir lækkun á gengi krónunnar hafi aðhald peninga-
stefnunnar aukist umtalsvert að undanförnu. Aðhald-
ið sem kemur í gegnum áhrif vaxta á innlenda eftir-
spurn er líklega meira nú en í langan tíma þar sem á
eitt leggjast hærri innlendir skammtímavextir, hækk-
un innlendra langtímavaxta, hækkun erlendra vaxta
og hærri vaxtaálög. Það tekur hins vegar tíma fyrir
þessi áhrif að skila sér að fullu.
PENINGAMÁL 2000/4 23
J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N
1997 1998 1999 2000
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
6,0
6,5
%
0,0
0,4
0,8
1,2
1,6
2,0
2,4
2,8
-0,4
-0,8
%
Verðbólguálag, munur óverðtryggðra langtíma- og
skammtímavaxta og skammtímaraunvextir 1997-2000
Mynd 8
Verðbólguálag (vinstri ás)
(vinstri ás)
Skammtímaraunvextir
Halli ávöxtunarferils (munur
vaxta 5 ára ríkisbréfa og
3 mán. ríkisvíxla (h. ás)
J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N
1997 1998 1999 2000
3,0
4,0
5,0
6,0
7,0
8,0
9,0
10,0
%
Ávöxtun langtímaskuldabréfa á VÞÍ og
verðtryggðir bankavextir 1997-2000
Mynd 9
Spariskírteini
(nú um 15 ár)
Húsbréf
Verðtryggðir bankavextir