Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 40

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 40
PENINGAMÁL 2000/4 39 ríkisskuldabréf hafa lengst af verið í jafnvægi og ekki miðast við að hafa áhrif á ávöxtun ef frá er talið tíma- bilið 1994 til 1995 þegar Seðlabankinn reyndi að festa í sessi vaxtalækkun á verðtryggðum skuld- bindingum með kaupum á ríkistryggðum skuldabré- fum. Reynsla bankans af þeirri íhlutun var ekki góð. Hún leiddi í ljós að markaðurinn hafði dýpkað það mikið að Seðlabankinn hafði ekki bolmagn til þess að hafa varanleg áhrif á ávöxtun á markaði. Þróun stefnunnar í peningamálum5 Sú mikla verðbólguhjöðnun sem varð um 1990 skap- aði ný skilyrði til efnahagsstjórnunar. Að hluta til átti lækkun verðbólgu sér rætur í þeim breytingum sem átt höfðu sér stað á fjármálamarkaðnum og skipti þar að líkindum mestu að vextir voru nú markaðsákvarð- aðir enda leiddi vaxtafrelsið til skarprar hækkunar vaxta. Aðrir þættir höfðu einnig áhrif, ekki síst sá slaki sem myndaðist í heildareftirspurn og leiddi til verulegs atvinnuleysis. Þá hafa verið leidd að því rök að verðtrygging fjárskuldbindinga hafi stuðlað að því að verkalýðshreyfingin hafi smám saman séð að til- gangslaust var að sækja miklar nafnlaunahækkanir sem einungis leiddu til víxlhækkana launa og verðlags. Skuldsetning heimila hafði vaxið mjög á áttunda áratugnum í kjölfar þess að vaxandi hluti lána lánakerfisins var verðtryggður. Þá fylgdu vextir óverðtryggðra lána einnig verðbólgu. Verðbólga hafði því vaxandi áhrif á afkomu skuldsettra heimila, jók greiðslubyrði þeirra og dró úr vilja almennings til þess að sækja nafnlaunahækkanir sem ekki voru efnahagslegar forsendur fyrir. Þessar aðstæður gerðu það að verkum að meiri festa komst á gengismál strax í upphafi tíunda ára- tugarins. Reyndar var gengisfesta ein af forsendum þeirra kjarasamninga sem leiddu til hjöðnunar verð- bólgu. Gengi krónunnar var stöðugt frá árinu 1990 þar til í nóvember 1992 þegar það var fellt um 6% fyrst og fremst vegna gengislækkana í mikilvægum viðskiptalöndum.6 Gengi krónunnar var fellt aftur 5. Einnig er fjallað um stefnuna í peningamálum og skipulag á 10 ára- tugnum í grein Más Guðmundssonar og Yngva Arnar Kristinssonar (1997), „Peningastefna á Íslandi á 10. áratugnum“, Fjármálatíðindi, 44, 103-128.. 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 0 5 10 15 -5 -10 -15 % Óverðtryggð skuldabréfalán Verðtryggð skuldabréfalán Árleg raunávöxtun skuldabréfalána banka og sparisjóða 1980-1999 Mynd 1 Samkvæmt 15. grein Seðlabankalaganna ákveður Seðlabankinn að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar hvernig verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlend- um gjaldmiðlum skuli ákveðið. Gengisstefnan er því sameiginleg ákvörðun ríkisstjórnar og Seðlabankans. Núverandi gengisstefna er byggð á ákvörðun frá 11. febrúar 2000. Meginatriði hennar eru eftirfarandi: Viðmiðun: Gengisvísitala sem miðast við samsetningu utanríkisviðskipta með vöru og þjónustu árið áður. Vísi- talan er endurskoðuð árlega og tilkynnt um samsetningu hennar. Miðgildi: Miðgildi gengisvísitölunnar er 115,01. Fráviksmörk: 9% til hvorrar handar. Efri mörk gengis- vísitölu eru 125,36 en neðri mörk 104,66. J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 75 80 85 90 95 100 105 31.12.1991=100 Opinbert gengi krónunnar og vikmörk gengisins júní 1993-október 2000 Rammi 2 Gengisstefnan 6. Tengingar finnska marksins, sænsku og norsku krónunnar og sterlings- pundsins við ECU gáfu eftir á haustmánuðum 1992 og gengi þessara gjaldmiðla féll gagnvart ECU. Raunveruleg gengisbreyting var minni en 6% þar sem ofantaldir gjaldmiðlar veiktust gagnvart krónu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.