Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 9
8 PENINGAMÁL 2000/4
magnsgjöld) fyrirtækja á VÞÍ nam 6,8% af veltu fyrri
hluta ársins. Þetta er raunar dágóð afkoma með hlið-
sjón af veltuaukningunni. Hagnaður af reglulegri
starfsemi minnkar hins vegar meira, eða úr 2,8% af
veltu í 1,3%. Meginástæðan er umtalsverð hækkun
fjármagnskostnaðar. Eðlilegt er að fjármagnskostn-
aður aukist í kjölfar fjárfestingarhrinu síðustu ára,
sem hefur að miklu leyti verið fjármögnuð með láns-
fé. Til þess að standa undir auknum fjármagns-
kostnaði þarf velta fyrirtækjanna að aukast eða hag-
ræðing að skila nægilega miklum viðbótarhagnaði.
Bregðist áætlanir fyrirtækjanna um aukna veltu eða
hagræðingu er viðbúið að þau þurfi að draga saman
seglin í fjárfestingu. Afkomutölur fyrirtækja á Verð-
bréfaþingi gefa hins vegar ekki skýra vísbendingu
um að slíkt sé í nánd. Hagnaður fyrirtækja á Verð-
bréfaþingi er enn þokkalega góður í heildina og í
sumum geirum betri en í fyrra.
Lækkun hlutabréfaverðs á árinu endurspeglar
hins vegar greinileg vonbrigði markaðsaðila með af-
komu fyrirtækja á fyrri hluta ársins. Þótt hátt verð
hlutabréfa fyrstu mánuði ársins hafi e.t.v. fyrst og
fremst endurspeglað bjartsýnar væntingar markaðs-
aðila, felur verðlækkun þeirra í sér að uppspretta
ódýrs áhættufjármagns hefur þornað upp að nokkru
leyti. Verðlækkunin gæti því haft neikvæð áhrif á
fjárfestingu. Einnig kann hún að draga úr neyslu
vegna svokallaðra auðsáhrifa.
Vöxtur vöruinnflutnings var svipaður að magni og
fyrir ári, en verðhækkun olíu og dræmur vöruútflutn-
ingur valda því að vöruskiptahallinn eykst
Þótt dregið hafi úr vexti innlendrar eftirspurnar hefur
hallinn á viðskiptajöfnuði aukist á árinu. Bæði vöru-
skipta- og þjónustujöfnuður var mun lakari en í fyrra.
Viðskiptahallinn nam 33,5 ma.kr. á fyrri helmingi
ársins samanborið við 22,6 ma.kr. halla á sama tíma
í fyrra. Af tæplega 11 ma.kr. aukningu hallans stöf-
uðu 7,8 ma.kr. af lakari vöruskiptajöfnuði og 3,1
ma.kr. af lakari þjónustujöfnuði.
Fyrir liggur uppgjör vöruskipta fyrir fyrstu 9
mánuði ársins. Halli vöruskipta á tímabilinu nam 28
ma.kr. samanborið við 19 ma.kr. á sama tíma í fyrra.
Tvær meginskýringar eru á auknum halla, þrátt fyrir
hægari vöxt innlendrar eftirspurnar. Í fyrsta lagi
hefur útflutningur verið dræmur það sem af er árinu.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða dróst nokkuð
saman, sem stafaði bæði af lélegum aflabrögðum,
einkum á fyrstu mánuðum ársins, og lækkandi út-
flutningsverði sjávarafurða. Á móti kom reyndar all-
góður vöxtur í útflutningi iðnaðarvöru, þannig að í
heild stóð útflutningur u.þ.b. í stað að magni og verð-
mæti hans óx lítillega, eða um tæp 3%. Í öðru lagi
varð mikil verðhækkun innflutts eldsneytis til þess að
N D J F M A M J J Á S O
1.300
1.400
1.500
1.600
1.700
1.800
1.900
31/12 1997=1.000
Úrvalsvísitala (15 félög)
Heildarvísitala aðallista (55 félög nú)
Verð hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands
nóv. 1999 - nóv. 2000
Mynd 3
1999 2000 Heimild: VÞÍ.
Tafla 3 Afkoma fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands1
Jan. - júní %-breyt.
M.kr. 1999 2000 ‘99-’00
Velta...................................................... 132,3 169,7 28,2
Rekstrarafkoma .................................... 9,8 11,6 18,6
Afskriftir............................................... 6,2 7,6 23,3
Fjármagnsliðir ...................................... 0,0 -1,8 .
HARS2 fyrir skatta ............................... 3,7 2,2 -39,3
Hagnaður fyrir skatta ........................... 5,5 2,8 -48,9
Skattar................................................... -1,6 -1,1 .
Hagnaður eftir skatta ............................ 3,9 1,7 -56,2
Eignir .................................................... 280,0 336,4 20,1
Veltufé .................................................. 7,5 7,5 0,0
Langtímaskuldir ................................... 95,2 112,1 17,8
Kennitölur:
Rekstrarafkoma/velta ........................... 7,4 6,8 .
HARS2 fyrir skatta/velta ...................... 2,8 1,3 .
Hagnaður/velta ..................................... 2,9 1,0 .
Eiginfjárhlutfall (eigið fé/eignir).......... 33,6 30,2 .
Arðsemi eigna (rekstrarhagn./eignir) ... 2,6 2,4 .
Arðsemi eigin fjár (hagnaður/eigið fé.. 8,2 3,3 .
Velta/eignir ........................................... 94,5 100,9 .
1. Öll skráð fyrir tæki nema í fjármála- og tryggingageira 2. HARS = Hagn-
aður af reglulegri starfsemi.