Peningamál - 01.11.2000, Side 9

Peningamál - 01.11.2000, Side 9
8 PENINGAMÁL 2000/4 magnsgjöld) fyrirtækja á VÞÍ nam 6,8% af veltu fyrri hluta ársins. Þetta er raunar dágóð afkoma með hlið- sjón af veltuaukningunni. Hagnaður af reglulegri starfsemi minnkar hins vegar meira, eða úr 2,8% af veltu í 1,3%. Meginástæðan er umtalsverð hækkun fjármagnskostnaðar. Eðlilegt er að fjármagnskostn- aður aukist í kjölfar fjárfestingarhrinu síðustu ára, sem hefur að miklu leyti verið fjármögnuð með láns- fé. Til þess að standa undir auknum fjármagns- kostnaði þarf velta fyrirtækjanna að aukast eða hag- ræðing að skila nægilega miklum viðbótarhagnaði. Bregðist áætlanir fyrirtækjanna um aukna veltu eða hagræðingu er viðbúið að þau þurfi að draga saman seglin í fjárfestingu. Afkomutölur fyrirtækja á Verð- bréfaþingi gefa hins vegar ekki skýra vísbendingu um að slíkt sé í nánd. Hagnaður fyrirtækja á Verð- bréfaþingi er enn þokkalega góður í heildina og í sumum geirum betri en í fyrra. Lækkun hlutabréfaverðs á árinu endurspeglar hins vegar greinileg vonbrigði markaðsaðila með af- komu fyrirtækja á fyrri hluta ársins. Þótt hátt verð hlutabréfa fyrstu mánuði ársins hafi e.t.v. fyrst og fremst endurspeglað bjartsýnar væntingar markaðs- aðila, felur verðlækkun þeirra í sér að uppspretta ódýrs áhættufjármagns hefur þornað upp að nokkru leyti. Verðlækkunin gæti því haft neikvæð áhrif á fjárfestingu. Einnig kann hún að draga úr neyslu vegna svokallaðra auðsáhrifa. Vöxtur vöruinnflutnings var svipaður að magni og fyrir ári, en verðhækkun olíu og dræmur vöruútflutn- ingur valda því að vöruskiptahallinn eykst Þótt dregið hafi úr vexti innlendrar eftirspurnar hefur hallinn á viðskiptajöfnuði aukist á árinu. Bæði vöru- skipta- og þjónustujöfnuður var mun lakari en í fyrra. Viðskiptahallinn nam 33,5 ma.kr. á fyrri helmingi ársins samanborið við 22,6 ma.kr. halla á sama tíma í fyrra. Af tæplega 11 ma.kr. aukningu hallans stöf- uðu 7,8 ma.kr. af lakari vöruskiptajöfnuði og 3,1 ma.kr. af lakari þjónustujöfnuði. Fyrir liggur uppgjör vöruskipta fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Halli vöruskipta á tímabilinu nam 28 ma.kr. samanborið við 19 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Tvær meginskýringar eru á auknum halla, þrátt fyrir hægari vöxt innlendrar eftirspurnar. Í fyrsta lagi hefur útflutningur verið dræmur það sem af er árinu. Útflutningsverðmæti sjávarafurða dróst nokkuð saman, sem stafaði bæði af lélegum aflabrögðum, einkum á fyrstu mánuðum ársins, og lækkandi út- flutningsverði sjávarafurða. Á móti kom reyndar all- góður vöxtur í útflutningi iðnaðarvöru, þannig að í heild stóð útflutningur u.þ.b. í stað að magni og verð- mæti hans óx lítillega, eða um tæp 3%. Í öðru lagi varð mikil verðhækkun innflutts eldsneytis til þess að N D J F M A M J J Á S O 1.300 1.400 1.500 1.600 1.700 1.800 1.900 31/12 1997=1.000 Úrvalsvísitala (15 félög) Heildarvísitala aðallista (55 félög nú) Verð hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands nóv. 1999 - nóv. 2000 Mynd 3 1999 2000 Heimild: VÞÍ. Tafla 3 Afkoma fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands1 Jan. - júní %-breyt. M.kr. 1999 2000 ‘99-’00 Velta...................................................... 132,3 169,7 28,2 Rekstrarafkoma .................................... 9,8 11,6 18,6 Afskriftir............................................... 6,2 7,6 23,3 Fjármagnsliðir ...................................... 0,0 -1,8 . HARS2 fyrir skatta ............................... 3,7 2,2 -39,3 Hagnaður fyrir skatta ........................... 5,5 2,8 -48,9 Skattar................................................... -1,6 -1,1 . Hagnaður eftir skatta ............................ 3,9 1,7 -56,2 Eignir .................................................... 280,0 336,4 20,1 Veltufé .................................................. 7,5 7,5 0,0 Langtímaskuldir ................................... 95,2 112,1 17,8 Kennitölur: Rekstrarafkoma/velta ........................... 7,4 6,8 . HARS2 fyrir skatta/velta ...................... 2,8 1,3 . Hagnaður/velta ..................................... 2,9 1,0 . Eiginfjárhlutfall (eigið fé/eignir).......... 33,6 30,2 . Arðsemi eigna (rekstrarhagn./eignir) ... 2,6 2,4 . Arðsemi eigin fjár (hagnaður/eigið fé.. 8,2 3,3 . Velta/eignir ........................................... 94,5 100,9 . 1. Öll skráð fyrir tæki nema í fjármála- og tryggingageira 2. HARS = Hagn- aður af reglulegri starfsemi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.