Peningamál - 01.11.2000, Page 2

Peningamál - 01.11.2000, Page 2
PENINGAMÁL 2000/4 1 Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,8 pró- sentustig þann 1. nóvember síðastliðinn. Við það hækkaði ávöxtun í endurhverfum viðskiptum bank- ans við lánastofnanir í 11,4%. Þetta eru hærri stýri- vextir en þekkst hafa hér á landi eftir að verðbólga hjaðnaði í byrjun tíunda áratugarins. Þetta eru einnig hærri vextir að tiltölu við verðbólguvæntingar og erlenda skammtímavexti en lengi hafa þekkst hér. Á móti kemur að gengi krónunnar lækkaði umtalsvert á haustmánuðum. Sú lækkun stafaði þó ekki af slökun í peningamálum heldur af lækkun jafnvægisgengis krónunnar í framhaldi af minni aflaheimildum og verri efnahagshorfum. Aðhaldsstig peningastefnunn- ar er líklega meira um þessar mundir en nokkru sinni síðan núverandi skipan fjármagnsmarkaðar og peningastjórnunar komst á um miðjan tíunda áratug- inn. Ákvörðun Seðlabankans var tekin í ljósi þess að horfur um verðbólgu á næsta ári höfðu versnað vegna lækkunar á gengi krónunnar og áframhaldandi mik- illar spennu á vöru- og vinnumarkaði. Lækkun geng- isins stafaði auk þess sem áður er nefnt af því að skammtímavaxtamunur gagnvart viðskiptalöndum hafði rýrnað um rúmt hálft prósentustig frá miðju sumri vegna vaxtahækkana í viðskiptalöndum, eða úr tæpum 6½% eftir vaxtahækkun bankans í júní í tæp 6% þann 31. október. Gengi krónunnar var í lok október 7,3% lægra en í byrjun ársins. Áhrifa vaxta- hækkunarinnar gætti strax í gengi krónunnar sem hækkaði um 0,6% þann 1. nóvember. Verðbólga varð mun minni á þriðja ársfjórðungi en spáð var. Mæld sem tólf mánaða hækkun verðlags hjaðnaði verðbólga því verulega frá því í vor. Einnig er nú minni munur á verðbólgu hér á landi og í við- skiptalöndum heldur en var í vor þar sem verðbólga hefur ágerst erlendis m.a. vegna hækkunar olíuverðs. Verðlagshorfur hér á landi á næsta ári hafa hins vegar versnað, þar sem gengi krónunnar er lægra nú en síðla sumars. Seðlabankinn spáir nú að verðbólga verði rúm 5% á milli áranna 2000 og 2001 en 4,6% yfir árið 2001. Miðað við óbreytt gengi eru hins vegar horfur á að verðbólga hjaðni í 3% á árinu 2002. Áhrif síðustu vaxtahækkunar Seðlabankans eru hins vegar ekki komin fram nema að hluta og því hugsan- legt að þau nægi til að koma verðbólgu á árinu 2002 niður á svipað stig og í viðskiptalöndum, eins og stefnt er að. Mikil og vaxandi spenna er á vinnumarkaði. Hún birtist í fleiri lausum störfum en áður hefur mælst og sögulega mjög litlu mældu atvinnuleysi. Hættan er sú að þessi spenna brjótist út í vaxandi launaskriði. Mikill innflutningur erlends vinnuafls hefur hins vegar átt þátt í að koma í veg fyrir þá þróun hingað til. Hugsanlegt er að verri afkoma í atvinnurekstri og hærri vextir muni halda aftur af launaskriði á næst- unni. Spennan á vinnumarkaði er hins vegar mikil- vægur áhættuþáttur varðandi verðlagshorfur. Sama má segja um áframhaldandi mikinn viðskiptahalla sem ásamt miklu gjaldeyrisútstreymi vegna fjárfest- ingar lífeyrissjóða og annarra aðila hefur tilhneigingu til að grafa undan genginu. Þá er það áhyggjuefni að vísbendingar eru um að verulega hafi hægt á fram- leiðniaukningu. Verði framhald á því er hætt við að launahækkanir valdi fremur verðbólgu. Velta hefur aukist minna en á síðasta ári og tölu- vert hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Hvað fasteignamarkaðinn varðar koma hér að hluta til áhrif hærri vaxta m.a. vegna aðhaldssamrar pen- Inngangur Vaxtahækkun miðar að minni verðbólgu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.