Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 6

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 6
PENINGAMÁL 2002/4 5 Mynd 3 sýnir verðbólguþróun frá 1994 sam- kvæmt þessum tveimur kjarnavísitölum og vísitölu neysluverðs. Eins og sést á myndinni er þróunin mjög áþekk yfir tímabilið í heild, þannig að kjarna- vísitölurnar sýna álíka meðalverðbólgu til lengri tíma og vísitala neysluverðs. Verðbólga undanfarinna mánaða er af innlendum toga Frá því um áramót hafa flestir meginþættir vísitölu neysluverðs hækkað minna en sem nemur verð- bólgumarkmiði Seðlabankans. Frá þessu eru þrjár undantekningar. Umreiknuð til árshækkunar nam hækkun bensínverðs 6,5%, húsnæðiskostnaðar 6% og þjónustu einkaaðila 5,3%. Hækkun bensínverðs á sér ástæður sem að mestu leyti liggja utan áhrifasviðs íslenskrar efnahagsstjórnar og því ekki ástæða til að hafa af henni sérstakar áhyggjur á meðan ekki er um stórfelldar sveiflur að ræða. Tilefni er hins vegar til að hyggja vel að ástæðum fyrir verðþróun hinna tveggja þáttanna, enda vega þeir samtals tæp 40% í vísitölu neysluverðs. Húsnæðismarkaðurinn og þjón- usta ýmiss konar eiga það sameiginlegt að verða fyrir takmarkaðri erlendri samkeppni, þótt frá því séu undantekningar. Breytingar á gengi krónunnar hafa því síður áhrif á verðþróun þar. Nái verðbólgu- hjöðnunin ekki inn í þessa þætti neyslukostnaðar er ákveðin hætta á að verðbólgan aukist á ný þegar áhrif gengishækkunar krónunnar fjara út eða ef gengið veikist á ný. Töluvert hefur dregið úr tólf mánaða hækkun þjónustuliðar neysluverðsvísitölunnar frá því að hún varð mest 10% í mars sl. Í októberbyrjun hafði verð þjónustu í einkageiranum þó hækkað um tæp 6% á einu ári og skýrir u.þ.b. helming hækkunar vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Hraðinn undanfarna þrjá mánuði hefur verið heldur minni, eða 4,8% umreikn- aður til árshækkunar. Hjöðnunin er hægfara, en hægt og bítandi ætti að draga úr verðhækkunum á þessu sviði eftir því sem hægir á innlendum launa- hækkunum, sem ætla má að hafi umtalsverð áhrif á verð þjónustu. Öfugt við þjónustu einkaaðila, þar sem mátt hefur greina hægfara en stöðuga verðhjöðnun, hefur Í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands frá 27. mars 2001 um verðbólgumarkmið og breytta gengisstefnu var gert ráð fyrir því að Seðla- bankinn, í samráði við Hagstofu Íslands, mótaði einn eða fleiri mælikvarða á undirliggjandi verðbólguþróun sem bankinn gæti notað til hliðsjónar við mótun peningastefnunnar. Þeirri vinnu er nú lokið og mun Hagstofan frá og með birtingu vísitölu neysluverðs þann 12. nóvember nk. birta tvær nýjar vísitölur, kjarnavísitölu 1 og kjarnavísitölu 2. Báðar eru byggðar á sama grunni og vísitala neysluverðs, en hin fyrri undanskilur verð grænmetis, ávaxta, búvöru og ben- síns og hin síðari til viðbótar verð opinberrar þjónustu. Í athugun er hvort birta eigi kjarnavísitölur sem auk ofangreinds undanskilur áhrif breytinga á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum. Ótvírætt gagn yrði af slíkum vísitölum, en gerð þeirra krefst töluverðrar undirbúningsvinnu og athugana á aðferðafræði. Þeir þættir sem haldið er utan kjarnavísitalnanna tveggja eru ýmist töluvert sveiflukenndir, meira eða minna utan áhrifasviðs peningastefnunnar eða endur- spegla hlutfallslegar verðbreytingar sem að jafnaði er ekki æskilegt að Seðlabankinn bregðist við með aðgerðum í peningamálum. Í grein eftir Þórarin G. Pétursson, sem birtist annars staðar í þessu hefti, er fjallað um rökin fyrir notkun mælikvarða á undir- liggjandi verðbólgu við mótun peningastefnunnar og sjónarmið við gerð þeirra. Seðlabankinn telur að með þessa mælikvarða á undirliggjandi verðbólguþróun til hliðsjónar verði auðveldara fyrir hann að útskýra aðgerðir sínar fyrir almenningi og stjórnvöldum. Einnig ætti tilvist þeirra að stuðla að því að verðbólgu- væntingar endurspegli undirliggjandi verðlagsþróun fremur en tímabundnar verðbreytingar. Það getur dregið úr sveiflum í framleiðslu og stýrivöxtum sem kann að leiða af því að bankinn gangi of hart fram við að halda verðbólgu nálægt markmiði sínu. Rétt er að leggja ríka áherslu á að útreikningur kjarnavísitalnanna breytir ekki því að vísitala neyslu- verðs verður áfram hin formlega viðmiðun fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Rammagrein 1 Mælikvarðar á kjarnaverðbólgu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.