Peningamál - 01.11.2002, Page 20

Peningamál - 01.11.2002, Page 20
falla til. Þegar meta á raunverulega afkomu ríkissjóðs er því eðlilegra að horfa fram hjá eignasölu á tekju- hlið og endurmeta auk þess útgjöld vegna skatt- afskrifta og færslu lífeyrisskuldbindinga, sem sveiflast mjög milli ára. Þessar endurmetnu tekjur og gjöld gefa betri mynd af undirliggjandi rekstri ríkissjóðs. Frávik frá fjárlögum þessa árs eru svipuð á þennan mælikvarða og án endurmats, en endur- metin afkoma er sýnu lakari en í fyrra. Í töflu á bls. 18 sést einnig að tekjur án eignasölu eru svipað hlut- fall af landsframleiðslu árin 2001 og 2002, en gjöld vaxa meira og rýra afkomuna. Einkum eru það rekstrargjöld og heilbrigðiskostnaður sem valda hækkun útgjalda. Samkvæmt áætlunum haustsins stefnir raunhækkun endurmetinna útgjalda í u.þ.b. 5 ma.kr. á þessu ári, ef raunvirt er með verði lands- framleiðslu, en rekstrarútgjöld að viðbættum ýmsum heilbrigðiskostnaði hækka um 7 ma.kr. umfram verðlag. Almennar tekjur haldast óbreyttar í hlutfalli við landsframleiðslu, en vöxturinn er afar misjafn eftir tekjustofnum. Tekjur af tekjuskatti einstaklinga hækka samkvæmt áætlun um 4½ ma.kr. að raungildi milli áranna 2001 og 2002, ef raunvirt er með verði landsframleiðslu, en 1 ma.kr. samdráttur verður í tekjum af innflutningi og neyslu öðrum en virðis- aukaskatti og nær 3 ma.kr. raunlækkun á tekjum af tekjuskatti fyrirtækja og eignasköttum. Síðasttalda lækkunin stafar bæði af verri afkomu fyrirtækja 2001 en 2000 og af hærri fríeignarmörkum í eignarsköttum einstaklinga. Vegna eignasölu og mikillar innheimtu útistandandi lána er lánsfjárafgangur áætlaður veru- legur, 20 ma.kr., þrátt fyrir að regluleg eða endur- metin afkoma sé nálægt núlli. Regluleg afkoma ríkissjóðs nálægt núlli samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2003 Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003 eiga tekjur ríkissjóðs að standa í stað milli ára og verða 264 ma.kr., en útgjöld að hækka um tæplega 3% og verða 253 ma.kr. Afgangurinn er talinn verða 10,7 ma.kr., 6,5 ma.kr. minni en í ár. Mismuninn má skýra því sem næst að fullu með minni eignasölu. Tekjur án eignasölu eiga að hækka um 2½% að nafnvirði, sem er örlítil raunhækkun miðað við verð landsfram- leiðslu, en mismikil eftir tekjustofnum. Endurmetin gjöld, þ.e.a.s. þegar horft er fram hjá tilviljana- kenndum sveiflum í afskriftum og bókuðum lífeyris- skuldbindingum, eiga að hækka örlitlu meira, um 3%, sem er tæplega 1% umfram verð landsfram- leiðslu. Samkvæmt frumvarpinu má ætla að endurmetin eða regluleg afkoma ríkissjóðs verði nálægt núlli. Það má telja ásættanlegt að því gefnu að slaki verði í þjóðarbúskapnum á næsta ári. Áætluð 12 ma.kr. eignasala og 8 ma.kr. nettóinnheimta veittra lána ætti að gera greiðsluflæði ríkissjóðs mjög hagstætt. Stefnt er að 10 ma.kr. lánsfjárafgangi, sem verja á til að greiða upp lán og auka innstæður í Seðlabankanum. Sveifluleiðrétt afkoma ríkissjóðs batnar lítillega á þessu ári Skattheimta og bótagreiðslur ríkissjóðs eru með þeim hætti að afkoma hans er að öðru jöfnu betri í uppsveiflu en þegar samdráttur er í hagkerfinu. Áætl- að er að áhrif sveiflna í landsframleiðslu á afkomu ríkissjóðs hafi verið á bilinu frá -1½% til +1½% af landsframleiðslu í síðustu hagsveiflum. Til þess að leggja mat á áhrif hagsveiflunnar á afkomu ríkissjóðs eru að jafnaði notaðar tölur um tekjur og gjöld ríkis- ins og annarra geira hins opinbera sem lagaðar eru að þjóðhagsreikningastaðli Sameinuðu þjóðanna, SNA. Þessar fjármálatölur eru um margt keimlíkar endur- metnum tekjum og gjöldum sem hér er lýst að fram- an, enda í aðalatriðum leiðréttar fyrir sömu óreglu- legu liðum. Þessar tölur eru til á þokkalega sam- ræmdu formi mun lengra aftur en aðrar talnaraðir um opinber fjármál. Tekjuafgangur ríkissjóðs á þennan mælikvarða minnkaði úr 2½% af landsframleiðslu árið 2000 í 0,7% á árinu 2001 og stefnir í 0,5% á PENINGAMÁL 2002/4 19 Heimildir: Hagstofa Íslands, fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands. Mynd 17 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003* 0 1 2 3 -1 -2 -3 % af VLF Mældur Leiðréttur fyrir hagsveiflu Kennitölur ríkisfjármála 1995-2003 Tekjuafgangur, mældur og sveifluleiðréttur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.