Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 54
53 PENINGAMÁL 2002/4 bundna áhrifaþætti. Þetta eru undirþættir sem peningastefnan hefur lítil áhrif á, eru verulega sveiflukenndir eða hafa aðra eiginleika sem gera mótun peningastefnunnar erfiðari en ella. Megin- hugsunin er sú að verðbreytingar sem rekja má til slíkra undirþátta geti gefið misvísandi vísbendingar um aðhaldsstig peningastefnunnar og því orsakað röng stefnuviðbrögð. Því geti verið heppilegt að hafa mælikvarða á undirliggjandi verðbólguþróun sem leiðréttir fyrir þessum áhrifum til hliðsjónar við mótun peningastefnunnar. Slík vísitala er yfirleitt kölluð vísitala kjarnaverðlags sem mælir undir- liggjandi verðbólgu eða kjarnaverðbólgu. Á móti þessum sjónarmiðum kemur að vísitala neysluverðs er besti fáanlegi mælikvarðinn á þróun innlends framfærslukostnaðar. Með því að notast við kjarnavísitölu er mögulega dregið úr þessum gæðum. Því gæti gagnsæi peningastefnunnar minnkað og þar með trúverðugleiki hennar. Því þarf að vanda val á mælikvarða á undirliggjandi verðlagi og tryggja að viðkomandi kjarnavísitala endurspegli sömu megin- þróun til lengri tíma og vísitala neysluverðs. Kjarna- vísitala þarf því að vera nægilega viðamikil til að hún endurspegli þokkalega vel almenna þróun fram- færslukostnaðar en um leið að draga sem best fram undirliggjandi verðlagsþróun (sjá t.d. Cufer o.fl., 2000 og Þórarinn G. Pétursson, 2000). Þessi skilyrði þurfa hins vegar ekki að fara saman. Þannig getur viðamikil og almenn vísitala verið góður mælikvarði á þróun framfærslukostnaðar en að sama skapi innihaldið undirliði sem eru mjög sveiflukenndir en það gerir mat á viðeigandi aðhalds- stigi peningastefnunnar og nauðsynlegum stefnu- viðbrögðum við nýjum upplýsingum um verðlags- þróun og horfur erfiðari en ella. Að sama skapi er hættan sú að of þröngt skilgreindur mælikvarði á undirliggjandi verðlagsþróun endurspegli ekki almenna langtímaþróun framfærslukostnaðar sem gerir það að verkum að mótun peningastefnunnar endurspeglar ekki nægilega vel þá almennu verðlags- þróun sem almenningur stendur frammi fyrir. Í slíku tilviki er hættan sú að trúverðugleiki verðlags- mælingarinnar og peningastefnunnar skaðist. Það er einmitt kostur við vísitölu neysluverðs að hún nýtur almenns trausts þar sem hún á sér langa sögu, er mæld tímanlega og mælingar hennar eru aldrei endurskoðaðar. Tryggja þarf að mælt undirliggjandi verðlag njóti einnig trausts almennings. Til þess þarf hann helst að skilja kjarnavísitöluna og ástæður þess að hún er notuð.3 Í ljósi þessa hefur Seðlabanki Íslands, í samráði við Hagstofu Íslands, mótað tvo mælikvarða á undir- liggjandi verðlagsþróun.4 Þetta er í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabank- ans frá 27. mars 2001 um verðbólgumarkmið og breytta gengisstefnu (Seðlabanki Íslands, 2001). Í þessari grein er fjallað um almenn rök þess að nota slíka mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu til hlið- sjónar við mótun peningastefnunnar og ástæðu þess að tekin var ákvörðun um þessa tvo mælikvarða á kjarnaverðlagi. Rétt er þó að leggja áherslu á að þessar vísitölur verða aðeins notaðar til hliðsjónar því að verðbólgumarkmið Seðlabankans byggist eftir sem áður á vísitölu neysluverðs eins og hún er reiknuð af Hagstofu Íslands. 2. Aðferðir við mat á kjarnaverðbólgu 2.1. Atriði til íhugunar við val á kjarnavísitölu Við ákvörðun um hvort miða eigi peningastefnuna við mat á undirliggjandi verðbólgu, fremur en verð- bólgu mælda með breytingum á vísitölu neysluverðs, og hvaða mælikvarða á kjarnaverðbólgu eigi að nota, þarf að hafa nokkur atriði til hliðsjónar (sjá t.d. Roger, 1998, og Cufer o.fl., 2000). Fylgni vísitölu neysluverðs og kjarnavísitölu Með því að taka ýmsa útgjaldaliði út úr vísitölu neysluverðs verður verðvísitalan ekki eins góður mælikvarði á þróun framfærslukostnaðar. Því getur kjarnavísitalan og vísitala neysluverðs þróast með ólíkum hætti til lengri tíma. Eftir því sem undan- skildir þættir vega meira í vísitölu neysluverðs, því meiri geta frávikin orðið. Skammtímafrávik milli kjarnavísitölu og vísitölu neysluverðs eru óumflýjanleg og reyndar æskileg, þar sem markmiðið er að losna við sveiflur sem ekki endurspegla undirliggjandi verðbólguþróun. Til 3. Það stuðlar m.a. að slíku trausti ef mæling kjarnavísitölunnar fer fram utan seðlabankans, t.d. á viðkomandi hagstofu sem einnig mælir vísi- tölu neysluverðs. 4. Seðlabankinn og Hagstofan hafa einnig til skoðunar möguleika þess að bæta við kjarnavísitölum sem undanskilja áhrif óbeinna skatta og niðurgreiðslna. Það krefst hins vegar töluverðs undirbúnings og athug- unar á aðferðafræðilegum vandamálum sem ekki er ljóst nú hvernig verða best leyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.