Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 57
peningastefnunnar. Séu þeir til staðar er einnig nokkuð mismunandi hvernig þeir eru mældir og notaðir. Eins og sjá má í töflu 1 miðast verðbólgumark- miðið í flestum löndum við vísitölu neysluverðs. Af þeim löndum sem miða verðbólgumarkmið sitt við mælikvarða á kjarnaverðbólgu notast seðlabankar Bretlands og Suður-Afríku við vísitölu smásöluverðs án vaxtakostnaðar húsnæðislána. Seðlabanki Suður- Kóreu miðar verðbólgumarkmið sitt við vísitölu neysluverðs án verðs landbúnaðarvara og olíu og tælenski seðlabankinn miðar verðbólgumarkmið sitt við vísitölu neysluverðs án orkuverðs og verðs óunn- innar matvöru. Í öllum þessum löndum gegnir þó vísitala neysluverðs einnig hlutverki við mótun peningastefnunnar. Í þeim löndum þar sem markmið stefnunnar miðast við vísitölu neysluverðs gegna mismunandi mælikvarðar á kjarnaverðbólgu þó oft hlutverki við mótun peningastefnunnar. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir að verðbólgumarkmið kanadíska seðla- bankans miðist við vísitölu neysluverðs er kjarna- verðbólga notuð sem aðgerðamarkmið stefnunnar í þeim skilningi að bankinn horfir á þann mælikvarða við ákvarðanir í peningamálum svo lengi sem kjarna- vísitalan og vísitala neysluverðs sýna sams konar langtímaþróun (Hogan, 2000). Meginmælikvarði bankans á kjarnaverðbólgu er vísitala neysluverðs án átta sveiflumikilla undirþátta (þ.m.t. grænmetis, ávaxta og olíu) og beinna áhrifa óbeinna skatta. Stefna sænska seðlabankans hefur einnig verið að þróast í þessa átt á síðustu árum (Berg, 1999). Meginmælikvarði sænska bankans á kjarnaverð- bólgu er vísitala neysluverðs án beinna áhrifa óbeinna skatta og niðurgreiðslna og vaxtakostnaðar húsnæðislána. Á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu miðaðist peningastefnan lengi við mælikvarða á undir- liggjandi verðbólgu sem undanskildi vaxtakostnað húsnæðislána úr vísitölu neysluverðs. Þessu var hins vegar breytt 1998 í Ástralíu og ári síðar á Nýja- Sjálandi þegar vísitala neysluverðs var endurskoðuð á þann veg að þessi undirliður var tekinn út við mælingu vísitölunnar. Síðan þá hefur stefnan miðast við vísitölu neysluverðs. Ástralski bankinn horfir hins vegar til fjölda mælikvarða á kjarnaverðbólgu, m.a. klippts meðaltals og vísitölu neysluverðs án sveiflumikilla liða. Ný-sjálenski seðlabankinn skil- greinir ekki neina sérstaka mælikvarða á kjarnaverð- bólgu en skilgreinir í staðinn flóttaleiðir, þ.e. leyfi- leg, fyrirfram skilgreind frávik frá verðbólgumark- miðinu sem geta t.d. orsakast af alvarlegum við- skiptakjaraáföllum eða náttúruhamförum. Hið sama hefur gerst í Tékklandi en tékkneski seðlabankinn miðar stefnu sína nú við vísitölu neysluverðs en hefur fyrirfram skilgreindar flóttaleiðir. Fram til apríl 2001 miðaði bankinn hins vegar stefnu sína við vísi- tölu neysluverðs án verðs háðs opinberum ákvörðun- um og beinna áhrifa óbeinna skatta og niður- greiðslna. Aðrir seðlabankar með verðbólgumarkmið hafa ýmsa mælikvarða á kjarnaverðbólgu til viðmiðunar við mótun peningastefnunnar og er algengt að nota mismunandi mælikvarða samhliða. T.d. er algengt að útiloka matvöru, eins og grænmeti og ávexti (t.d Brasilía, Chíle, Mexíkó, Pólland), olíuverð (t.d. Chíle, Filippseyjar, Noregur og Pólland), verð háð opinberum ákvörðunum (t.d. Brasilía, Ísrael, Mexíkó og Pólland), áhrif óbeinna skatta (t.d. Noregur), sveiflumikla undirliði (t.d. Filippseyjar, Perú og Pólland), auk þess sem sum þeirra notast við töl- fræðilega mælikvarða á kjarnaverðbólgu, eins og klippt meðaltal (t.d. Brasilía, Filippseyjar og Pólland). 3. Mat á kjarnaverðbólgu á Íslandi 3.1. Vægi undirliða og framlag til verðbólgu Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar var ákveðið að skoða nánar eiginleika íslenskra verðvísitalna án matvöru (þ.e. grænmetis, ávaxta og búvöru) og ben- síns þar sem þessir þættir eru ýmist töluvert sveiflu- kenndir, endurspegla hlutfallslegar verðbreytingar, eru utan áhrifasviðs Seðlabankans eða eru háðir opinberum verðákvörðunum að meira eða minna leyti. Einnig var horft til undirliðarins opinber þjón- usta sem er samkvæmt orðanna hljóðan háður opin- berum verðákvörðunum. Að lokum var einnig reynt að meta hvort undanskilja ætti húsnæðislið vísitöl- unnar til samræmis við mælikvarða fjármálaráðu- neytisins á kjarnaverðbólgu (og í samræmi við sam- ræmda vísitölu evrópsku hagstofunnar).7 Notast er við verðvísitölur frá Hagstofu Íslands fyrir tímabilið nóvember 1992 til október 2002. PENINGAMÁL 2002/4 56 7. Vísitala fjármálaráðuneytisins undanskilur búvöru, grænmeti, bensín og húsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.